Krefst þess að Birgir og Inga dragi orð sín til baka Jakob Bjarnar skrifar 22. nóvember 2023 15:24 Sverrir hefur ritað þeim Ingu Sæland og Birgi Þórarinssyni opið bréf og farið þess á leit að þau dragi orð sín um afhöfðuð ungabörn til baka. Hann hefur sent afrit bréfins til forseta Alþingis Íslendinga. vísir/vilhelm Sverrir Agnarsson, ráðgjafi í markaðsmálum, óskar þess að fullyrðingar um afhöfðuð börn verði dregin til baka. Sverrir hefur ritað Ingu Sæland formanni Flokks fólksins og Birgi Þórarinssyni þingmanni Sjálfstæðisflokksins bréf þar sem hann krefst þess að þau dragi orð sín um að börn hafi verið afhöfðuð til baka. „Ég skrifa ykkur þessi orð og bið ykkur vinsamlegast að draga fullyrðingar ykkar um afhöfðuð börn í árás Hamas á landtökubyggðir Ísraela 7. okt 2023 til baka.“ Sverrir hefur sent Birgi Ármannssyni forseta Alþingis afrit af bréfinu og væntir þess að það fari í formlegan jarðveg. Tilefni bréfs Sverris er frétt Vísis í vikunni. Í bréfi Sverris segir að nákvæmur listi ísraelskra yfirvalda leiði í ljós að aðeins eitt barn lést í innrásinni sem gerir söguna um 40 afhöfðuð börn marklausa með öllu. „Í ljósi þess að þessar rangfærslur rötuðu frá ykkur inn á hið há alþingi Íslendinga fer ég hér með fram á opinbera yfirlýsingu frá ykkur í þingsal og í fréttatilkynningu til fjölmiðla. Ég sendi afrit til forseta alþingis og bið hann hér með að þessu erindi sé fylgt á eftir og þessar rangfærslur verði leiðréttar með viðeigandi hætti.“ Sverrir vitnar til orða Ingu: „Hef aldrei upplifað aðra eins ræðu úr ræðustóli Alþingis. Engin orð fá þessum hryllingi lýst, en það gerir Birgir Þórarinsson af einlægni og af öllu sínu hjarta. Takk fyrir að opna augu mín og vonandi margra fleiri sem hafa dæmt án þess að hafa nægar forsendur til. Já hver hefði trúað því að unglingar væru afhöfðaðir með garðyrkjuverkfærum, hver hefði trúað því að ófædd börn væru skorin úr móðurkviði, hver hefði trúað því að kornabarn væri tekið og bakað í í ofni ? hvernig getur nokkur trúað þvílíkri grimmd.“ Birgir Þórarinsson segist hafa séð hræðileg myndbönd af voðaverkum Hamasliða. Sverrir telur þau myndbönd fölsuð.vísir/vilhelm Og til ummæla Birgis:„Sum fórnarlambanna eru ungabörn og eldri borgarar sem ýmist voru limlest eða brennd. Sumir tóku það upp á sig að ásaka stjórnvöld Ísraels um ljúga því að ungabörn hafi verið afhöfðuð og myrt og því hafa myndir af líkum ungbarna verið birtar af ísraelskum stjórnvöldum.“ Sverrir segir að inntakið í boðskap Birgis hafi verið þetta á fundi hans hjá utanríkismálanefnd þegar hún ályktaði um atburðina í Palestínu „og þú varst með myndband frá IDF og kynntir sem staðreyndir. En myndbandið nefnir 40 afhöfðuð ungabörn.“ Segir heimildirnar liggja fyrir Sverrir segist vilja forðast flóknar ályktanir um hvers skaut hvern þennan dag en það sé nú smátt og smátt að koma í ljós. Hann segist einfaldlega hafa farið yfir listann sem Ísraelar hafi nú birt yfir nöfn og aldur fórnarlambanna og á honum sé eitt ungabarn, Millie Cohen, sem sé vissulega einu barni of mikið en hún hafi lent í skothríð milli Hamas og IDF og varð því miður fyrir kúlu frá Hamas. „Sagan um barn steikt í ofni er tilraun til að viðhalda skrímslavæðingu Hamas eftir að blekkingar IDF komu í ljós við en sönnunargögnin fyrir þeirri sögu er plastpoki með líkamsleifum sem hafði verið hitaður upp á ofni og leifarnar voru af nokkrum einstaklingum sem voru sprengdir í loft upp af ísraelskum þyrlum. Hér er listi yfir fórnarlömbin í árás Hamas nöfn og fæðingarár og ath! að heimildin er ísraelsk og á honum er aðeins eitt barn eins og áður segir,“ skrifar Sverrir þeim Birgi, Ingu og Birgi. Alþingi Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Sverrir hefur ritað Ingu Sæland formanni Flokks fólksins og Birgi Þórarinssyni þingmanni Sjálfstæðisflokksins bréf þar sem hann krefst þess að þau dragi orð sín um að börn hafi verið afhöfðuð til baka. „Ég skrifa ykkur þessi orð og bið ykkur vinsamlegast að draga fullyrðingar ykkar um afhöfðuð börn í árás Hamas á landtökubyggðir Ísraela 7. okt 2023 til baka.“ Sverrir hefur sent Birgi Ármannssyni forseta Alþingis afrit af bréfinu og væntir þess að það fari í formlegan jarðveg. Tilefni bréfs Sverris er frétt Vísis í vikunni. Í bréfi Sverris segir að nákvæmur listi ísraelskra yfirvalda leiði í ljós að aðeins eitt barn lést í innrásinni sem gerir söguna um 40 afhöfðuð börn marklausa með öllu. „Í ljósi þess að þessar rangfærslur rötuðu frá ykkur inn á hið há alþingi Íslendinga fer ég hér með fram á opinbera yfirlýsingu frá ykkur í þingsal og í fréttatilkynningu til fjölmiðla. Ég sendi afrit til forseta alþingis og bið hann hér með að þessu erindi sé fylgt á eftir og þessar rangfærslur verði leiðréttar með viðeigandi hætti.“ Sverrir vitnar til orða Ingu: „Hef aldrei upplifað aðra eins ræðu úr ræðustóli Alþingis. Engin orð fá þessum hryllingi lýst, en það gerir Birgir Þórarinsson af einlægni og af öllu sínu hjarta. Takk fyrir að opna augu mín og vonandi margra fleiri sem hafa dæmt án þess að hafa nægar forsendur til. Já hver hefði trúað því að unglingar væru afhöfðaðir með garðyrkjuverkfærum, hver hefði trúað því að ófædd börn væru skorin úr móðurkviði, hver hefði trúað því að kornabarn væri tekið og bakað í í ofni ? hvernig getur nokkur trúað þvílíkri grimmd.“ Birgir Þórarinsson segist hafa séð hræðileg myndbönd af voðaverkum Hamasliða. Sverrir telur þau myndbönd fölsuð.vísir/vilhelm Og til ummæla Birgis:„Sum fórnarlambanna eru ungabörn og eldri borgarar sem ýmist voru limlest eða brennd. Sumir tóku það upp á sig að ásaka stjórnvöld Ísraels um ljúga því að ungabörn hafi verið afhöfðuð og myrt og því hafa myndir af líkum ungbarna verið birtar af ísraelskum stjórnvöldum.“ Sverrir segir að inntakið í boðskap Birgis hafi verið þetta á fundi hans hjá utanríkismálanefnd þegar hún ályktaði um atburðina í Palestínu „og þú varst með myndband frá IDF og kynntir sem staðreyndir. En myndbandið nefnir 40 afhöfðuð ungabörn.“ Segir heimildirnar liggja fyrir Sverrir segist vilja forðast flóknar ályktanir um hvers skaut hvern þennan dag en það sé nú smátt og smátt að koma í ljós. Hann segist einfaldlega hafa farið yfir listann sem Ísraelar hafi nú birt yfir nöfn og aldur fórnarlambanna og á honum sé eitt ungabarn, Millie Cohen, sem sé vissulega einu barni of mikið en hún hafi lent í skothríð milli Hamas og IDF og varð því miður fyrir kúlu frá Hamas. „Sagan um barn steikt í ofni er tilraun til að viðhalda skrímslavæðingu Hamas eftir að blekkingar IDF komu í ljós við en sönnunargögnin fyrir þeirri sögu er plastpoki með líkamsleifum sem hafði verið hitaður upp á ofni og leifarnar voru af nokkrum einstaklingum sem voru sprengdir í loft upp af ísraelskum þyrlum. Hér er listi yfir fórnarlömbin í árás Hamas nöfn og fæðingarár og ath! að heimildin er ísraelsk og á honum er aðeins eitt barn eins og áður segir,“ skrifar Sverrir þeim Birgi, Ingu og Birgi.
Alþingi Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira