Guðni býður sig fram til formanns KSÍ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. nóvember 2023 15:40 Guðni Bergsson var formaður KSÍ á árunum 2017-21. vísir/daníel Guðni Bergsson hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands. Vanda Sigurgeirsdóttir ætlar að láta af störfum sem formaður KSÍ þegar kjörtímabili hennar lýkur á næsta ári. Kosið verður um næsta formann KSÍ á ársþingi sambandsins á Ísafirði í febrúar 2024. Guðni vildi ekki tjá sig um framboðið að svo stöddu þegar eftir því var leitað. Hann vísaði til fréttatilkynningar sem sjá má í heild neðst í fréttinni. Guðni var áður formaður KSÍ á árunum 2017-21. Hann sagði af sér sem formaður í ágúst 2021 þegar KSÍ var harðlega gagnrýnt fyrir að hylma yfir með ofbeldisbrotum leikmanna karlalandsliðsins. Í yfirlýsingu sem Guðni sendi fjölmiðlum síðdegis segir að hann hafi ákveðið að bjóða sig fram eftir að hafa fengið fjölda áskorana og hvatningu úr fótboltahreyfingunni. Hann vill halda áfram að leggja sitt „af mörkum til þess að vinna að því að gera gott starf KSÍ og aðildarfélaganna enn betra.“ Framboðsyfirlýsing Guðna Bergssonar Yfirlýsing um framboð til formanns KSÍEftir fjölda áskorana og hvatningu frá góðu fólki í knattspyrnuhreyfingunni hef ég ákveðið að bjóða mig fram sem formaður KSÍ á ársþingi sambandsins sem fram fer í lok febrúar á næsta ári.Fótboltinn hefur verið í stóru hlutverki allt mitt líf og ég brenn fyrir íþróttina. Ég vil halda áfram að leggja mitt af mörkum til þess að vinna að því að gera gott starf KSÍ og aðildarfélaganna enn betra.Verkefnin framundan eru mörg og fjölbreytt. Í þeim verkefnunum sem öðrum skiptir máli að við vinnum öll í saman að framgangi fótboltans í landinu. Fótboltinn samanstendur af mörgum þáttum en er ein öflug heild sem stöðugt þarf að huga að.Ég mun fara betur yfir helstu stefnumál mín og áherslur þegar nær dregur ársþingi.Með fótboltakveðju,Guðni Bergsson Guðni var fyrst kjörinn formaður KSÍ í febrúar 2017. Þar hafði hann betur gegn Birni Einarssyni í formannsslag. Björn hefur einnig verið orðaður við framboð til formanns á næsta ári. Guðni var svo endurkjörinn formaður KSÍ 2019. Þar sigraði hann Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formann og framkvæmdastjóra KSÍ. Guðni, sem er 58 ára, átti afar farsælan feril sem leikmaður. Hann lék lengi á Englandi með Tottenham og Bolton Wanderes og spilaði áttatíu landsleiki. Íslenski boltinn KSÍ Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport Fleiri fréttir „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Vanda Sigurgeirsdóttir ætlar að láta af störfum sem formaður KSÍ þegar kjörtímabili hennar lýkur á næsta ári. Kosið verður um næsta formann KSÍ á ársþingi sambandsins á Ísafirði í febrúar 2024. Guðni vildi ekki tjá sig um framboðið að svo stöddu þegar eftir því var leitað. Hann vísaði til fréttatilkynningar sem sjá má í heild neðst í fréttinni. Guðni var áður formaður KSÍ á árunum 2017-21. Hann sagði af sér sem formaður í ágúst 2021 þegar KSÍ var harðlega gagnrýnt fyrir að hylma yfir með ofbeldisbrotum leikmanna karlalandsliðsins. Í yfirlýsingu sem Guðni sendi fjölmiðlum síðdegis segir að hann hafi ákveðið að bjóða sig fram eftir að hafa fengið fjölda áskorana og hvatningu úr fótboltahreyfingunni. Hann vill halda áfram að leggja sitt „af mörkum til þess að vinna að því að gera gott starf KSÍ og aðildarfélaganna enn betra.“ Framboðsyfirlýsing Guðna Bergssonar Yfirlýsing um framboð til formanns KSÍEftir fjölda áskorana og hvatningu frá góðu fólki í knattspyrnuhreyfingunni hef ég ákveðið að bjóða mig fram sem formaður KSÍ á ársþingi sambandsins sem fram fer í lok febrúar á næsta ári.Fótboltinn hefur verið í stóru hlutverki allt mitt líf og ég brenn fyrir íþróttina. Ég vil halda áfram að leggja mitt af mörkum til þess að vinna að því að gera gott starf KSÍ og aðildarfélaganna enn betra.Verkefnin framundan eru mörg og fjölbreytt. Í þeim verkefnunum sem öðrum skiptir máli að við vinnum öll í saman að framgangi fótboltans í landinu. Fótboltinn samanstendur af mörgum þáttum en er ein öflug heild sem stöðugt þarf að huga að.Ég mun fara betur yfir helstu stefnumál mín og áherslur þegar nær dregur ársþingi.Með fótboltakveðju,Guðni Bergsson Guðni var fyrst kjörinn formaður KSÍ í febrúar 2017. Þar hafði hann betur gegn Birni Einarssyni í formannsslag. Björn hefur einnig verið orðaður við framboð til formanns á næsta ári. Guðni var svo endurkjörinn formaður KSÍ 2019. Þar sigraði hann Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formann og framkvæmdastjóra KSÍ. Guðni, sem er 58 ára, átti afar farsælan feril sem leikmaður. Hann lék lengi á Englandi með Tottenham og Bolton Wanderes og spilaði áttatíu landsleiki.
Yfirlýsing um framboð til formanns KSÍEftir fjölda áskorana og hvatningu frá góðu fólki í knattspyrnuhreyfingunni hef ég ákveðið að bjóða mig fram sem formaður KSÍ á ársþingi sambandsins sem fram fer í lok febrúar á næsta ári.Fótboltinn hefur verið í stóru hlutverki allt mitt líf og ég brenn fyrir íþróttina. Ég vil halda áfram að leggja mitt af mörkum til þess að vinna að því að gera gott starf KSÍ og aðildarfélaganna enn betra.Verkefnin framundan eru mörg og fjölbreytt. Í þeim verkefnunum sem öðrum skiptir máli að við vinnum öll í saman að framgangi fótboltans í landinu. Fótboltinn samanstendur af mörgum þáttum en er ein öflug heild sem stöðugt þarf að huga að.Ég mun fara betur yfir helstu stefnumál mín og áherslur þegar nær dregur ársþingi.Með fótboltakveðju,Guðni Bergsson
Íslenski boltinn KSÍ Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport Fleiri fréttir „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira