Guðni býður sig fram til formanns KSÍ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. nóvember 2023 15:40 Guðni Bergsson var formaður KSÍ á árunum 2017-21. vísir/daníel Guðni Bergsson hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands. Vanda Sigurgeirsdóttir ætlar að láta af störfum sem formaður KSÍ þegar kjörtímabili hennar lýkur á næsta ári. Kosið verður um næsta formann KSÍ á ársþingi sambandsins á Ísafirði í febrúar 2024. Guðni vildi ekki tjá sig um framboðið að svo stöddu þegar eftir því var leitað. Hann vísaði til fréttatilkynningar sem sjá má í heild neðst í fréttinni. Guðni var áður formaður KSÍ á árunum 2017-21. Hann sagði af sér sem formaður í ágúst 2021 þegar KSÍ var harðlega gagnrýnt fyrir að hylma yfir með ofbeldisbrotum leikmanna karlalandsliðsins. Í yfirlýsingu sem Guðni sendi fjölmiðlum síðdegis segir að hann hafi ákveðið að bjóða sig fram eftir að hafa fengið fjölda áskorana og hvatningu úr fótboltahreyfingunni. Hann vill halda áfram að leggja sitt „af mörkum til þess að vinna að því að gera gott starf KSÍ og aðildarfélaganna enn betra.“ Framboðsyfirlýsing Guðna Bergssonar Yfirlýsing um framboð til formanns KSÍEftir fjölda áskorana og hvatningu frá góðu fólki í knattspyrnuhreyfingunni hef ég ákveðið að bjóða mig fram sem formaður KSÍ á ársþingi sambandsins sem fram fer í lok febrúar á næsta ári.Fótboltinn hefur verið í stóru hlutverki allt mitt líf og ég brenn fyrir íþróttina. Ég vil halda áfram að leggja mitt af mörkum til þess að vinna að því að gera gott starf KSÍ og aðildarfélaganna enn betra.Verkefnin framundan eru mörg og fjölbreytt. Í þeim verkefnunum sem öðrum skiptir máli að við vinnum öll í saman að framgangi fótboltans í landinu. Fótboltinn samanstendur af mörgum þáttum en er ein öflug heild sem stöðugt þarf að huga að.Ég mun fara betur yfir helstu stefnumál mín og áherslur þegar nær dregur ársþingi.Með fótboltakveðju,Guðni Bergsson Guðni var fyrst kjörinn formaður KSÍ í febrúar 2017. Þar hafði hann betur gegn Birni Einarssyni í formannsslag. Björn hefur einnig verið orðaður við framboð til formanns á næsta ári. Guðni var svo endurkjörinn formaður KSÍ 2019. Þar sigraði hann Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formann og framkvæmdastjóra KSÍ. Guðni, sem er 58 ára, átti afar farsælan feril sem leikmaður. Hann lék lengi á Englandi með Tottenham og Bolton Wanderes og spilaði áttatíu landsleiki. Íslenski boltinn KSÍ Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Grindavík - Tindastóll | Risauppgjör á toppnum Körfubolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira
Vanda Sigurgeirsdóttir ætlar að láta af störfum sem formaður KSÍ þegar kjörtímabili hennar lýkur á næsta ári. Kosið verður um næsta formann KSÍ á ársþingi sambandsins á Ísafirði í febrúar 2024. Guðni vildi ekki tjá sig um framboðið að svo stöddu þegar eftir því var leitað. Hann vísaði til fréttatilkynningar sem sjá má í heild neðst í fréttinni. Guðni var áður formaður KSÍ á árunum 2017-21. Hann sagði af sér sem formaður í ágúst 2021 þegar KSÍ var harðlega gagnrýnt fyrir að hylma yfir með ofbeldisbrotum leikmanna karlalandsliðsins. Í yfirlýsingu sem Guðni sendi fjölmiðlum síðdegis segir að hann hafi ákveðið að bjóða sig fram eftir að hafa fengið fjölda áskorana og hvatningu úr fótboltahreyfingunni. Hann vill halda áfram að leggja sitt „af mörkum til þess að vinna að því að gera gott starf KSÍ og aðildarfélaganna enn betra.“ Framboðsyfirlýsing Guðna Bergssonar Yfirlýsing um framboð til formanns KSÍEftir fjölda áskorana og hvatningu frá góðu fólki í knattspyrnuhreyfingunni hef ég ákveðið að bjóða mig fram sem formaður KSÍ á ársþingi sambandsins sem fram fer í lok febrúar á næsta ári.Fótboltinn hefur verið í stóru hlutverki allt mitt líf og ég brenn fyrir íþróttina. Ég vil halda áfram að leggja mitt af mörkum til þess að vinna að því að gera gott starf KSÍ og aðildarfélaganna enn betra.Verkefnin framundan eru mörg og fjölbreytt. Í þeim verkefnunum sem öðrum skiptir máli að við vinnum öll í saman að framgangi fótboltans í landinu. Fótboltinn samanstendur af mörgum þáttum en er ein öflug heild sem stöðugt þarf að huga að.Ég mun fara betur yfir helstu stefnumál mín og áherslur þegar nær dregur ársþingi.Með fótboltakveðju,Guðni Bergsson Guðni var fyrst kjörinn formaður KSÍ í febrúar 2017. Þar hafði hann betur gegn Birni Einarssyni í formannsslag. Björn hefur einnig verið orðaður við framboð til formanns á næsta ári. Guðni var svo endurkjörinn formaður KSÍ 2019. Þar sigraði hann Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formann og framkvæmdastjóra KSÍ. Guðni, sem er 58 ára, átti afar farsælan feril sem leikmaður. Hann lék lengi á Englandi með Tottenham og Bolton Wanderes og spilaði áttatíu landsleiki.
Yfirlýsing um framboð til formanns KSÍEftir fjölda áskorana og hvatningu frá góðu fólki í knattspyrnuhreyfingunni hef ég ákveðið að bjóða mig fram sem formaður KSÍ á ársþingi sambandsins sem fram fer í lok febrúar á næsta ári.Fótboltinn hefur verið í stóru hlutverki allt mitt líf og ég brenn fyrir íþróttina. Ég vil halda áfram að leggja mitt af mörkum til þess að vinna að því að gera gott starf KSÍ og aðildarfélaganna enn betra.Verkefnin framundan eru mörg og fjölbreytt. Í þeim verkefnunum sem öðrum skiptir máli að við vinnum öll í saman að framgangi fótboltans í landinu. Fótboltinn samanstendur af mörgum þáttum en er ein öflug heild sem stöðugt þarf að huga að.Ég mun fara betur yfir helstu stefnumál mín og áherslur þegar nær dregur ársþingi.Með fótboltakveðju,Guðni Bergsson
Íslenski boltinn KSÍ Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Grindavík - Tindastóll | Risauppgjör á toppnum Körfubolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira