Vonar að frumvarpið skili fullum launum til Grindvíkinga Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. nóvember 2023 21:48 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra. Vísir/Ívar Fannar Frumvarp félagsmálaráðherra um launagreiðslur til Grindvíkinga mun gilda frá 11. nóvember, verði það að lögum. Þar er kveðið á um hámarkgreiðslu upp á 633 þúsund krónur til atvinnurekenda, fyrir hvern starfsmann. Ráðherra segist þó gera ráð fyrir því að frumvarpið tryggi full laun til þeirra sem hafa hærri tekjur en hámarkið sem kveðið er á um. „Þarna er ríkið að stíga inn og tryggja upp að ákveðnu hámarki greiðslur launa. Þannig að atvinnurekandi fær þá það framlag frá ríkinu, og við erum að vonast til þess að það létti undir þannig að hann geti þá greitt full laun til fólks,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hámarksgreiðsla vegna hvers starfsmanns verði 633 þúsund krónur. Guðmundur segir hugsunina vera þá að atvinnurekendur greiði svo þá upphæð sem upp á vantar, til að starfsfólk þeirra fái full laun greidd. „Og það er mikilvægt að viðhalda ráðningarsambandinu á milli atvinnurekanda og launafólks, því við vitum í raun ekki nákvæmlega hvenær þessu ástandi linnir eða það breytist með þeim hætti að hægt verði að fara að stunda aftur vinnu í Grindavík.“ Nær einnig til sjálfstætt starfandi Fyrstu umræðu um frumvarpið er nú lokið í þinginu. Verði frumvarpið að lögum tekur það gildi afturvirkt, frá 11. nóvember. Frumvarpið byggir á aðgerðum sem gripið var til í kórónuveirufaraldrinum. „Það er markmiðið að Grindvíkingar missi ekki laun. Og ef að, út af einhverjum aðstæðum, fyrirtæki getur ekki greitt laun þá geta einstaklingar sjálfir sótt um til Vinnumálastofnunar eða ríkisins, til þess að fá þá upp að þessu hámarki, 633 þúsund krónum. Þar með séum við að tryggja ákveðnar greiðslur til fólks og draga úr þeirri óvissu sem auðvitað er uppi, og fólk þarf að eiga við núna vegna afkomu sinnar.“ Frumvarpið muni einnig ná til þeirra sem starfa sjálfstætt. „Þeir geta, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, líka sótt um þetta,“ sagði Guðmundur. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Vinnumarkaður Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Fleiri fréttir „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morguun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Sjá meira
„Þarna er ríkið að stíga inn og tryggja upp að ákveðnu hámarki greiðslur launa. Þannig að atvinnurekandi fær þá það framlag frá ríkinu, og við erum að vonast til þess að það létti undir þannig að hann geti þá greitt full laun til fólks,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hámarksgreiðsla vegna hvers starfsmanns verði 633 þúsund krónur. Guðmundur segir hugsunina vera þá að atvinnurekendur greiði svo þá upphæð sem upp á vantar, til að starfsfólk þeirra fái full laun greidd. „Og það er mikilvægt að viðhalda ráðningarsambandinu á milli atvinnurekanda og launafólks, því við vitum í raun ekki nákvæmlega hvenær þessu ástandi linnir eða það breytist með þeim hætti að hægt verði að fara að stunda aftur vinnu í Grindavík.“ Nær einnig til sjálfstætt starfandi Fyrstu umræðu um frumvarpið er nú lokið í þinginu. Verði frumvarpið að lögum tekur það gildi afturvirkt, frá 11. nóvember. Frumvarpið byggir á aðgerðum sem gripið var til í kórónuveirufaraldrinum. „Það er markmiðið að Grindvíkingar missi ekki laun. Og ef að, út af einhverjum aðstæðum, fyrirtæki getur ekki greitt laun þá geta einstaklingar sjálfir sótt um til Vinnumálastofnunar eða ríkisins, til þess að fá þá upp að þessu hámarki, 633 þúsund krónum. Þar með séum við að tryggja ákveðnar greiðslur til fólks og draga úr þeirri óvissu sem auðvitað er uppi, og fólk þarf að eiga við núna vegna afkomu sinnar.“ Frumvarpið muni einnig ná til þeirra sem starfa sjálfstætt. „Þeir geta, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, líka sótt um þetta,“ sagði Guðmundur.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Vinnumarkaður Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Fleiri fréttir „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morguun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Sjá meira