Vonar að vinnuveitendur sýni björgunarsveitafólki skilning Lovísa Arnardóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 20. nóvember 2023 13:58 Víðir segist vonast til þess að vinnuveitendur sýni því skilning ef fólk með kunnáttu og þekkingu sé kallað frá vinnu og í björgunarsveit til að sinna verkefnum tengdum atburðarásinni í Grindavík. Vísir/Arnar Almannavarnir hafa sent út fjöldaboð til allra björgunarsveita á landinu. Meiri mannskap þarf í verkefnið. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segist vonast til þess að vinnuveitendur taki tillit til þess þegar fólk með kunnáttu þurfi að hverfa frá vinnu. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra segir alla sem vinna inni á vinnusvæði HS Orku í Svartsengi með tetra-talstöðvar og öryggisstjóri starfandi á svæðinu. Einnig séu tæki og rýmingaráætlanir til að tryggja að hægt sé að koma öllum út af svæðinu hratt og örugglega. Björgunarsveitarfólks sé svo til taks. „Fyrst og fremst eru þetta bara rýmingaráætlanir sem við erum búin að búa til fyrir verktakana.“ Spurður hvort hægt sé að koma upp svipuðu fyrirkomulagi hvað varðar fjölmiðla segir Víðir að ákall hafi verið sent út í gær á björgunarsveitarfólk og með betri þátttöku vonist almannavarnir til þess að geta þjónustað fjölmiðla betur, sem og aðra sem þurfa eða vilja komast á svæðið. „Við erum að kalla til starfa björgunarsveitir af öllu landinu. Þetta er auðvitað hluti af kjarnastarfsemi björgunarsveita. Að bjarga fólki og verðmætum. Við treystum því að þau verði í góðu samstarfi við okkur áfram og það er ekkert sem bendir til annars. En við vitum að þetta eru sjálfboðaliðar og það reynir ekki síður á vinnuveitendur, núna þessa daga, að gefa fólkinu sem þekkingu og kunnáttu til að leysa þessi verkefni frí, og vonandi á launum, til að taka þátt í þessu mikla samfélagslega verkefni sem atburðarásin í Grindavík er.“ Takmarkanir fjölmiðla inni á svæðinu hafa verið gagnrýndar af bæði innlendu og erlendu fjölmiðlafólki. Fengju fylgd inn á svæðið Víðir segir að það eigi eftir að útfæra þetta betur en líklegast sé að fjölmiðlar myndu fá að fara inn á svæðið í hópum og hverjum hópi myndi fylgja björgunarsveitarmanneskja sem myndi fá upplýsingar um hættu eða ef það þyrfti að yfirgefa svæðið. Spurður út í nýtt fyrirkomulag til að hleypa Grindvíkingum inn á svæðið segir Víðir að það hafi gengið betur með skráningarkerfinu en að það sé alltaf hægt að gera betur. „Við viljum að þetta sé hnökralaust og það er unnið að því að lagfæra skráningarkerfið og mögulega forgangsröðun. Þannig við getum sótt upplýsingar inn í kerfið sem hjálpa okkur að forgangsraða. Við höfum verið að taka eftir götum og hverfum en sjáum svo inn í kerfinu beiðnir sem eru mjög mikilvægar,“ segir Víðir. Hann segir dæmi fólk sem hefur ekki komist að sækja hjálpartæki fyrir börn, dýr sín og svo séu jafnvel sumir sem hafa ekkert fengið að komast heim. Hann segir þann fjölda sem kemst að ráðast af viðbragðsaðilum sem eru til taks dag hvern. Hann segir vel fylgst með svæðinu og mögulegum mannaferðum. Grindavík Björgunarsveitir Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Tengdar fréttir Upplýsingafundur: Ekki skólaskylda en „safnskólar“ og hverfisskólar standa til boða Mikið verkefni stendur yfir og fyrir dyrum í Grindavík og öllum árum róið að því að koma lífi Grindvíkinga sem neyðst hafa til að flýja heimili sín í farveg. Þetta var meðal þess sem kom fram á upplýsingafundi Almannavarna rétt í þessu. 20. nóvember 2023 11:43 Óvissan á Reykjanesskaga knýr Seðlabankann til að halda vöxtum óbreyttum Allt útlit er fyrir að peningastefnunefnd Seðlabankans haldi vöxtum óbreyttum í vikunni vegna þess óvissuástands sem ríkir út af jarðhræringunum á Reykjanesskaga en markaðsaðilar og hagfræðingar hafa ekki verið eins samstíga í væntingum sínum um ákvörðun nefndarinnar um langa hríð. Nánast allir þátttakendur í vaxtakönnun Innherja eiga von á biðleik hjá peningastefnunefndinni í annað sinn í röð enda séu merki um að hátt vaxtastig sé farið að kæla einkaneysluna og þá muni náttúruhamfarirnar draga mátt úr hagkerfinu á næstu mánuðum og þensla á vinnumarkaði minnka. 20. nóvember 2023 11:02 Greina landris og áhættu við vinnu varnargarða betur í dag Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, segir það koma í ljós í dag hvort landris hafi áhrif á vinnu við varnargarða við virkjun HS Orku í Svartsengi. 20. nóvember 2023 08:35 Fjölmiðlar svekktir yfir því að fá ekki að fara inn í Grindavík Miðstöð fyrir erlenda fjölmiðla vegna náttúruhamfaranna í Grindavík var opnuð í dag. Þýskur fréttamaður á heimleið segist svekktur yfir að hafa ekki fengið að fara inn í Grindavík. 19. nóvember 2023 21:42 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra segir alla sem vinna inni á vinnusvæði HS Orku í Svartsengi með tetra-talstöðvar og öryggisstjóri starfandi á svæðinu. Einnig séu tæki og rýmingaráætlanir til að tryggja að hægt sé að koma öllum út af svæðinu hratt og örugglega. Björgunarsveitarfólks sé svo til taks. „Fyrst og fremst eru þetta bara rýmingaráætlanir sem við erum búin að búa til fyrir verktakana.“ Spurður hvort hægt sé að koma upp svipuðu fyrirkomulagi hvað varðar fjölmiðla segir Víðir að ákall hafi verið sent út í gær á björgunarsveitarfólk og með betri þátttöku vonist almannavarnir til þess að geta þjónustað fjölmiðla betur, sem og aðra sem þurfa eða vilja komast á svæðið. „Við erum að kalla til starfa björgunarsveitir af öllu landinu. Þetta er auðvitað hluti af kjarnastarfsemi björgunarsveita. Að bjarga fólki og verðmætum. Við treystum því að þau verði í góðu samstarfi við okkur áfram og það er ekkert sem bendir til annars. En við vitum að þetta eru sjálfboðaliðar og það reynir ekki síður á vinnuveitendur, núna þessa daga, að gefa fólkinu sem þekkingu og kunnáttu til að leysa þessi verkefni frí, og vonandi á launum, til að taka þátt í þessu mikla samfélagslega verkefni sem atburðarásin í Grindavík er.“ Takmarkanir fjölmiðla inni á svæðinu hafa verið gagnrýndar af bæði innlendu og erlendu fjölmiðlafólki. Fengju fylgd inn á svæðið Víðir segir að það eigi eftir að útfæra þetta betur en líklegast sé að fjölmiðlar myndu fá að fara inn á svæðið í hópum og hverjum hópi myndi fylgja björgunarsveitarmanneskja sem myndi fá upplýsingar um hættu eða ef það þyrfti að yfirgefa svæðið. Spurður út í nýtt fyrirkomulag til að hleypa Grindvíkingum inn á svæðið segir Víðir að það hafi gengið betur með skráningarkerfinu en að það sé alltaf hægt að gera betur. „Við viljum að þetta sé hnökralaust og það er unnið að því að lagfæra skráningarkerfið og mögulega forgangsröðun. Þannig við getum sótt upplýsingar inn í kerfið sem hjálpa okkur að forgangsraða. Við höfum verið að taka eftir götum og hverfum en sjáum svo inn í kerfinu beiðnir sem eru mjög mikilvægar,“ segir Víðir. Hann segir dæmi fólk sem hefur ekki komist að sækja hjálpartæki fyrir börn, dýr sín og svo séu jafnvel sumir sem hafa ekkert fengið að komast heim. Hann segir þann fjölda sem kemst að ráðast af viðbragðsaðilum sem eru til taks dag hvern. Hann segir vel fylgst með svæðinu og mögulegum mannaferðum.
Grindavík Björgunarsveitir Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Tengdar fréttir Upplýsingafundur: Ekki skólaskylda en „safnskólar“ og hverfisskólar standa til boða Mikið verkefni stendur yfir og fyrir dyrum í Grindavík og öllum árum róið að því að koma lífi Grindvíkinga sem neyðst hafa til að flýja heimili sín í farveg. Þetta var meðal þess sem kom fram á upplýsingafundi Almannavarna rétt í þessu. 20. nóvember 2023 11:43 Óvissan á Reykjanesskaga knýr Seðlabankann til að halda vöxtum óbreyttum Allt útlit er fyrir að peningastefnunefnd Seðlabankans haldi vöxtum óbreyttum í vikunni vegna þess óvissuástands sem ríkir út af jarðhræringunum á Reykjanesskaga en markaðsaðilar og hagfræðingar hafa ekki verið eins samstíga í væntingum sínum um ákvörðun nefndarinnar um langa hríð. Nánast allir þátttakendur í vaxtakönnun Innherja eiga von á biðleik hjá peningastefnunefndinni í annað sinn í röð enda séu merki um að hátt vaxtastig sé farið að kæla einkaneysluna og þá muni náttúruhamfarirnar draga mátt úr hagkerfinu á næstu mánuðum og þensla á vinnumarkaði minnka. 20. nóvember 2023 11:02 Greina landris og áhættu við vinnu varnargarða betur í dag Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, segir það koma í ljós í dag hvort landris hafi áhrif á vinnu við varnargarða við virkjun HS Orku í Svartsengi. 20. nóvember 2023 08:35 Fjölmiðlar svekktir yfir því að fá ekki að fara inn í Grindavík Miðstöð fyrir erlenda fjölmiðla vegna náttúruhamfaranna í Grindavík var opnuð í dag. Þýskur fréttamaður á heimleið segist svekktur yfir að hafa ekki fengið að fara inn í Grindavík. 19. nóvember 2023 21:42 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Upplýsingafundur: Ekki skólaskylda en „safnskólar“ og hverfisskólar standa til boða Mikið verkefni stendur yfir og fyrir dyrum í Grindavík og öllum árum róið að því að koma lífi Grindvíkinga sem neyðst hafa til að flýja heimili sín í farveg. Þetta var meðal þess sem kom fram á upplýsingafundi Almannavarna rétt í þessu. 20. nóvember 2023 11:43
Óvissan á Reykjanesskaga knýr Seðlabankann til að halda vöxtum óbreyttum Allt útlit er fyrir að peningastefnunefnd Seðlabankans haldi vöxtum óbreyttum í vikunni vegna þess óvissuástands sem ríkir út af jarðhræringunum á Reykjanesskaga en markaðsaðilar og hagfræðingar hafa ekki verið eins samstíga í væntingum sínum um ákvörðun nefndarinnar um langa hríð. Nánast allir þátttakendur í vaxtakönnun Innherja eiga von á biðleik hjá peningastefnunefndinni í annað sinn í röð enda séu merki um að hátt vaxtastig sé farið að kæla einkaneysluna og þá muni náttúruhamfarirnar draga mátt úr hagkerfinu á næstu mánuðum og þensla á vinnumarkaði minnka. 20. nóvember 2023 11:02
Greina landris og áhættu við vinnu varnargarða betur í dag Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, segir það koma í ljós í dag hvort landris hafi áhrif á vinnu við varnargarða við virkjun HS Orku í Svartsengi. 20. nóvember 2023 08:35
Fjölmiðlar svekktir yfir því að fá ekki að fara inn í Grindavík Miðstöð fyrir erlenda fjölmiðla vegna náttúruhamfaranna í Grindavík var opnuð í dag. Þýskur fréttamaður á heimleið segist svekktur yfir að hafa ekki fengið að fara inn í Grindavík. 19. nóvember 2023 21:42