Fjórir handteknir í tengslum við hnífaárás Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 24. nóvember 2023 11:32 Hnífaárásin í nótt er talin tengjast annarri árás sem framin var í fangelsinu á Litla hrauni í gær. Vísir/Vilhelm Fjórir hafa verið handteknir í tengslum við hnífaárás í Reykjavík í nótt. Til skoðunar er hvort árásin tengist annarri árás á Litla hrauni í gær. Sú árás átti sér stað á alræmdu torgi innan fangelsisins sem fangelsismálayfirvöld hafa varað við árum saman. Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn segir í samtali við fréttastofu að fjórir hafi verið handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar í nótt þar sem eggvopni var beitt. Hann segir líðan þess sem varð fyrir árásinni eftir atvikum en hann sé ekki í lífshættu. Aðspurður um hvort fleiri væri leitað vegna málsins segir Ævar rannsókn málsins í fullum gangi og að ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu. Til skoðunar er hvort árásin tengist annari hnífstunguárás sem framin var í fangelsinu á Litla hrauni í gær. Heimildir fréttastofu herma að árásármaðurinn á Litla hrauni sé Ingólfur Kjartansson, rúmlega tvítugur maður sem hlaut átta ára fangelsisdóm í lok síðasta árs vegna skotárásar í miðbæ Reykjavíkur. Torgið alræmda Árásirnar eru taldar tengjast langvarandi deilum milli tveggja hópa sem hafa stigmagnast undanfarið. Nútíminn greindi fyrst frá því í gær að sá sem varð fyrir árásinni á Litla Hrauni í gær sé annar þeirra sem sitja í gæsluvarðhaldi vegna skotárásarinnar í Úlfarsárdal í byrjun mánaðar. Hann er þungt þungt haldinn en ekki í lífshættu. Sú árás átti sér stað á svokölluðu torgi, utandyra í miðju fangelsinu þar sem leiðir allra fanga skarast. Fréttastofa hefur áður fjallað um torgið alræmda. Páll Winkel, fangelsismálastjóri segir árásina endurspegla vandamál sem fangelsismálayfirvöld hafi gert grein fyrir árum saman. „Ríkistjórnin er að bregðast við núna með því að byggja nýtt fangelsi í staðinn fyrir Litla hraun. Hins vegar er brýnt að við getum verið með mönnun á meðan við þurfum að reka þetta fangelsi áfram. Á meðan heimurinn breytist og verður harkalegri þá verðum við að geta tryggt mönnun starfsmanna þannig að það sé hægt að halda uppi öryggi við fremsta megni við þessar aðstæður.“ Allir séu á tánum vegna ástandsins. „Við vistum fanga og flokkum eftir bestu getu, en aðstæðurnar eru bara ekki betri en raun ber vitni. Fangelsið á Hólmsheiði er fullt og það er mikið álag á kerfinu. Það eru gríðarlega margir gæsluvarðhaldsfangar úr mörgum málum. Þetta er ærið verkefni,“ segir Páll Winkel, fangelsismálastjóri. Lögreglumál Fangelsismál Reykjavík Árborg Tengdar fréttir Sá sem er grunaður um stunguárásina fékk átta ára dóm í fyrra Maðurinn sem er grunaður um að stinga samfanga sinn á Litla-Hrauni í dag hlaut í lok síðasta árs átta ára fangelsisdóm fyrir skotárás í miðbæ Reykjavíkur. Hann heitir Ingólfur Kjartansson og er rúmlega tvítugur. 23. nóvember 2023 19:56 Þungt haldinn eftir stunguárás á Litla-Hrauni Lögreglan var kölluð út í fangelsið Litla-Hrauni vegna atviks sem þar átti sér stað í dag um tvöleytið. Einn var fluttur á sjúkrahús eftir líkamsárás. Samkvæmt heimildum Vísis var eggvopni beitt og sá sem fyrir árásinni varð er þungt haldinn. Lögregla segir rannsókn á árásinni á frumstigi. 23. nóvember 2023 14:58 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn segir í samtali við fréttastofu að fjórir hafi verið handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar í nótt þar sem eggvopni var beitt. Hann segir líðan þess sem varð fyrir árásinni eftir atvikum en hann sé ekki í lífshættu. Aðspurður um hvort fleiri væri leitað vegna málsins segir Ævar rannsókn málsins í fullum gangi og að ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu. Til skoðunar er hvort árásin tengist annari hnífstunguárás sem framin var í fangelsinu á Litla hrauni í gær. Heimildir fréttastofu herma að árásármaðurinn á Litla hrauni sé Ingólfur Kjartansson, rúmlega tvítugur maður sem hlaut átta ára fangelsisdóm í lok síðasta árs vegna skotárásar í miðbæ Reykjavíkur. Torgið alræmda Árásirnar eru taldar tengjast langvarandi deilum milli tveggja hópa sem hafa stigmagnast undanfarið. Nútíminn greindi fyrst frá því í gær að sá sem varð fyrir árásinni á Litla Hrauni í gær sé annar þeirra sem sitja í gæsluvarðhaldi vegna skotárásarinnar í Úlfarsárdal í byrjun mánaðar. Hann er þungt þungt haldinn en ekki í lífshættu. Sú árás átti sér stað á svokölluðu torgi, utandyra í miðju fangelsinu þar sem leiðir allra fanga skarast. Fréttastofa hefur áður fjallað um torgið alræmda. Páll Winkel, fangelsismálastjóri segir árásina endurspegla vandamál sem fangelsismálayfirvöld hafi gert grein fyrir árum saman. „Ríkistjórnin er að bregðast við núna með því að byggja nýtt fangelsi í staðinn fyrir Litla hraun. Hins vegar er brýnt að við getum verið með mönnun á meðan við þurfum að reka þetta fangelsi áfram. Á meðan heimurinn breytist og verður harkalegri þá verðum við að geta tryggt mönnun starfsmanna þannig að það sé hægt að halda uppi öryggi við fremsta megni við þessar aðstæður.“ Allir séu á tánum vegna ástandsins. „Við vistum fanga og flokkum eftir bestu getu, en aðstæðurnar eru bara ekki betri en raun ber vitni. Fangelsið á Hólmsheiði er fullt og það er mikið álag á kerfinu. Það eru gríðarlega margir gæsluvarðhaldsfangar úr mörgum málum. Þetta er ærið verkefni,“ segir Páll Winkel, fangelsismálastjóri.
Lögreglumál Fangelsismál Reykjavík Árborg Tengdar fréttir Sá sem er grunaður um stunguárásina fékk átta ára dóm í fyrra Maðurinn sem er grunaður um að stinga samfanga sinn á Litla-Hrauni í dag hlaut í lok síðasta árs átta ára fangelsisdóm fyrir skotárás í miðbæ Reykjavíkur. Hann heitir Ingólfur Kjartansson og er rúmlega tvítugur. 23. nóvember 2023 19:56 Þungt haldinn eftir stunguárás á Litla-Hrauni Lögreglan var kölluð út í fangelsið Litla-Hrauni vegna atviks sem þar átti sér stað í dag um tvöleytið. Einn var fluttur á sjúkrahús eftir líkamsárás. Samkvæmt heimildum Vísis var eggvopni beitt og sá sem fyrir árásinni varð er þungt haldinn. Lögregla segir rannsókn á árásinni á frumstigi. 23. nóvember 2023 14:58 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Sá sem er grunaður um stunguárásina fékk átta ára dóm í fyrra Maðurinn sem er grunaður um að stinga samfanga sinn á Litla-Hrauni í dag hlaut í lok síðasta árs átta ára fangelsisdóm fyrir skotárás í miðbæ Reykjavíkur. Hann heitir Ingólfur Kjartansson og er rúmlega tvítugur. 23. nóvember 2023 19:56
Þungt haldinn eftir stunguárás á Litla-Hrauni Lögreglan var kölluð út í fangelsið Litla-Hrauni vegna atviks sem þar átti sér stað í dag um tvöleytið. Einn var fluttur á sjúkrahús eftir líkamsárás. Samkvæmt heimildum Vísis var eggvopni beitt og sá sem fyrir árásinni varð er þungt haldinn. Lögregla segir rannsókn á árásinni á frumstigi. 23. nóvember 2023 14:58