Trúarlegt óþol Sindri Geir Óskarsson skrifar 24. nóvember 2023 08:30 Ég upplifi stundum að samfélagið okkar sé plagað af trúarlegu óþoli, já eða bara kristnu óþoli. Samfélagið sem flaggar því rækilega að fjölbreytileikanum sé fagnað virðist á köflum eiga afskaplega erfitt með að kyngja því að kristin trúfélög og kristin menningararfleið sé órjúfanlegur hluti af þessu fjölbreytta samfélagi samtímans. Tjah, ekki nóg með það, þá megum við þakka kristnum munkum og prestum það að hafa varðveitt menningararfinn, skrifað upp handritin, bjargað íslensku ritmáli með þýðingu Nýja testamentisins, stutt við sjálfstæðisbaráttuna. Já, sama hvað fólkið sem amast yfir kirkju og kristni getur réttilega eða ómaklega talið fram til að halda málstað sínum til streitu - þá er íslenskt samfélag til í dag vegna þátttöku kirkjunnar í samfélaginu. Nýlega átti sér stað umræða á samfélagsmiðlum þar sem það er gert varhugavert eða óeðlilegt að Kristniboðssambandið hljóti örlítið framlag af endursölu á textíl sem berst til Sorpu. Fólk vill nefnilega ekki styðja við kristniboð heldur hjálparstarf og fulltrúi Sorpu segir í viðtali við DV að þetta eigi að taka til endurskoðunar[1]. En hvað þarf að endurskoða? Er það niðurstaðan í þessu samfélagi fjölbreytileika, virðingar og víðsýni að það þurfi að óttast það sem er trúarlegt og afskrifa það sem óæskilegt eða slæmt? Kristniboðssambandið er tæplega 100 ára gamalt félag með merkilega sögu og getur státað af því að hafa með litlum efnum, en gífurlegri fórnfýsi, trú von og kærleik sjálfboðaliða sinna umbreytt heilu samfélögunum á sínum starfssvæðum. Bara í Pokot héraði Kenýu þar sem Kristniboðssambandið hefur starfað undanfarna áratugi hefur sú kirkja sem Íslenskir kristniboðar stofnuðu getið af sér 150 grunnskóla, 34 menntaskóla, 2 munaðarleysingjaheimili, þar var rekið byggðaþróunarverkefni í fjölda ára auk þess sem kirkjan hefur kostað menntun innfæddra presta og djákna. Þetta litla félag hér heima sem nú á að endurskoða hvort fái brotabrot af hagnaðinum af endursölu notaðs textíls frá Sorpu hefur unnið stórbrotið hjálpar- og þróunarstarf. Ein af stærstu aðgerðunum sem þarf að ráðast í til að ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna er að mennta stúlkur í fátækari löndum. Ef einhver samtök á Íslandi hafa staðið sig í því undanfarna áratugi, þá eru það Kristniboðssamtökin. Getum við leyft okkur að staldra við áður en við stökkvum á vagn trúarlega óþolsins og reynt að gangast við því að þetta sé virkilega samfélag fjölbreytileikans þar sem við erum reiðubúin að lifa í sátt við þau sem eru ólík okkur, eða aðhyllast aðra trú en við? Ég er fullviss að þá ættum við auðveldara með að sjá allt það góða í kringum okkur, sjá allt það sem sameinar okkur frekar en það sem sundrar. Njótum dagsins. Höfundur er prestur á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason Skoðun Skoðun Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég upplifi stundum að samfélagið okkar sé plagað af trúarlegu óþoli, já eða bara kristnu óþoli. Samfélagið sem flaggar því rækilega að fjölbreytileikanum sé fagnað virðist á köflum eiga afskaplega erfitt með að kyngja því að kristin trúfélög og kristin menningararfleið sé órjúfanlegur hluti af þessu fjölbreytta samfélagi samtímans. Tjah, ekki nóg með það, þá megum við þakka kristnum munkum og prestum það að hafa varðveitt menningararfinn, skrifað upp handritin, bjargað íslensku ritmáli með þýðingu Nýja testamentisins, stutt við sjálfstæðisbaráttuna. Já, sama hvað fólkið sem amast yfir kirkju og kristni getur réttilega eða ómaklega talið fram til að halda málstað sínum til streitu - þá er íslenskt samfélag til í dag vegna þátttöku kirkjunnar í samfélaginu. Nýlega átti sér stað umræða á samfélagsmiðlum þar sem það er gert varhugavert eða óeðlilegt að Kristniboðssambandið hljóti örlítið framlag af endursölu á textíl sem berst til Sorpu. Fólk vill nefnilega ekki styðja við kristniboð heldur hjálparstarf og fulltrúi Sorpu segir í viðtali við DV að þetta eigi að taka til endurskoðunar[1]. En hvað þarf að endurskoða? Er það niðurstaðan í þessu samfélagi fjölbreytileika, virðingar og víðsýni að það þurfi að óttast það sem er trúarlegt og afskrifa það sem óæskilegt eða slæmt? Kristniboðssambandið er tæplega 100 ára gamalt félag með merkilega sögu og getur státað af því að hafa með litlum efnum, en gífurlegri fórnfýsi, trú von og kærleik sjálfboðaliða sinna umbreytt heilu samfélögunum á sínum starfssvæðum. Bara í Pokot héraði Kenýu þar sem Kristniboðssambandið hefur starfað undanfarna áratugi hefur sú kirkja sem Íslenskir kristniboðar stofnuðu getið af sér 150 grunnskóla, 34 menntaskóla, 2 munaðarleysingjaheimili, þar var rekið byggðaþróunarverkefni í fjölda ára auk þess sem kirkjan hefur kostað menntun innfæddra presta og djákna. Þetta litla félag hér heima sem nú á að endurskoða hvort fái brotabrot af hagnaðinum af endursölu notaðs textíls frá Sorpu hefur unnið stórbrotið hjálpar- og þróunarstarf. Ein af stærstu aðgerðunum sem þarf að ráðast í til að ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna er að mennta stúlkur í fátækari löndum. Ef einhver samtök á Íslandi hafa staðið sig í því undanfarna áratugi, þá eru það Kristniboðssamtökin. Getum við leyft okkur að staldra við áður en við stökkvum á vagn trúarlega óþolsins og reynt að gangast við því að þetta sé virkilega samfélag fjölbreytileikans þar sem við erum reiðubúin að lifa í sátt við þau sem eru ólík okkur, eða aðhyllast aðra trú en við? Ég er fullviss að þá ættum við auðveldara með að sjá allt það góða í kringum okkur, sjá allt það sem sameinar okkur frekar en það sem sundrar. Njótum dagsins. Höfundur er prestur á Akureyri.
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun