Hafi keypt vín fyrir andlega fatlaðan alkóhólista og heimtað kynlíf Árni Sæberg skrifar 23. nóvember 2023 11:56 Landsréttur hefur heimilað að strokusýni verði tekið af manninum. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur fallist á kröfu Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra um heimild til að taka strokusýni úr munni manns, sem grunaður er um kynferðisbrot. Hann er sagður hafa keypt áfengi fyrir andlega fatlaða konu, sem er alkóhólisti í þokkabót, og viljað fá borgað með kynlífi. Þetta segir í úrskurði Landsréttar, sem kveðinn var upp þann 14. nóvember síðastliðinn. Þá var úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra staðfestur, en hann hafði verið kveðinn upp daginn áður. Í greinargerð Lögreglustjóra segir að konan sé andlega fötluð og samkvæmt upplýsingum félagsþjónustu sveitarfélagsins sem hún býr í sé hún alkóhólisti. Neitaði algjörlega að gefa sýni Hún hafi lýst atvikum með þeim hætti að maðurinn hafi nokkrum sinnum farið í Vínbúðina fyrir hana og keypt áfengi. Maðurinn hafi viðurkennt slíkt athæfi. Samkvæmt frásögn konunnar muni hann í vor eða sumar hafa farið í Vínbúðina fyrir hana og keypt rauðvínskassa og viljað fá borgað með kynlífi og hún hafi látið það eftir honum. Það sé ekki alveg ljóst á rannsóknargögnum málsins hvenær meint brot eigi að hafa átt sér stað ef það hafi á annað borð gerst. Sakborningur neiti sök og segist aldrei hafa stundað kynlíf með konunni. Við rannsókn málsins hafi verið lagt hald á muni í svefnherbergi konunnar sem sendir hafi verið í rannsókn. Maðurinn segist aldrei hafa komið í svefnherbergi konunnar. Ef þar finnist nothæf lífssýni sé nauðsynlegt að mati lögreglu og ákæruvalds að geta borið þau sýni saman við DNA-sýni úr manninum. Hann hafi neitað algjörlega að heimila lögreglu að taka slíkt sýni. Grunaður um alvarlegan glæp Í greinargerð Lögreglustjórans er krafan rökstudd með þeim rökum að að mati lögreglu sé nauðsynlegt að fá slíkt sýni úr sakborningi fyrir framgang rannsóknarinnar og hægt sé að fullyrða að slík sýnataka úr munni sakbornings muni verða honum að meinalausu. „Verið er að rannsaka meinta nauðgun sem er með alvarlegustu sakamálum sem geta komið upp í hverju þjóðfélagi og varðar allt að 16 ára fangelsisrefsingu.“ Í niðurstöðu héraðsdóms, sem staðfest var með vísan til forsendna, segir að maðurinn sé undir rökstuddum grun um að hafa framið brot sem varðað getur fangelsisrefsingu að lögum. Fyrirhuguð líkamsrannsókn í þágu rannsóknar málsins verði gerð honum að meinalausu. Því væri Lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra heimilt að taka stroksýni úr munni mannsins. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Sjá meira
Þetta segir í úrskurði Landsréttar, sem kveðinn var upp þann 14. nóvember síðastliðinn. Þá var úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra staðfestur, en hann hafði verið kveðinn upp daginn áður. Í greinargerð Lögreglustjóra segir að konan sé andlega fötluð og samkvæmt upplýsingum félagsþjónustu sveitarfélagsins sem hún býr í sé hún alkóhólisti. Neitaði algjörlega að gefa sýni Hún hafi lýst atvikum með þeim hætti að maðurinn hafi nokkrum sinnum farið í Vínbúðina fyrir hana og keypt áfengi. Maðurinn hafi viðurkennt slíkt athæfi. Samkvæmt frásögn konunnar muni hann í vor eða sumar hafa farið í Vínbúðina fyrir hana og keypt rauðvínskassa og viljað fá borgað með kynlífi og hún hafi látið það eftir honum. Það sé ekki alveg ljóst á rannsóknargögnum málsins hvenær meint brot eigi að hafa átt sér stað ef það hafi á annað borð gerst. Sakborningur neiti sök og segist aldrei hafa stundað kynlíf með konunni. Við rannsókn málsins hafi verið lagt hald á muni í svefnherbergi konunnar sem sendir hafi verið í rannsókn. Maðurinn segist aldrei hafa komið í svefnherbergi konunnar. Ef þar finnist nothæf lífssýni sé nauðsynlegt að mati lögreglu og ákæruvalds að geta borið þau sýni saman við DNA-sýni úr manninum. Hann hafi neitað algjörlega að heimila lögreglu að taka slíkt sýni. Grunaður um alvarlegan glæp Í greinargerð Lögreglustjórans er krafan rökstudd með þeim rökum að að mati lögreglu sé nauðsynlegt að fá slíkt sýni úr sakborningi fyrir framgang rannsóknarinnar og hægt sé að fullyrða að slík sýnataka úr munni sakbornings muni verða honum að meinalausu. „Verið er að rannsaka meinta nauðgun sem er með alvarlegustu sakamálum sem geta komið upp í hverju þjóðfélagi og varðar allt að 16 ára fangelsisrefsingu.“ Í niðurstöðu héraðsdóms, sem staðfest var með vísan til forsendna, segir að maðurinn sé undir rökstuddum grun um að hafa framið brot sem varðað getur fangelsisrefsingu að lögum. Fyrirhuguð líkamsrannsókn í þágu rannsóknar málsins verði gerð honum að meinalausu. Því væri Lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra heimilt að taka stroksýni úr munni mannsins.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Sjá meira