Var með sannar glæpasögur á heilanum og langaði að prófa að myrða Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. nóvember 2023 11:31 Jung var með sannar glæpasögur á heilanum og langaði að prófa að fremja morð. Lögreglan í Busan Jung Yoo-jung, 23 ára gömul kona, hefur verið dæmd í lífstíðarfangelsi í Suður-Kóreu fyrir að myrða ókunnuga manneskju. Sagðist hún hafa framið morðið „af forvitni“. Jung, sem var atvinnulaus og bjó hjá afa sínum, var mikil áhugamanneskja um sannar glæpasögur og varði miklum tíma í að horfa á þætti og lesa bækur um efnið. Hún er einnig sögð hafa skorað hátt á prófum þar sem skimað er eftir siðblindu. Saksóknarar sögðu Jung hafa verið forvitna um þá upplifun að fremja morð og hafa verið með það á heilanum prófa að myrða. Í þessum tilgangi hafi hún varið mánuðum í að leita að fórnarlambi á netinu. Jung setti sig í samband við yfir 50 manneskjur í gegnum smáforrit þar sem fólk getur auglýst og leitað eftir einkakennurum í ýmsum fögum og þóttist vera móðir framhaldsskólanema sem þarfnaðist aukatíma í ensku. Hún fann að lokum 26 ára konu sem bjó í borginni Busan og sagðist bjóða upp á kennslu á heimili sínu. Jung mætti heim til konunnar klædd í skólabúning en þegar inn var komið réðist hún á fórnarlambið og stakk hana yfir 100 sinnum, jafnvel eftir að konan var látin. Hún bútaði líkið síðan niður og tók leigubíl að skóglendi við á þar sem hún dreifði hluta líkamsleifana. Það varð henni að falli að hún sást á öryggismyndavélum þar sem hún fór nokkrum sinnum inn og út af heimili fórnarlambsins, sem hefur ekki verið nafngreint. Jung játaði en sagðist hafa verið andlega veik þegar hún framdi morðið. Saksóknarar sögðu það hins vegar augljóslega hafa verið vandlega skipulagt og Jung gæti því ekki borið við geðveiki. Farið var fram á dauðadóm en Jung var dæmd í lífstíðarfangelsi. Fangi var síðast tekinn af lífi í landinu árið 1997. Erlend sakamál Suður-Kórea Mest lesið Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Fleiri fréttir Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Sjá meira
Jung, sem var atvinnulaus og bjó hjá afa sínum, var mikil áhugamanneskja um sannar glæpasögur og varði miklum tíma í að horfa á þætti og lesa bækur um efnið. Hún er einnig sögð hafa skorað hátt á prófum þar sem skimað er eftir siðblindu. Saksóknarar sögðu Jung hafa verið forvitna um þá upplifun að fremja morð og hafa verið með það á heilanum prófa að myrða. Í þessum tilgangi hafi hún varið mánuðum í að leita að fórnarlambi á netinu. Jung setti sig í samband við yfir 50 manneskjur í gegnum smáforrit þar sem fólk getur auglýst og leitað eftir einkakennurum í ýmsum fögum og þóttist vera móðir framhaldsskólanema sem þarfnaðist aukatíma í ensku. Hún fann að lokum 26 ára konu sem bjó í borginni Busan og sagðist bjóða upp á kennslu á heimili sínu. Jung mætti heim til konunnar klædd í skólabúning en þegar inn var komið réðist hún á fórnarlambið og stakk hana yfir 100 sinnum, jafnvel eftir að konan var látin. Hún bútaði líkið síðan niður og tók leigubíl að skóglendi við á þar sem hún dreifði hluta líkamsleifana. Það varð henni að falli að hún sást á öryggismyndavélum þar sem hún fór nokkrum sinnum inn og út af heimili fórnarlambsins, sem hefur ekki verið nafngreint. Jung játaði en sagðist hafa verið andlega veik þegar hún framdi morðið. Saksóknarar sögðu það hins vegar augljóslega hafa verið vandlega skipulagt og Jung gæti því ekki borið við geðveiki. Farið var fram á dauðadóm en Jung var dæmd í lífstíðarfangelsi. Fangi var síðast tekinn af lífi í landinu árið 1997.
Erlend sakamál Suður-Kórea Mest lesið Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Fleiri fréttir Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Sjá meira