Gjörðir okkar hafa veruleg áhrif á tilfinningar okkar Ingrid Kuhlman skrifar 28. nóvember 2023 08:01 Í bók sinni, The Happiness Project, setur Gretchen Rubin fram hugmynd sem byggir m.a. á hugrænni atferlismeðferð um að tilfinningar hafa áhrif á hegðun okkar en gjörðir okkar móta aftur á móti líka tilfinningar okkar og viðhorf. Þetta virkar á eftirfarandi hátt: Hegðun okkar hefur áhrif á tilfinningar okkar: Með því að breyta hegðun okkar getum við haft áhrif á tilfinningalegt ástand okkar. Ef við viljum til dæmis vera hamingjusamari getur það að taka þátt í athöfnum sem stuðla að hamingju, eins og að verja tíma með öðru fólki, stunda hreyfingu úti í náttúrunni eða iðka þakklæti, aukið vellíðan. Jafnvel að þvinga fram bros eða hlátur getur kallað fram aukna vellíðan. Að snúa við neikvæðri atburðarás: Þegar við finnum fyrir kvíða höfum við oft tilhneigingu til að sýna hegðun sem styrkir kvíðatilfinningarnar, eins og t.d. eins og að draga okkur í hlé eða sýna aðgerðaleysi. Að bregðast við á þann hátt sem stangast á við þessar tilfinningar, eins og að vera virkur eða sækjast eftir félagsskap, getur hjálpað til við að snúa þessari neikvæðu atburðarás við. Að skapa jákvæða upplifun: Að taka þátt í einhverju jákvæðu, jafnvel þó að manni finnist það ekki skemmtilegt í upphafi, getur skapað jákvæða reynslu, sem getur síðan dregið úr neikvæðu hugsunarmynstri og leitt til jákvæðra tilfinninga. Með tímanum getur þessi jákvæða reynsla stuðlað að varanlegri breytingum á líðan. Dæmi um þetta er að þegar við upplifum okkur einmana að hafa samband við einhvern sem okkur langar að hitta eða tala við. Að breyta sjónarhorninu: Að bregðast við á annan hátt en líðan okkur gefur til kynna getur breytt sjónarhorni okkar. Það er hægt að nota þessa aðferð við hversdagslegar athafnir og markmið, hvort sem það er að vilja vera skipulagðari, félagslyndari, virkari eða öruggari. Með því að haga okkur eins og við séum nú þegar með þessa eiginleika er líklegra að við tileinkum okkur þá í raun og veru. Líkamlegar breytingar leiða til tilfinningalegra breytinga: Líkamlegar athafnir eins og að brosa eða sitja uppréttur geta leitt til breytinga á líðan vegna þess að mikil tengsl eru milli líkamlegs og tilfinningalegs ástands. Að byggja upp nýjar venjur: Að hegða sér stöðugt í takt við æskilega líðan getur með tímanum stuðlað að nýjum og heilbrigðari venjum. Í stuttu máli snýst þetta sem sagt um að velja meðvitað hegðun sem samræmist æskilegu hugarástandi og nota hana sem tæki til að hafa áhrif á og bæta líðan. Aðferðin snýst ekki um að þykjast vera hamingjusamur allan tímann eða bæla niður neikvæðar tilfinningar heldur um að stýra hegðun sinni vísvitandi í átt að þeim tilfinningum sem við viljum upplifa. Það er mikilvægt að hafa í huga að þótt þessi aðferð geti verið árangursrík er hún ekki lausn fyrir alla. Ef um er að ræða alvarlegt þunglyndi, kvíða eða önnur geðheilbrigðisvandamál getur fagleg aðstoð eins og meðferð eða lyf verið nauðsynleg. Nokkur fleiri dæmi Hér fyrir neðan eru fleiri dæmi um hvernig er hægt að nota þessi áhrif: Ef þú finnur fyrir feimni skaltu reyna að koma fram á sjálfsöruggan hátt. Ef þú nennir ekki fram úr rúminu skaltu hegða þér eins og þú sér nú þegar full/ur orku t.d. með því að kveikja á hvetjandi tónlist, taka þátt í jákvæðu sjálfsspjalli og nálgast verkefni þín af eldmóði. Þegar þú upplifir sjálfsefasemdir skaltu standa upprétt/ur, halda augnsambandi og tala af ákveðni. Þegar þú finnur fyrir reiði skaltu gera hlé og velja yfirvegað svar. Þegar þér líður illa skaltu taka þátt í athöfnum sem hafa glatt þig áður. Þegar þú finnur fyrir þreytu á göngu skaltu ganga á kraftmikinn hátt. Þegar þú finnur fyrir stressi skaltu koma þér fyrir í slakri líkamsstöðu og æfa djúpöndun eða slökun. Til að byrja með geta þessar aðgerðir virkað óeðlilegar eða ónáttúrulegar en með reglulegri æfingu byrja þær að móta tilfinningar okkar og verða hluti af persónu okkar og lífsviðhorfi. Höfundur er framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar og með MSc í hagnýtri jákvæðri sálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Í bók sinni, The Happiness Project, setur Gretchen Rubin fram hugmynd sem byggir m.a. á hugrænni atferlismeðferð um að tilfinningar hafa áhrif á hegðun okkar en gjörðir okkar móta aftur á móti líka tilfinningar okkar og viðhorf. Þetta virkar á eftirfarandi hátt: Hegðun okkar hefur áhrif á tilfinningar okkar: Með því að breyta hegðun okkar getum við haft áhrif á tilfinningalegt ástand okkar. Ef við viljum til dæmis vera hamingjusamari getur það að taka þátt í athöfnum sem stuðla að hamingju, eins og að verja tíma með öðru fólki, stunda hreyfingu úti í náttúrunni eða iðka þakklæti, aukið vellíðan. Jafnvel að þvinga fram bros eða hlátur getur kallað fram aukna vellíðan. Að snúa við neikvæðri atburðarás: Þegar við finnum fyrir kvíða höfum við oft tilhneigingu til að sýna hegðun sem styrkir kvíðatilfinningarnar, eins og t.d. eins og að draga okkur í hlé eða sýna aðgerðaleysi. Að bregðast við á þann hátt sem stangast á við þessar tilfinningar, eins og að vera virkur eða sækjast eftir félagsskap, getur hjálpað til við að snúa þessari neikvæðu atburðarás við. Að skapa jákvæða upplifun: Að taka þátt í einhverju jákvæðu, jafnvel þó að manni finnist það ekki skemmtilegt í upphafi, getur skapað jákvæða reynslu, sem getur síðan dregið úr neikvæðu hugsunarmynstri og leitt til jákvæðra tilfinninga. Með tímanum getur þessi jákvæða reynsla stuðlað að varanlegri breytingum á líðan. Dæmi um þetta er að þegar við upplifum okkur einmana að hafa samband við einhvern sem okkur langar að hitta eða tala við. Að breyta sjónarhorninu: Að bregðast við á annan hátt en líðan okkur gefur til kynna getur breytt sjónarhorni okkar. Það er hægt að nota þessa aðferð við hversdagslegar athafnir og markmið, hvort sem það er að vilja vera skipulagðari, félagslyndari, virkari eða öruggari. Með því að haga okkur eins og við séum nú þegar með þessa eiginleika er líklegra að við tileinkum okkur þá í raun og veru. Líkamlegar breytingar leiða til tilfinningalegra breytinga: Líkamlegar athafnir eins og að brosa eða sitja uppréttur geta leitt til breytinga á líðan vegna þess að mikil tengsl eru milli líkamlegs og tilfinningalegs ástands. Að byggja upp nýjar venjur: Að hegða sér stöðugt í takt við æskilega líðan getur með tímanum stuðlað að nýjum og heilbrigðari venjum. Í stuttu máli snýst þetta sem sagt um að velja meðvitað hegðun sem samræmist æskilegu hugarástandi og nota hana sem tæki til að hafa áhrif á og bæta líðan. Aðferðin snýst ekki um að þykjast vera hamingjusamur allan tímann eða bæla niður neikvæðar tilfinningar heldur um að stýra hegðun sinni vísvitandi í átt að þeim tilfinningum sem við viljum upplifa. Það er mikilvægt að hafa í huga að þótt þessi aðferð geti verið árangursrík er hún ekki lausn fyrir alla. Ef um er að ræða alvarlegt þunglyndi, kvíða eða önnur geðheilbrigðisvandamál getur fagleg aðstoð eins og meðferð eða lyf verið nauðsynleg. Nokkur fleiri dæmi Hér fyrir neðan eru fleiri dæmi um hvernig er hægt að nota þessi áhrif: Ef þú finnur fyrir feimni skaltu reyna að koma fram á sjálfsöruggan hátt. Ef þú nennir ekki fram úr rúminu skaltu hegða þér eins og þú sér nú þegar full/ur orku t.d. með því að kveikja á hvetjandi tónlist, taka þátt í jákvæðu sjálfsspjalli og nálgast verkefni þín af eldmóði. Þegar þú upplifir sjálfsefasemdir skaltu standa upprétt/ur, halda augnsambandi og tala af ákveðni. Þegar þú finnur fyrir reiði skaltu gera hlé og velja yfirvegað svar. Þegar þér líður illa skaltu taka þátt í athöfnum sem hafa glatt þig áður. Þegar þú finnur fyrir þreytu á göngu skaltu ganga á kraftmikinn hátt. Þegar þú finnur fyrir stressi skaltu koma þér fyrir í slakri líkamsstöðu og æfa djúpöndun eða slökun. Til að byrja með geta þessar aðgerðir virkað óeðlilegar eða ónáttúrulegar en með reglulegri æfingu byrja þær að móta tilfinningar okkar og verða hluti af persónu okkar og lífsviðhorfi. Höfundur er framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar og með MSc í hagnýtri jákvæðri sálfræði.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar