Einnig fjöllum við sérstaklega um aðgengi fjölmiðla að hættusvæðinu á Reykjanesi sem hefur verið gagnrýnt af mörgum undanfarna daga.
Að auki segjum við frá því að Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu ætla að taka þátt í rekstrri dagdvalar fyrir heimilislausa yfir köldustu vetrarmánuðina.
Í íþróttapakka dagsins verður leikurinn gegn Portúgal gerður upp en Ísland laut í lægra haldi fyrir Ronaldo og félögum í Lissabon í gærkvöldi.