„Þetta er keppni í að hitta ofan í körfuna“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. nóvember 2023 21:23 Hjalti Þór Viljálmsson, þjálfari Vals, segir að sitt lið hafi einfaldlega tapað í keppninni um að hitta ofan í körfuna. Vísir/Bára Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Vals í Subway-deild kvenna í körfubolta, var eðlilega súr eftir 22 stiga tap liðsins gegn Njarðvík á heimavelli í kvöld. Hann segist þó hafa séð ýmislegt jákvætt í leik síns liðs. „Á köflum vorum við bara mjög góðar. Þær hittu náttúrulega bara eins og brjálæðingar og sérstaklega í fyrri hálfleik, aðallega Króatinn hjá þeim [Andela Strize]. Hún henti bara öllu ofan í og það var eiginlega bara munurinn á liðunum í hálfleik,“ sagði Hjalti í leikslok. Valsliðið var hins vegar ekki jafn mikið í því að hitta í körfuna og liðið skoraði til að mynda aðeins sex stig í þriðja leikhluta. „Ég meina við bara hittum ekki. Þetta er keppni í að hitta ofan í körfuna og við hittum ekki fyrir utan þriggja stiga línuna, né fyrir innan hana. Ég held að við séum með um 30 prósent nýtingu fyrir innan þriggja stiga línuna og það er rosa erfitt að ætla að vinna einhverja leiki ef þú getur ekki hitt í körfuna.“ Þetta er annar leikurinn í röð sem Valskonur tapa með tuttugu stigum eða meira, en liðið mátti þola tuttugu stiga tap gegn Keflvíkingum síðastliðinn sunnudag, 70-50. „Við erum að gera breytingar og það eru allskonar hræringar í liðinu. Við erum bara svolítið að finna taktinn aftur. Slæm eða góð töp, það er svo sem ekkert gott tap, ensama hvernig þessir tveir leikir hefðu farið þá þurfum við bara að finna taktinn og gleðina aftur og gera það saman.“ Hjalti nefndi einmitt breytingar á liðinu og vakti það athygli að búgarska landsliðskonan Karina Konstantinova, sem gekk í raðir Vals frá Keflavík fyrir tímabilið, var ekki í hóp hjá Val. Hjalti segir einfaldlega að hún hafi verið látin fara, án þess þó að fara dýpra í það. „Já hún var rekin,“ sagði Hjalti að lokum. Subway-deild kvenna Valur UMF Njarðvík Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Njarðvík 53-7 | Gestirnir höfðu betur gegn andlausum meisturum Njarðvíkingar unnu öruggan 22 stiga sigur er liðið heimsótti Íslandsmeistara Vals í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld, 53-75. 22. nóvember 2023 20:52 Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Sjá meira
„Á köflum vorum við bara mjög góðar. Þær hittu náttúrulega bara eins og brjálæðingar og sérstaklega í fyrri hálfleik, aðallega Króatinn hjá þeim [Andela Strize]. Hún henti bara öllu ofan í og það var eiginlega bara munurinn á liðunum í hálfleik,“ sagði Hjalti í leikslok. Valsliðið var hins vegar ekki jafn mikið í því að hitta í körfuna og liðið skoraði til að mynda aðeins sex stig í þriðja leikhluta. „Ég meina við bara hittum ekki. Þetta er keppni í að hitta ofan í körfuna og við hittum ekki fyrir utan þriggja stiga línuna, né fyrir innan hana. Ég held að við séum með um 30 prósent nýtingu fyrir innan þriggja stiga línuna og það er rosa erfitt að ætla að vinna einhverja leiki ef þú getur ekki hitt í körfuna.“ Þetta er annar leikurinn í röð sem Valskonur tapa með tuttugu stigum eða meira, en liðið mátti þola tuttugu stiga tap gegn Keflvíkingum síðastliðinn sunnudag, 70-50. „Við erum að gera breytingar og það eru allskonar hræringar í liðinu. Við erum bara svolítið að finna taktinn aftur. Slæm eða góð töp, það er svo sem ekkert gott tap, ensama hvernig þessir tveir leikir hefðu farið þá þurfum við bara að finna taktinn og gleðina aftur og gera það saman.“ Hjalti nefndi einmitt breytingar á liðinu og vakti það athygli að búgarska landsliðskonan Karina Konstantinova, sem gekk í raðir Vals frá Keflavík fyrir tímabilið, var ekki í hóp hjá Val. Hjalti segir einfaldlega að hún hafi verið látin fara, án þess þó að fara dýpra í það. „Já hún var rekin,“ sagði Hjalti að lokum.
Subway-deild kvenna Valur UMF Njarðvík Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Njarðvík 53-7 | Gestirnir höfðu betur gegn andlausum meisturum Njarðvíkingar unnu öruggan 22 stiga sigur er liðið heimsótti Íslandsmeistara Vals í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld, 53-75. 22. nóvember 2023 20:52 Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Sjá meira
Leik lokið: Valur - Njarðvík 53-7 | Gestirnir höfðu betur gegn andlausum meisturum Njarðvíkingar unnu öruggan 22 stiga sigur er liðið heimsótti Íslandsmeistara Vals í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld, 53-75. 22. nóvember 2023 20:52
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli