Gjörðir okkar hafa veruleg áhrif á tilfinningar okkar Ingrid Kuhlman skrifar 28. nóvember 2023 08:01 Í bók sinni, The Happiness Project, setur Gretchen Rubin fram hugmynd sem byggir m.a. á hugrænni atferlismeðferð um að tilfinningar hafa áhrif á hegðun okkar en gjörðir okkar móta aftur á móti líka tilfinningar okkar og viðhorf. Þetta virkar á eftirfarandi hátt: Hegðun okkar hefur áhrif á tilfinningar okkar: Með því að breyta hegðun okkar getum við haft áhrif á tilfinningalegt ástand okkar. Ef við viljum til dæmis vera hamingjusamari getur það að taka þátt í athöfnum sem stuðla að hamingju, eins og að verja tíma með öðru fólki, stunda hreyfingu úti í náttúrunni eða iðka þakklæti, aukið vellíðan. Jafnvel að þvinga fram bros eða hlátur getur kallað fram aukna vellíðan. Að snúa við neikvæðri atburðarás: Þegar við finnum fyrir kvíða höfum við oft tilhneigingu til að sýna hegðun sem styrkir kvíðatilfinningarnar, eins og t.d. eins og að draga okkur í hlé eða sýna aðgerðaleysi. Að bregðast við á þann hátt sem stangast á við þessar tilfinningar, eins og að vera virkur eða sækjast eftir félagsskap, getur hjálpað til við að snúa þessari neikvæðu atburðarás við. Að skapa jákvæða upplifun: Að taka þátt í einhverju jákvæðu, jafnvel þó að manni finnist það ekki skemmtilegt í upphafi, getur skapað jákvæða reynslu, sem getur síðan dregið úr neikvæðu hugsunarmynstri og leitt til jákvæðra tilfinninga. Með tímanum getur þessi jákvæða reynsla stuðlað að varanlegri breytingum á líðan. Dæmi um þetta er að þegar við upplifum okkur einmana að hafa samband við einhvern sem okkur langar að hitta eða tala við. Að breyta sjónarhorninu: Að bregðast við á annan hátt en líðan okkur gefur til kynna getur breytt sjónarhorni okkar. Það er hægt að nota þessa aðferð við hversdagslegar athafnir og markmið, hvort sem það er að vilja vera skipulagðari, félagslyndari, virkari eða öruggari. Með því að haga okkur eins og við séum nú þegar með þessa eiginleika er líklegra að við tileinkum okkur þá í raun og veru. Líkamlegar breytingar leiða til tilfinningalegra breytinga: Líkamlegar athafnir eins og að brosa eða sitja uppréttur geta leitt til breytinga á líðan vegna þess að mikil tengsl eru milli líkamlegs og tilfinningalegs ástands. Að byggja upp nýjar venjur: Að hegða sér stöðugt í takt við æskilega líðan getur með tímanum stuðlað að nýjum og heilbrigðari venjum. Í stuttu máli snýst þetta sem sagt um að velja meðvitað hegðun sem samræmist æskilegu hugarástandi og nota hana sem tæki til að hafa áhrif á og bæta líðan. Aðferðin snýst ekki um að þykjast vera hamingjusamur allan tímann eða bæla niður neikvæðar tilfinningar heldur um að stýra hegðun sinni vísvitandi í átt að þeim tilfinningum sem við viljum upplifa. Það er mikilvægt að hafa í huga að þótt þessi aðferð geti verið árangursrík er hún ekki lausn fyrir alla. Ef um er að ræða alvarlegt þunglyndi, kvíða eða önnur geðheilbrigðisvandamál getur fagleg aðstoð eins og meðferð eða lyf verið nauðsynleg. Nokkur fleiri dæmi Hér fyrir neðan eru fleiri dæmi um hvernig er hægt að nota þessi áhrif: Ef þú finnur fyrir feimni skaltu reyna að koma fram á sjálfsöruggan hátt. Ef þú nennir ekki fram úr rúminu skaltu hegða þér eins og þú sér nú þegar full/ur orku t.d. með því að kveikja á hvetjandi tónlist, taka þátt í jákvæðu sjálfsspjalli og nálgast verkefni þín af eldmóði. Þegar þú upplifir sjálfsefasemdir skaltu standa upprétt/ur, halda augnsambandi og tala af ákveðni. Þegar þú finnur fyrir reiði skaltu gera hlé og velja yfirvegað svar. Þegar þér líður illa skaltu taka þátt í athöfnum sem hafa glatt þig áður. Þegar þú finnur fyrir þreytu á göngu skaltu ganga á kraftmikinn hátt. Þegar þú finnur fyrir stressi skaltu koma þér fyrir í slakri líkamsstöðu og æfa djúpöndun eða slökun. Til að byrja með geta þessar aðgerðir virkað óeðlilegar eða ónáttúrulegar en með reglulegri æfingu byrja þær að móta tilfinningar okkar og verða hluti af persónu okkar og lífsviðhorfi. Höfundur er framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar og með MSc í hagnýtri jákvæðri sálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Í bók sinni, The Happiness Project, setur Gretchen Rubin fram hugmynd sem byggir m.a. á hugrænni atferlismeðferð um að tilfinningar hafa áhrif á hegðun okkar en gjörðir okkar móta aftur á móti líka tilfinningar okkar og viðhorf. Þetta virkar á eftirfarandi hátt: Hegðun okkar hefur áhrif á tilfinningar okkar: Með því að breyta hegðun okkar getum við haft áhrif á tilfinningalegt ástand okkar. Ef við viljum til dæmis vera hamingjusamari getur það að taka þátt í athöfnum sem stuðla að hamingju, eins og að verja tíma með öðru fólki, stunda hreyfingu úti í náttúrunni eða iðka þakklæti, aukið vellíðan. Jafnvel að þvinga fram bros eða hlátur getur kallað fram aukna vellíðan. Að snúa við neikvæðri atburðarás: Þegar við finnum fyrir kvíða höfum við oft tilhneigingu til að sýna hegðun sem styrkir kvíðatilfinningarnar, eins og t.d. eins og að draga okkur í hlé eða sýna aðgerðaleysi. Að bregðast við á þann hátt sem stangast á við þessar tilfinningar, eins og að vera virkur eða sækjast eftir félagsskap, getur hjálpað til við að snúa þessari neikvæðu atburðarás við. Að skapa jákvæða upplifun: Að taka þátt í einhverju jákvæðu, jafnvel þó að manni finnist það ekki skemmtilegt í upphafi, getur skapað jákvæða reynslu, sem getur síðan dregið úr neikvæðu hugsunarmynstri og leitt til jákvæðra tilfinninga. Með tímanum getur þessi jákvæða reynsla stuðlað að varanlegri breytingum á líðan. Dæmi um þetta er að þegar við upplifum okkur einmana að hafa samband við einhvern sem okkur langar að hitta eða tala við. Að breyta sjónarhorninu: Að bregðast við á annan hátt en líðan okkur gefur til kynna getur breytt sjónarhorni okkar. Það er hægt að nota þessa aðferð við hversdagslegar athafnir og markmið, hvort sem það er að vilja vera skipulagðari, félagslyndari, virkari eða öruggari. Með því að haga okkur eins og við séum nú þegar með þessa eiginleika er líklegra að við tileinkum okkur þá í raun og veru. Líkamlegar breytingar leiða til tilfinningalegra breytinga: Líkamlegar athafnir eins og að brosa eða sitja uppréttur geta leitt til breytinga á líðan vegna þess að mikil tengsl eru milli líkamlegs og tilfinningalegs ástands. Að byggja upp nýjar venjur: Að hegða sér stöðugt í takt við æskilega líðan getur með tímanum stuðlað að nýjum og heilbrigðari venjum. Í stuttu máli snýst þetta sem sagt um að velja meðvitað hegðun sem samræmist æskilegu hugarástandi og nota hana sem tæki til að hafa áhrif á og bæta líðan. Aðferðin snýst ekki um að þykjast vera hamingjusamur allan tímann eða bæla niður neikvæðar tilfinningar heldur um að stýra hegðun sinni vísvitandi í átt að þeim tilfinningum sem við viljum upplifa. Það er mikilvægt að hafa í huga að þótt þessi aðferð geti verið árangursrík er hún ekki lausn fyrir alla. Ef um er að ræða alvarlegt þunglyndi, kvíða eða önnur geðheilbrigðisvandamál getur fagleg aðstoð eins og meðferð eða lyf verið nauðsynleg. Nokkur fleiri dæmi Hér fyrir neðan eru fleiri dæmi um hvernig er hægt að nota þessi áhrif: Ef þú finnur fyrir feimni skaltu reyna að koma fram á sjálfsöruggan hátt. Ef þú nennir ekki fram úr rúminu skaltu hegða þér eins og þú sér nú þegar full/ur orku t.d. með því að kveikja á hvetjandi tónlist, taka þátt í jákvæðu sjálfsspjalli og nálgast verkefni þín af eldmóði. Þegar þú upplifir sjálfsefasemdir skaltu standa upprétt/ur, halda augnsambandi og tala af ákveðni. Þegar þú finnur fyrir reiði skaltu gera hlé og velja yfirvegað svar. Þegar þér líður illa skaltu taka þátt í athöfnum sem hafa glatt þig áður. Þegar þú finnur fyrir þreytu á göngu skaltu ganga á kraftmikinn hátt. Þegar þú finnur fyrir stressi skaltu koma þér fyrir í slakri líkamsstöðu og æfa djúpöndun eða slökun. Til að byrja með geta þessar aðgerðir virkað óeðlilegar eða ónáttúrulegar en með reglulegri æfingu byrja þær að móta tilfinningar okkar og verða hluti af persónu okkar og lífsviðhorfi. Höfundur er framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar og með MSc í hagnýtri jákvæðri sálfræði.
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun