Skammist ykkar, Intuens! Eyjólfur Þorkelsson skrifar 24. nóvember 2023 14:00 Umræðan um segulómunarfyrirtækið Intuens hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum. Eftir að hafa farið illilega framúr sér með fyrirheitum sem ekki var nokkur fótur fyrir virðast þau hafa dregið í land með heilómunarórana. Þær upplýsingar voru í það minnsta fjarlægðar af vef þeirra í skjóli nætur og verðskrá uppfærð. Vona má að sú efnislega gagnrýni sem helstu fagfélög lækna heldu á lofti hafi náð eyrum fyrirtækisins og forvígismenn þess séð að sér. Það hefði verið meiri mannsbragur að koma hreint fram og viðurkenna mistökin en vissulega er gott og gilt að forðast að bera ábyrgð á frekari skaða en orðinn er. Þó er eitt sem ekki hefur enn komið fram opinberlega. Eitt sem veldur því að maður efast um að einungis hafi verið um vanhugsað frumhlaup að ræða hjá fyrirtækinu. Sem veldur því að fagurgali um aðstoð og valdeflingu sjúklinga hefur holan hljóm. Eitt meginatriðið í gagnrýni lækna á viðskiptahugmynd Intuens (eða markaðsmódel, heilbrigðisþjónusta er a.m.k. ekki rétta orðið) er að fyrirtækið er að selja falskt ”frískbevís” til fólks sem á ekki að þurfa á neinu slíku að halda. Þetta þó þeim eigi að vera fullljóst að slíkt sé ekki hægt. Eins og það sé ekki nóg, þá er sýnu verra hið fullkomna tómlæti fyrir því að svona tiltæki veldur ótta hjá því heilbrigða fólki sem reynist með einhverskonar frávik sem svo þarf að rannsaka, stinga á, jafnvel skera burt áður en hægt er að sefa þann ótta sem Intuens þáði 300.000 krónur fyrir að kynda upp. Ég var tilbúinn að fyrirgefa það sem ég hélt vera einskæran metnað sem hljóp með þau í gönur. Svo sá ég bréfið. “Tilboðið”. Intuens ákvað meðvitað og markvisst að herja á krabbameinssjúklinga. Bauð þeim “sérkjaradíl”. Fyrir litlar 75.000 krónur gætu þau séð hvort þau væru komin með krabbamein - aftur. Þeirra hugmynd að svörtum föstudegi með svörtum húmor. Orðið krabbamein vekur flestum ugg, fáum þó jafnmikinn og fólki sem þegar hefur þurft að ganga í gegnum tilfinningarússibanann og óvissuna sem fylgir þeirri greiningu. Að gera sér gróða úr ótta þess og örvæntingu og vísvitandi ýfa upp sár þess til þess að senda svo aftur frá sér - eitthvert. Mig skortir orð til að lýsa andstyggðinni sem þetta vekur. Ég sá fyrir mér að óska ykkur velfarnaðar á heilbrigðari starfsvettvangi. Hvers ég óska ykkur núna læt ég helst ósagt. Höfundur er sérfræðingur í heimilislækningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Umræðan um segulómunarfyrirtækið Intuens hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum. Eftir að hafa farið illilega framúr sér með fyrirheitum sem ekki var nokkur fótur fyrir virðast þau hafa dregið í land með heilómunarórana. Þær upplýsingar voru í það minnsta fjarlægðar af vef þeirra í skjóli nætur og verðskrá uppfærð. Vona má að sú efnislega gagnrýni sem helstu fagfélög lækna heldu á lofti hafi náð eyrum fyrirtækisins og forvígismenn þess séð að sér. Það hefði verið meiri mannsbragur að koma hreint fram og viðurkenna mistökin en vissulega er gott og gilt að forðast að bera ábyrgð á frekari skaða en orðinn er. Þó er eitt sem ekki hefur enn komið fram opinberlega. Eitt sem veldur því að maður efast um að einungis hafi verið um vanhugsað frumhlaup að ræða hjá fyrirtækinu. Sem veldur því að fagurgali um aðstoð og valdeflingu sjúklinga hefur holan hljóm. Eitt meginatriðið í gagnrýni lækna á viðskiptahugmynd Intuens (eða markaðsmódel, heilbrigðisþjónusta er a.m.k. ekki rétta orðið) er að fyrirtækið er að selja falskt ”frískbevís” til fólks sem á ekki að þurfa á neinu slíku að halda. Þetta þó þeim eigi að vera fullljóst að slíkt sé ekki hægt. Eins og það sé ekki nóg, þá er sýnu verra hið fullkomna tómlæti fyrir því að svona tiltæki veldur ótta hjá því heilbrigða fólki sem reynist með einhverskonar frávik sem svo þarf að rannsaka, stinga á, jafnvel skera burt áður en hægt er að sefa þann ótta sem Intuens þáði 300.000 krónur fyrir að kynda upp. Ég var tilbúinn að fyrirgefa það sem ég hélt vera einskæran metnað sem hljóp með þau í gönur. Svo sá ég bréfið. “Tilboðið”. Intuens ákvað meðvitað og markvisst að herja á krabbameinssjúklinga. Bauð þeim “sérkjaradíl”. Fyrir litlar 75.000 krónur gætu þau séð hvort þau væru komin með krabbamein - aftur. Þeirra hugmynd að svörtum föstudegi með svörtum húmor. Orðið krabbamein vekur flestum ugg, fáum þó jafnmikinn og fólki sem þegar hefur þurft að ganga í gegnum tilfinningarússibanann og óvissuna sem fylgir þeirri greiningu. Að gera sér gróða úr ótta þess og örvæntingu og vísvitandi ýfa upp sár þess til þess að senda svo aftur frá sér - eitthvert. Mig skortir orð til að lýsa andstyggðinni sem þetta vekur. Ég sá fyrir mér að óska ykkur velfarnaðar á heilbrigðari starfsvettvangi. Hvers ég óska ykkur núna læt ég helst ósagt. Höfundur er sérfræðingur í heimilislækningum.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar