„Fólk er bara sjúkt í stress!“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. nóvember 2023 07:00 Kristín átti ekki von á því að eftirspurn eftir miðum á sýninguna yrði svo mikil eins og raun ber vitni. Leikkonan Kristín Þóra Haraldsdóttir ætlar að ræða stress og allt sem því fylgir í gamanleiksýningu í Þjóðleikhúsinu. Hún ætlaði bara að halda eina sýningu en hefur orðið að fjölga sýningum, svo mikil er eftirspurn eftir miðum. „Ég var búin að hugsa um þetta svo lengi og ég var á milli verkefna, vantaði að gera eitthvað og hafði aldrei þorað þessu og ákvað bara að kýla á þetta og það kemur í ljós að fólk er bara sjúkt í stress!“ segir Kristín hlæjandi í samtali við Vísi. Sýningin ber heitið Á rauðu ljósi og segist Kristín meðal annars ætla að nýta sína eigin persónulegu reynslu í verkið. Hún segir það hafa komið í ljós að stress sé ógeðslega fyndið. „Það er svo áhugavert að skoða í baksýnispeglingum hvað óþarfa stress getur verið sjúklega fyndið. Af því að svo margt er ógeðslega fyndið stress, en svo er það spurningin hvenær eru rauðu ljósin komin?“ Getum ekki lifað án kortisóls Kristín segist alltaf hafa verið stressuð. Hún hafi ekki haft hugmynd um hvað hún ætti að gera við þær tilfinningar. Stress sé raunar bara líkamlegt viðbragð sem sé bráðnauðsynlegt varnarviðbragð sem ósköp eðlilegt sé að finna fyrir. „Við getum ekki lifað án kortisóls. Stresshormóns. Auðvitað er það svo ólíkt hjá fólki hvað veldur stressi og er persónubundið. Ég fer svolítið í gegnum það hvað ég lærði og eitt af því er að það sem er vörn gegn streitu er hlátur. Þannig að þetta er frelsandi, af því að það er svo margt ógeðslega fyndið. Ferðastress. Jólastress. Þetta er svo fáránlegt, skilurðu.“´ Kristín hefur ýmislegt að segja við tvítugt sjálf sitt. Þú hefur reynslu af þessu öllu? „Ég hef reynslu af þessu öllu. Svefnstress. Að sofa of mikið? Að sofa of lítið? Maður er alltaf að finna eitthvað,“ segir Kristín hlæjandi. „Af því að þetta er svo brilliant varnarviðbragð líkamans líka þegar þú þarft á því að halda. Ég ræði þau einmitt dæmin, um það hvenær stress gagnast. Hvenær stressast það og hvenær ekki?“ Hélt að enginn myndi mæta Hvers vegna heldurðu að miðarnir séu að rjúka út á sýninguna? „Já, það er náttúrulega nýjasta stressið! Að þetta verði bara hræðilegt. Fyrst hélt ég að enginn myndi koma. Svo þegar allir ætla að koma þá er ég bara: Fokk!“ segir leikkonan, enn hlæjandi. „En það er af því að þetta er svo sammannlegt. Við tengjum öll svo mikið við þetta. Það er svo mikið í gangi og svo margt sem þarf að halda á. Við þurfum að læra að fá eitthvað á móti því, af því að stressið er ekki að fara neitt.“ Margir upplifa sig eina í stressinu? „Maður upplifir sig einmitt svo einan. Svo er þetta oft svo fáránlegt stress en maður getur samt ekki hætt. Og það er svo frelsandi að heyra einhvern annan segja: „Ég skil. Ég skil þetta stress!“ Þarf ekki að skrá sig í járnkarlinn Kristín segist enn upplifa skömm þegar hún sé stressuð yfir ólíklegustu hlutum. Þá eigi margir erfitt með að kljást við stressið í amstri hins daglega lífs. „Maður þarf til dæmis ekkert alltaf að fara út í Heiðmörk að hlaupa í fjóra tíma, eða skrá sig í járnkarlinn. Það er nóg að fara út að labba í tuttugu mínútur. Ég á þrjú börn, kemst ekki í járnkarlinn en það er rosalega mikilvægt fyrir mig að hreyfa mig, upp á andlega líðan. Þannig að stundum verður bara göngutúrinn að duga.“ Ekki þurfi alltaf að fara öfgafyllstu leiðina til að kljást við stressið. Kristín segist ætla að ræða það á hispurslausan hátt í sýningunni. „Það þarf ekki alltaf að skrá sig í jógakennaranámið. Það er hægt að fá ró bara inni í svefnherbergi eða inni í stofu með því að anda í tíu mínútur. Þú þarft ekki endilega að skrá þig í ferð til Balí.“ Menning Leikhús Geðheilbrigði Mest lesið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Lífið Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Lífið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun Fleiri fréttir Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Sjá meira
„Ég var búin að hugsa um þetta svo lengi og ég var á milli verkefna, vantaði að gera eitthvað og hafði aldrei þorað þessu og ákvað bara að kýla á þetta og það kemur í ljós að fólk er bara sjúkt í stress!“ segir Kristín hlæjandi í samtali við Vísi. Sýningin ber heitið Á rauðu ljósi og segist Kristín meðal annars ætla að nýta sína eigin persónulegu reynslu í verkið. Hún segir það hafa komið í ljós að stress sé ógeðslega fyndið. „Það er svo áhugavert að skoða í baksýnispeglingum hvað óþarfa stress getur verið sjúklega fyndið. Af því að svo margt er ógeðslega fyndið stress, en svo er það spurningin hvenær eru rauðu ljósin komin?“ Getum ekki lifað án kortisóls Kristín segist alltaf hafa verið stressuð. Hún hafi ekki haft hugmynd um hvað hún ætti að gera við þær tilfinningar. Stress sé raunar bara líkamlegt viðbragð sem sé bráðnauðsynlegt varnarviðbragð sem ósköp eðlilegt sé að finna fyrir. „Við getum ekki lifað án kortisóls. Stresshormóns. Auðvitað er það svo ólíkt hjá fólki hvað veldur stressi og er persónubundið. Ég fer svolítið í gegnum það hvað ég lærði og eitt af því er að það sem er vörn gegn streitu er hlátur. Þannig að þetta er frelsandi, af því að það er svo margt ógeðslega fyndið. Ferðastress. Jólastress. Þetta er svo fáránlegt, skilurðu.“´ Kristín hefur ýmislegt að segja við tvítugt sjálf sitt. Þú hefur reynslu af þessu öllu? „Ég hef reynslu af þessu öllu. Svefnstress. Að sofa of mikið? Að sofa of lítið? Maður er alltaf að finna eitthvað,“ segir Kristín hlæjandi. „Af því að þetta er svo brilliant varnarviðbragð líkamans líka þegar þú þarft á því að halda. Ég ræði þau einmitt dæmin, um það hvenær stress gagnast. Hvenær stressast það og hvenær ekki?“ Hélt að enginn myndi mæta Hvers vegna heldurðu að miðarnir séu að rjúka út á sýninguna? „Já, það er náttúrulega nýjasta stressið! Að þetta verði bara hræðilegt. Fyrst hélt ég að enginn myndi koma. Svo þegar allir ætla að koma þá er ég bara: Fokk!“ segir leikkonan, enn hlæjandi. „En það er af því að þetta er svo sammannlegt. Við tengjum öll svo mikið við þetta. Það er svo mikið í gangi og svo margt sem þarf að halda á. Við þurfum að læra að fá eitthvað á móti því, af því að stressið er ekki að fara neitt.“ Margir upplifa sig eina í stressinu? „Maður upplifir sig einmitt svo einan. Svo er þetta oft svo fáránlegt stress en maður getur samt ekki hætt. Og það er svo frelsandi að heyra einhvern annan segja: „Ég skil. Ég skil þetta stress!“ Þarf ekki að skrá sig í járnkarlinn Kristín segist enn upplifa skömm þegar hún sé stressuð yfir ólíklegustu hlutum. Þá eigi margir erfitt með að kljást við stressið í amstri hins daglega lífs. „Maður þarf til dæmis ekkert alltaf að fara út í Heiðmörk að hlaupa í fjóra tíma, eða skrá sig í járnkarlinn. Það er nóg að fara út að labba í tuttugu mínútur. Ég á þrjú börn, kemst ekki í járnkarlinn en það er rosalega mikilvægt fyrir mig að hreyfa mig, upp á andlega líðan. Þannig að stundum verður bara göngutúrinn að duga.“ Ekki þurfi alltaf að fara öfgafyllstu leiðina til að kljást við stressið. Kristín segist ætla að ræða það á hispurslausan hátt í sýningunni. „Það þarf ekki alltaf að skrá sig í jógakennaranámið. Það er hægt að fá ró bara inni í svefnherbergi eða inni í stofu með því að anda í tíu mínútur. Þú þarft ekki endilega að skrá þig í ferð til Balí.“
Menning Leikhús Geðheilbrigði Mest lesið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Lífið Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Lífið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun Fleiri fréttir Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Sjá meira