Bær rýmdur eftir enn eitt lestarslysið Samúel Karl Ólason skrifar 24. nóvember 2023 09:56 Íbúar Livingston þurftu að yfirgefa heimili sín á þakkagjörðarhátíðinni. Nú hafa þau fengið að snúa aftur. AP/WTVQ Íbúum lítils þorps í Rockcastle-sýslu í Kentucky í Bandaríkjunum hefur verið leyft að snúa aftur til síns heima, eftir að bæirnir voru rýmdir í kjölfar lestarslyss. Minnst sextán lestarvagnar fóru af sporinu nærri Livingston og var þorpið rýmt í kjölfarið. Annar tveggja úr áhöfn lestarinnar særðist lítillega. Andy Beshear, ríkisstjóri Kentucky, lýsti yfir neyðarástandi í sýslunni á miðvikudagskvöld, þar sem lestin bar efni eins og brennistein og eldur kviknaði í brakinu eftir að hún fór af sporinu. Nú er hins vegar búið að slökkva eldinn og gasmælingar sýna að íbúar geta snúið aftur, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Verið er að hreinsa svæðið og laga lestarteinana, samkvæmt forsvarsmönnum fyrirtækisins CSX, sem rekur lestarteinana. Ástæður þess að lesti fór af sporinu eru til rannsóknar. Fyrr á árinu fór lest sem bar meðal annars eiturefni út af sporinu við bæinn Austur-Palestínu í Ohio. Þann bæ þurfti einnig að rýma þar sem eldur kviknaði í brakinu. Ellefu af lestarvögnunum fimmtíu sem fóru af sporinu innihéldu eiturefni og lak hluti þeirra út í andrúmsloftið. Eiturefni brunnu einnig í eldi sem kviknaði í kjölfar slyssins. Um fimmtán hundrað íbúum Austur-Palestínu var gert að yfirgefa heimili sín í nokkra daga. Slökkviliðsmenn komust ekki að eldinum til að slökkva í hann í nokkra daga. Lestarslysum sem þessu hefur farið fjölgandi í Bandaríkjunum. Hefur það að miklu leyti verið rakið til skorts á fjárfestingum og uppihaldi á samgönguinnviðum eins og lestarteinum. National League of Cities, sem eru nokkurs konar Samtök sveitarfélaga í Bandaríkjunum, birtu í sumar gagnvirkt kort sem sýnir tíðni lestaslysa frá árinu 2012. Framkvæmdastjóri samtakanna sagði þá að lestaslys væru allt of tíð. Á hverjum degi færu þrjár lestir af sporinu, að meðaltali. Um helmingur þeirra bæri hættuleg efni. Tíðust eru slysin í Texas, Illinois, Kaliforníu, Pennsylvaníu og Ohio. Bandaríkin Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Sjá meira
Annar tveggja úr áhöfn lestarinnar særðist lítillega. Andy Beshear, ríkisstjóri Kentucky, lýsti yfir neyðarástandi í sýslunni á miðvikudagskvöld, þar sem lestin bar efni eins og brennistein og eldur kviknaði í brakinu eftir að hún fór af sporinu. Nú er hins vegar búið að slökkva eldinn og gasmælingar sýna að íbúar geta snúið aftur, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Verið er að hreinsa svæðið og laga lestarteinana, samkvæmt forsvarsmönnum fyrirtækisins CSX, sem rekur lestarteinana. Ástæður þess að lesti fór af sporinu eru til rannsóknar. Fyrr á árinu fór lest sem bar meðal annars eiturefni út af sporinu við bæinn Austur-Palestínu í Ohio. Þann bæ þurfti einnig að rýma þar sem eldur kviknaði í brakinu. Ellefu af lestarvögnunum fimmtíu sem fóru af sporinu innihéldu eiturefni og lak hluti þeirra út í andrúmsloftið. Eiturefni brunnu einnig í eldi sem kviknaði í kjölfar slyssins. Um fimmtán hundrað íbúum Austur-Palestínu var gert að yfirgefa heimili sín í nokkra daga. Slökkviliðsmenn komust ekki að eldinum til að slökkva í hann í nokkra daga. Lestarslysum sem þessu hefur farið fjölgandi í Bandaríkjunum. Hefur það að miklu leyti verið rakið til skorts á fjárfestingum og uppihaldi á samgönguinnviðum eins og lestarteinum. National League of Cities, sem eru nokkurs konar Samtök sveitarfélaga í Bandaríkjunum, birtu í sumar gagnvirkt kort sem sýnir tíðni lestaslysa frá árinu 2012. Framkvæmdastjóri samtakanna sagði þá að lestaslys væru allt of tíð. Á hverjum degi færu þrjár lestir af sporinu, að meðaltali. Um helmingur þeirra bæri hættuleg efni. Tíðust eru slysin í Texas, Illinois, Kaliforníu, Pennsylvaníu og Ohio.
Bandaríkin Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Sjá meira