Gunnar Bragi ráðgjafi Miðflokksins en ekki kominn aftur í pólitík Jón Þór Stefánsson skrifar 21. nóvember 2023 13:17 Gunnar Bragi sat á Alþingi í rúman áratug, en hann segist ekki vera að snúa aftur í pólitík. Vísir/Vilhelm Gunnar Bragi Sveinsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, hefur verið skráður sem starfsmaður þingflokks Miðflokksins. Sjálfur vill hann meina að hann sé í raun ekki snúinn aftur í pólitíkina. Um sé að ræða tímabundið verkefni fyrir flokkinn. „Ég er ráðinn þarna inn í þrjá mánuði í ákveðið verkefni,“ segir Gunnar Bragi í samtali við Vísi, en hann starfar nú sem sjálfstæður ráðgjafi. Gunnar segir verkefnið hjá Miðflokknum ekki vera fullt starf. Hann muni sinna ráðgjöf varðandi ýmis mál, þar á meðal þingmál. Þetta sé þó að einhverju leiti óljóst að svo stöddu og sé að miklu leyti í höndum þingmanna Miðflokksins: Bergþóri Ólasyni þingflokksformanni, og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni flokksins. Ferill Gunnars sem þingmanns spannaði um það bil tólf ár. Hann byrjaði hjá Framsóknarflokknum árið 2009 og var þar til ársins 2017. Á meðan hann var í Framsókn gegndi Gunnar embætti utanríkisráðherra, og varð síðan sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Árið 2017 færði Gunnar sig yfir í Miðflokkinn og sat á þingi fyrir hann. Hann ákvað árið 2021 að bjóða sig ekki aftur fram. Í kjölfarið var greint frá því að Gunnar hefði verið tímabundin ráðin í starf sérstaks ráðgjafa framkvæmdastjóra stofnunar Sameinuðu þjóðanna um samning stofnunarinnar um varnir gegn eyðimerkurmyndun. Í samtali við Kjarnann í byrjun síðasta árs um lífið eftir pólitík sagði Gunnar Bragi það „æðislegt“. Aðspurður um hvort það eigi enn við svaraði Gunnar játandi. Miðflokkurinn Alþingi Vistaskipti Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sjá meira
Sjálfur vill hann meina að hann sé í raun ekki snúinn aftur í pólitíkina. Um sé að ræða tímabundið verkefni fyrir flokkinn. „Ég er ráðinn þarna inn í þrjá mánuði í ákveðið verkefni,“ segir Gunnar Bragi í samtali við Vísi, en hann starfar nú sem sjálfstæður ráðgjafi. Gunnar segir verkefnið hjá Miðflokknum ekki vera fullt starf. Hann muni sinna ráðgjöf varðandi ýmis mál, þar á meðal þingmál. Þetta sé þó að einhverju leiti óljóst að svo stöddu og sé að miklu leyti í höndum þingmanna Miðflokksins: Bergþóri Ólasyni þingflokksformanni, og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni flokksins. Ferill Gunnars sem þingmanns spannaði um það bil tólf ár. Hann byrjaði hjá Framsóknarflokknum árið 2009 og var þar til ársins 2017. Á meðan hann var í Framsókn gegndi Gunnar embætti utanríkisráðherra, og varð síðan sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Árið 2017 færði Gunnar sig yfir í Miðflokkinn og sat á þingi fyrir hann. Hann ákvað árið 2021 að bjóða sig ekki aftur fram. Í kjölfarið var greint frá því að Gunnar hefði verið tímabundin ráðin í starf sérstaks ráðgjafa framkvæmdastjóra stofnunar Sameinuðu þjóðanna um samning stofnunarinnar um varnir gegn eyðimerkurmyndun. Í samtali við Kjarnann í byrjun síðasta árs um lífið eftir pólitík sagði Gunnar Bragi það „æðislegt“. Aðspurður um hvort það eigi enn við svaraði Gunnar játandi.
Miðflokkurinn Alþingi Vistaskipti Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sjá meira