Hvetja stjórnendur lífeyrissjóða til að hafna fjárfestingu í sjókvíaeldi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. nóvember 2023 08:44 Sjókvíaeldi í Patreksfjörð. Vísir/Einar Landssamband veiðifélaga hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem það hvetur stjórnendur lífeyrissjóða til að hafna allri fjárfestingu í félögum sem stunda sjókvíaeldi. Tilefni yfirlýsingarinnar er hlutafjárútboð Ísfélagsins hf. sem er sagt eiga 29,3 prósenta eignahlut í norska hlutafélaginu Austur Holding AS, sem eigi 55,3 prósent eignahlut í Ice Fish Farms AS. Ice Fish Farms stundi meðal annars eldi á frjóum laxi af norskum uppruna í sjókvíum hér við land. Eignarhlutur Ísfélagsins í Ice Fish Farms sé metinn á um 6,3 milljarða króna. Landssambandið segist hafna því alfarið að lífeyrissjóðir landsmanna séu notaðir til að fjárfesta í sjókvíaeldi, meðal annars vegna áfalla í greininni, stóraukinnar áhættu af fjárfestingunni og ákalli almennings eftir banni gegn sjókvíaeldi. Meðal þeirra áfalla sem nefnd eru til sögunnar eru sleppingar úr kvíum og lúsafaraldur. Þá segir að Hafrannsóknarstofnun hafi í kjölfarið dregið til baka tillögu að nýju áhættumati erfðablöndunar og hyggist gefa út nýja tillögu þegar búið verði að meta afleiðingar áfallana. „Áhættumat erfðablöndunar setur hámark á það magn af eldislaxi sem ala má í sjókvíum hér við land. Næstu mánuðina ríkir því fullkomin óvissa um þetta hámark og eru meiri líkur en minni á að það verði lækkað. Því fylgir fjárfestingum í sjókvíaeldi veruleg aukin áhætta næstu mánuði þar til nýtt áhættumat hefur verið gefið út. Verðmat fyrirtækja í greininni byggir nánast að öllu leyti á opinberum framleiðsluheimildum,“ segir í yfirlýsingunni. Þá sé ljóst að þrýstingur á stjórnvöld um að banna sjókvíaeldi muni aukast á næstu misserum og auka enn á óvissu um framtíðarhorfur greinarinnar. Lífeyrissjóðir Sjókvíaeldi Stangveiði Ísfélagið Mest lesið Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Hækkanir á Asíumörkuðum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Sjá meira
Tilefni yfirlýsingarinnar er hlutafjárútboð Ísfélagsins hf. sem er sagt eiga 29,3 prósenta eignahlut í norska hlutafélaginu Austur Holding AS, sem eigi 55,3 prósent eignahlut í Ice Fish Farms AS. Ice Fish Farms stundi meðal annars eldi á frjóum laxi af norskum uppruna í sjókvíum hér við land. Eignarhlutur Ísfélagsins í Ice Fish Farms sé metinn á um 6,3 milljarða króna. Landssambandið segist hafna því alfarið að lífeyrissjóðir landsmanna séu notaðir til að fjárfesta í sjókvíaeldi, meðal annars vegna áfalla í greininni, stóraukinnar áhættu af fjárfestingunni og ákalli almennings eftir banni gegn sjókvíaeldi. Meðal þeirra áfalla sem nefnd eru til sögunnar eru sleppingar úr kvíum og lúsafaraldur. Þá segir að Hafrannsóknarstofnun hafi í kjölfarið dregið til baka tillögu að nýju áhættumati erfðablöndunar og hyggist gefa út nýja tillögu þegar búið verði að meta afleiðingar áfallana. „Áhættumat erfðablöndunar setur hámark á það magn af eldislaxi sem ala má í sjókvíum hér við land. Næstu mánuðina ríkir því fullkomin óvissa um þetta hámark og eru meiri líkur en minni á að það verði lækkað. Því fylgir fjárfestingum í sjókvíaeldi veruleg aukin áhætta næstu mánuði þar til nýtt áhættumat hefur verið gefið út. Verðmat fyrirtækja í greininni byggir nánast að öllu leyti á opinberum framleiðsluheimildum,“ segir í yfirlýsingunni. Þá sé ljóst að þrýstingur á stjórnvöld um að banna sjókvíaeldi muni aukast á næstu misserum og auka enn á óvissu um framtíðarhorfur greinarinnar.
Lífeyrissjóðir Sjókvíaeldi Stangveiði Ísfélagið Mest lesið Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Hækkanir á Asíumörkuðum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Sjá meira
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent