Innherji

Ó­vissan á Reykja­nes­skaga knýr Seðla­bankann til að halda vöxtum ó­breyttum

Hörður Ægisson skrifar
Ekki hefur verið eins mikil samstaða lengi í spám greinenda, markaðsaðila og hagfræðinga um hvað Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og aðrir nefndarmenn í peningastefnunefnd Seðlabankans muni gera þegar vaxtaákvörðun verður kynnt næstkomandi miðvikudag.
Ekki hefur verið eins mikil samstaða lengi í spám greinenda, markaðsaðila og hagfræðinga um hvað Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og aðrir nefndarmenn í peningastefnunefnd Seðlabankans muni gera þegar vaxtaákvörðun verður kynnt næstkomandi miðvikudag. Vísir/Vilhelm

Allt útlit er fyrir að peningastefnunefnd Seðlabankans haldi vöxtum óbreyttum í vikunni vegna þess óvissuástands sem ríkir út af jarðhræringunum á Reykjanesskaga en markaðsaðilar og hagfræðingar hafa ekki verið eins samstíga í væntingum sínum um ákvörðun nefndarinnar um langa hríð. Nánast allir þátttakendur í vaxtakönnun Innherja eiga von á biðleik hjá peningastefnunefndinni í annað sinn í röð enda séu merki um að hátt vaxtastig sé farið að kæla einkaneysluna og þá muni náttúruhamfarirnar draga mátt úr hagkerfinu á næstu mánuðum og þensla á vinnumarkaði minnka.


Tengdar fréttir

Virðist vera „kapps­mál“ sumra verka­lýðs­fé­laga að tala upp verð­bólgu­væntingar

Greinendur og markaðsaðilar spáðu rangt fyrir um vaxtaákvörðun peningastefnunefndar af því að þeir voru að einblína um of á skammtímamælikvarða en ekki heildarmyndina, að sögn seðlabankastjóra, sem segir það „einnar messu virði“ að leyfa talsvert háum raunvöxtum að vinna sitt verk. Óvænt ákvörðun um að halda vöxtunum óbreyttum var ekki gerð til að friða verkalýðshreyfinguna í aðdraganda kjaraviðræðna en mikilvægt er að hún geri sér grein fyrir að það sé á „hennar valdi að flýta fyrir vaxtalækkunum.“ 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×