Strákurinn er bara fimmtán ára gamall en hann er þegar farinn að banka á dyrnar hjá aðalliði Arsenal. Mikael Arteta, knattspyrnustjóri Arsenak, kallaði hann á æfingar á þessu tímabili og hann hefur þegar skorað þrennu fyrir varalið Arsenal.
15 year-old Danish Arsenal Starboy, Chido Obi-Martin scored an unprecedented TEN goals as Arsenal U16s beat Liverpool 14-3. Absolutely mind-blowing The future of Arsenal Football Club is super bright pic.twitter.com/lLBxgqr0fM
— Gooner Chris (@ArsenalN7) November 18, 2023
Strákurinn sýndi líka um helgina af hverju menn hjá Arsenal eru svona spenntir fyrir honum.
Obi-Martin fékk þá að spila með sínum jafnöldrum í sextán ára liði Arsenal. Hann hefur verið að spila meira með átján ára liðinu í vetur.
Nú var kallað á hann í sextán ára liðið og þar sýndi hann styrk sinn og hraða.
Liðið mætti Liverpool og Obi-Martin fór hreinlega á kostum. Sextán ára lið Arsenal vann nefnilega 14-3 sigur í leiknum og Obi-Martin skoraði sjálfur tíu af mörkunum.
Annað sem er merkilegt við Obi-Martin er að hann er að spila með sautján ára landsliði Danmerkur. Hann getur þó enn valið það að spila með enska landsliðinu því hann hefur tengingar til beggja þjóða.
Chido Obi-Martin scored 10 goals for Arsenal Under-16s against Liverpool U16s today in a 14-3 win.
— Chris Wheatley (@ChrisWheatley) November 18, 2023
Obi-Martin has already trained with Mikel Arteta's first team and is eligible to represent Denmark, England and Nigeria. pic.twitter.com/THIkFvT9u7