Hrútaskráin lesin í eldhúsinu, rúminu og á salerninu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. nóvember 2023 19:53 Eyþór Einarsson, sauðfjárræktarráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, sem gerir lítið annað þessa dagana en að skoða Hrútaskrána, sem var að koma út. Ritstjóri er Guðmundur Jóhannesson, ráðunautur. Magnús Hlynur Hreiðarsson Bændur landsins, ekki síst sauðfjárbændur brosa breitt þessa dagana því uppáhalds ritið þeirra, Hrútaskráin er komin út en þar er yfirlit yfir bestu hrúta landsins, sem verða á sauðfjársæðingarstöðvum nú þegar fengitíminn fer að byrja. Hrúturinn Hreinn verður eflaust vinsælastur en hann er fyrsti arfhreini hrúturinn gegn riðu á sæðingarstöð. Starfsemi Sauðfjársæðingarstöðvar Suðurlands í Þorleifskoti í Laugardælum rétt við Selfoss er byrjuð en þessa dagana er verið að frysta sæði úr hrútunum og svo hefst hin eiginlega sæðistaka til dreifingar til bænda 1. desember. Það eru mörg handtökin við sæðistökuna og vinnslu sæðisins. „Við erum með töluvert mikið núna af hrútum, sem eru með verndandi gen gegn riðunni og það er það sem er markvisst verið að reyna að rækta núna. Við þurfum náttúrulega að fá úrvals sæði þannig að það haldi við þessu, sem við erum að senda frá okkur,” segir Páll Stefánsson, dýralæknir. Nafnarnir á sauðfjársæðingastöðinni, Páll Þórarinsson, sæðistakari og Páll Stefánsson dýralæknir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og fyrsti hrúturinn sem fannst með AAR genið á Íslandi, Gimsteinn frá Þernunesi er á sæðingarstöðinni en hann er arfblendin. Svo er líka hrútur á stöðinni, sem heitir Hreinn og er líka frá Þernunesi en sá þykir mjög merkilegur og verður eflaust mjög vinsæll í sæðingum næstu vikurnar því hann er alveg arfhreinn. Hrúturinn Gimsteinn frá Þernunesi, sem var fyrsti hrúturinn á Íslandi, sem fannst með ARR genið og er arfblendin.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Hann er sem sagt fyrsti arfhreini ARR hrúturinn sem kemur á stöð þannig að hann gefur hverju einasta afkvæmi þessa ARR genasamsætu,” segir Eyþór Einarsson, sauðfjárræktarráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins. En vilja þá ekki allir fá sæði úr Hreini til að sæða ærnar sínar með? „Jú, hann verður örugglega mjög vinsæll en svo erum við bara með flotta af spennandi hrútum þannig að ég reikna nú með að það eigi eftir að dreifast vel á hrútana notkunin,” segir Eyþór. Og hér er aðalhrúturinn að störfum, lambhrúturinn Hreinn frá Þernunesi, sem er fyrsti ARR hrúturinn sem kemur á sauðfjársæðingastöð því hann gefur hverju einasta afkvæmi ARR genasamsætu og er því alveg arfhreinn. Páll Þórarinsson tekur sæðið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og svo er það uppáhalds rit sauðfjárbænda og áhugafólks um íslensku sauðkindina, Hrútaskráin sem var að koma út. „Það eru margir, sem reyna að næla sér í fleira en eitt eintak til að eiga eitt á náttborðinu, annað í eldhúsinu og jafnvel þriðja á salerninu en ég þykist vera alveg viss um það að það er ekkert rit lesið meira á heimilum bænda á þessum tíma heldur en hrútaskráin,” segir Einar sauðfjárræktarráðunautur, sem kann hrútaskrána utan að. Hrútaskráin á netinu Flóahreppur Landbúnaður Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Fleiri fréttir Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Sjá meira
Starfsemi Sauðfjársæðingarstöðvar Suðurlands í Þorleifskoti í Laugardælum rétt við Selfoss er byrjuð en þessa dagana er verið að frysta sæði úr hrútunum og svo hefst hin eiginlega sæðistaka til dreifingar til bænda 1. desember. Það eru mörg handtökin við sæðistökuna og vinnslu sæðisins. „Við erum með töluvert mikið núna af hrútum, sem eru með verndandi gen gegn riðunni og það er það sem er markvisst verið að reyna að rækta núna. Við þurfum náttúrulega að fá úrvals sæði þannig að það haldi við þessu, sem við erum að senda frá okkur,” segir Páll Stefánsson, dýralæknir. Nafnarnir á sauðfjársæðingastöðinni, Páll Þórarinsson, sæðistakari og Páll Stefánsson dýralæknir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og fyrsti hrúturinn sem fannst með AAR genið á Íslandi, Gimsteinn frá Þernunesi er á sæðingarstöðinni en hann er arfblendin. Svo er líka hrútur á stöðinni, sem heitir Hreinn og er líka frá Þernunesi en sá þykir mjög merkilegur og verður eflaust mjög vinsæll í sæðingum næstu vikurnar því hann er alveg arfhreinn. Hrúturinn Gimsteinn frá Þernunesi, sem var fyrsti hrúturinn á Íslandi, sem fannst með ARR genið og er arfblendin.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Hann er sem sagt fyrsti arfhreini ARR hrúturinn sem kemur á stöð þannig að hann gefur hverju einasta afkvæmi þessa ARR genasamsætu,” segir Eyþór Einarsson, sauðfjárræktarráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins. En vilja þá ekki allir fá sæði úr Hreini til að sæða ærnar sínar með? „Jú, hann verður örugglega mjög vinsæll en svo erum við bara með flotta af spennandi hrútum þannig að ég reikna nú með að það eigi eftir að dreifast vel á hrútana notkunin,” segir Eyþór. Og hér er aðalhrúturinn að störfum, lambhrúturinn Hreinn frá Þernunesi, sem er fyrsti ARR hrúturinn sem kemur á sauðfjársæðingastöð því hann gefur hverju einasta afkvæmi ARR genasamsætu og er því alveg arfhreinn. Páll Þórarinsson tekur sæðið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og svo er það uppáhalds rit sauðfjárbænda og áhugafólks um íslensku sauðkindina, Hrútaskráin sem var að koma út. „Það eru margir, sem reyna að næla sér í fleira en eitt eintak til að eiga eitt á náttborðinu, annað í eldhúsinu og jafnvel þriðja á salerninu en ég þykist vera alveg viss um það að það er ekkert rit lesið meira á heimilum bænda á þessum tíma heldur en hrútaskráin,” segir Einar sauðfjárræktarráðunautur, sem kann hrútaskrána utan að. Hrútaskráin á netinu
Flóahreppur Landbúnaður Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Fleiri fréttir Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Sjá meira