Ekki lengur hægt að hunsa Frelsisflokkinn sem „muni stjórna“ Atli Ísleifsson skrifar 23. nóvember 2023 08:41 Geert Wilders var sigurreifur í gærkvöldi þegar ljóst var að Frelsisflokkur hans hefði unnið mikinn sigur. AP „Það er ekki lengur hægt að hunsa PVV [Frelsisflokkinn]. Við munum stjórna.“ Þetta sagði Geert Wilders, leiðtogi Frelsisflokksins, eftir að ljóst var að flokkurinn hefði unnið stórsigur í hollensku þingkosningunum sem fram fór í gær. Þegar búið er að telja nær öll atkvæði virðist sem að Frelsisflokkurinn, sem hefur lengi talað gegn straumi innflytjenda til Hollands og því sem hefur verið lýst sem „íslamsvæðingu“, hafi tryggt sér 37 þingsæti, mun fleiri en bandalag vinstriflokka og græningja sem hlaut næstflest atkvæði. Ljóst má vera að sigur Wilders og félaga hristir hressilega upp í hollenskum stjórnmálum, en nýr forsætisráðherra mun nú taka við embætti í landinu. Mark Rutte, formaður mið-hægriflokksins VVD, hefur gegnt embættinu síðustu þrettán ár, en í sumar greindi hann frá því að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri. Þó að Frelsisflokkurinn hafi unnið mikinn sigur er ekki ljóst hvort að flokkurinn nái að fá aðra flokka til liðs við sig til að mynda nýjan meirihluta. Í kosningabaráttunni útilokuðu leiðtogar allra stærstu flokkanna að starfa með PVV, en þó má vera að niðurstaða kosninganna og þessi óvænti og mikli sigur PVV komi til með að breyta því. Hundrað og fimmtíu þingmenn eiga sæti á hollenska þinginu og þarf því 76 þingmenn til að mynda meirihluta. Hinn sextugi Wilders, sem komst fyrst á þing fyrir 25 árum, hefur um árabil talað gegn straumi innflytjenda og talað fyrir því að „loka landamærunum“. Í frétt BBC segir að hann hafi þó lagt til hliðar loforð sitt um að banna Kóraninn. Wilders ávarpaði stuðningsmenn sína þar sem hann sagði hina mikla fjölgun þingmanna flokksins nú vera mikinn virðingarvott en að þessu fylgi líka mikil ábyrgð. Frank Timmermans er leiðtogi bandalags stærsta vinstri flokksins og græningja.EPA Frans Timmermans, leiðtogi vinstribandalagsins og fyrrverandi varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að hann muni ekki koma nálægt nýrri stjórn undir forystu Wilders. Hann sagði nauðsynlegt að verja hollenskt lýðræði og réttarríkið. „Við munum ekki snúa baki við neinum í Hollandi. Í Hollandi eru allir jafnir,“ sagði Timmermans. VVD, mið-hægriflokkur Rutte, sem Dilan Yesilgöz leiðir nú, varð þriðji stærsti flokkurinn og fékk 24 þingmenn kjörna og nýr flokkur Pieter Omtzigt, NSC, varð fjórði stærsti og hlaut tuttugu þingmenn. Í heildina virðist sem að fimmtán flokkar hafi náð mönnum inn á hollenska þingið. Holland Kosningar í Hollandi Tengdar fréttir Útgönguspár: Geert Wilders sigurvegari í Hollandi Frelsisflokkur Geert Wilders er með flest þingsæti eftir þingkosningar í Hollandi í dag miðað við útgönguspár. Flokkurinn er lengst til hægri á pólitísku litrófi hollenskra stjórnmálaflokka og hefur Geert löngum barist gegn „íslamsvæðingu“ landsins. 22. nóvember 2023 21:47 Fá fyrsta nýja forsætisráðherrann í þrettán ár Hollendingar velja sér í dag nýja þingmenn og í kjölfarið tekur nýr forsætisráðherra við völdum í fyrsta sinn í þrettán ár. Alls berjast 1.128 frambjóðendur fyrir 26 stjórnmálaflokka keppast um 150 sæti í neðri deild hollenska þingsins. 22. nóvember 2023 13:37 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Sjá meira
Þegar búið er að telja nær öll atkvæði virðist sem að Frelsisflokkurinn, sem hefur lengi talað gegn straumi innflytjenda til Hollands og því sem hefur verið lýst sem „íslamsvæðingu“, hafi tryggt sér 37 þingsæti, mun fleiri en bandalag vinstriflokka og græningja sem hlaut næstflest atkvæði. Ljóst má vera að sigur Wilders og félaga hristir hressilega upp í hollenskum stjórnmálum, en nýr forsætisráðherra mun nú taka við embætti í landinu. Mark Rutte, formaður mið-hægriflokksins VVD, hefur gegnt embættinu síðustu þrettán ár, en í sumar greindi hann frá því að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri. Þó að Frelsisflokkurinn hafi unnið mikinn sigur er ekki ljóst hvort að flokkurinn nái að fá aðra flokka til liðs við sig til að mynda nýjan meirihluta. Í kosningabaráttunni útilokuðu leiðtogar allra stærstu flokkanna að starfa með PVV, en þó má vera að niðurstaða kosninganna og þessi óvænti og mikli sigur PVV komi til með að breyta því. Hundrað og fimmtíu þingmenn eiga sæti á hollenska þinginu og þarf því 76 þingmenn til að mynda meirihluta. Hinn sextugi Wilders, sem komst fyrst á þing fyrir 25 árum, hefur um árabil talað gegn straumi innflytjenda og talað fyrir því að „loka landamærunum“. Í frétt BBC segir að hann hafi þó lagt til hliðar loforð sitt um að banna Kóraninn. Wilders ávarpaði stuðningsmenn sína þar sem hann sagði hina mikla fjölgun þingmanna flokksins nú vera mikinn virðingarvott en að þessu fylgi líka mikil ábyrgð. Frank Timmermans er leiðtogi bandalags stærsta vinstri flokksins og græningja.EPA Frans Timmermans, leiðtogi vinstribandalagsins og fyrrverandi varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að hann muni ekki koma nálægt nýrri stjórn undir forystu Wilders. Hann sagði nauðsynlegt að verja hollenskt lýðræði og réttarríkið. „Við munum ekki snúa baki við neinum í Hollandi. Í Hollandi eru allir jafnir,“ sagði Timmermans. VVD, mið-hægriflokkur Rutte, sem Dilan Yesilgöz leiðir nú, varð þriðji stærsti flokkurinn og fékk 24 þingmenn kjörna og nýr flokkur Pieter Omtzigt, NSC, varð fjórði stærsti og hlaut tuttugu þingmenn. Í heildina virðist sem að fimmtán flokkar hafi náð mönnum inn á hollenska þingið.
Holland Kosningar í Hollandi Tengdar fréttir Útgönguspár: Geert Wilders sigurvegari í Hollandi Frelsisflokkur Geert Wilders er með flest þingsæti eftir þingkosningar í Hollandi í dag miðað við útgönguspár. Flokkurinn er lengst til hægri á pólitísku litrófi hollenskra stjórnmálaflokka og hefur Geert löngum barist gegn „íslamsvæðingu“ landsins. 22. nóvember 2023 21:47 Fá fyrsta nýja forsætisráðherrann í þrettán ár Hollendingar velja sér í dag nýja þingmenn og í kjölfarið tekur nýr forsætisráðherra við völdum í fyrsta sinn í þrettán ár. Alls berjast 1.128 frambjóðendur fyrir 26 stjórnmálaflokka keppast um 150 sæti í neðri deild hollenska þingsins. 22. nóvember 2023 13:37 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Sjá meira
Útgönguspár: Geert Wilders sigurvegari í Hollandi Frelsisflokkur Geert Wilders er með flest þingsæti eftir þingkosningar í Hollandi í dag miðað við útgönguspár. Flokkurinn er lengst til hægri á pólitísku litrófi hollenskra stjórnmálaflokka og hefur Geert löngum barist gegn „íslamsvæðingu“ landsins. 22. nóvember 2023 21:47
Fá fyrsta nýja forsætisráðherrann í þrettán ár Hollendingar velja sér í dag nýja þingmenn og í kjölfarið tekur nýr forsætisráðherra við völdum í fyrsta sinn í þrettán ár. Alls berjast 1.128 frambjóðendur fyrir 26 stjórnmálaflokka keppast um 150 sæti í neðri deild hollenska þingsins. 22. nóvember 2023 13:37