Íbúar og fyrirtæki mega fara til Grindavíkur Árni Sæberg skrifar 19. nóvember 2023 08:18 Björgunarsveitarfólk heldur utan um ferðir íbúa inn í bæinn. Vísir/Vilhelm Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að hleypa íbúum ríflega eitt hundrað heimila í Grindavík inn í bæinn í dag. Þá verður starfsfólki fyrirtækja leyft að fara inn í bæinn eftir klukkan 15. Í tilkynningu þess efnis segir að búið sé að hafa samband við þá íbúa Grindavíkur sem eiga þess kost að fara inn í bæinn í dag. „Búið er að hafa samband við þá íbúa Grindavíkur sem eiga þess kost að fara inn í bæinn í dag. Vakin er athygli á því að þeir einir fá að fara inn í bæinn sem hafa fengið boð um það. Skráning er í gegnum island.is.“ Aðkomuleið fyrir íbúa til verðmætabjörgunar í dag verði einungis um Grindavíkurveg frá Reykjanesbraut. Heimildin taki til yfir eitt hundrað fasteigna í Grindavík. Aðgerðin hefjist klukkan 09. Eftir klukkan 15 í dag verði fyrirtækjum hleypt inn á svæðið. Samhliða þessu verði viðbragðsaðilar í sérverkefnum. Vel hafi gengið að hringja í þá íbúa sem eiga þess kost að fara til Grindavíkur í dag. „Vakin er athygli á því að það er ekki sjálfsögð krafa að fara inn á hættusvæði sem hefur verið rýmt af öryggisástæðum. Fyrst og fremst þarf að huga að öryggi viðbragðsaðila sem flestir eru sjálfboðaliðar. Þeirra öryggi þarf ávallt að tryggja. Áfram eru miklar líkur taldar á eldgosi.“ Hér að neðan má lesa tilkynninguna frá Almannavörnum í heild sinni: Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur tekið ákvörðun um eftirfarandi aðgang íbúa að Grindavík í dag, 19. nóvember. Þetta getur breyst án fyrirvara. Aðgerðum er stýrt af lögreglu. Búið er að hafa samband við þá íbúa Grindavíkur sem eiga þess kost að fara inn í bæinn í dag. Vakin er athygli á því að þeir einir fá að fara inn í bæinn sem hafa fengið boð um það. Skráning er í gegnum island.is Aðkomuleið fyrir íbúa til verðmætabjörgunar í dag er um Grindavíkurveg frá Reykjanesbraut. Heimildin tekur til yfir 100 fasteigna í Grindavík. Aðgerðin hefst kl. 9. Eftir kl. 15 í dag verður fyrirtækjum hleypt inn á svæðið. Ítrekað er að þeir einir fara inn í Grindavík sem hafa fengið boð um það. Samhliða þessu er viðbragðsaðilar í sérverkefnum. Vakin er athygli á því að það er ekki sjálfsögð krafa að fara inn á hættusvæði sem hefur verið rýmt af öryggisástæðum. Fyrst og fremst þarf að huga að öryggi viðbragðsaðila sem flestir eru sjálfboðaliðar. Þeirra öryggi þarf ávallt að tryggja. Áfram eru miklar líkur taldar á eldgosi. Íbúar eru upplýstir um framkvæmdina og hvenær þeir eiga að mæta við gatnamót Grindavíkurvegar og Reykjanesbrautar. Íbúar verða fluttir með björgunarsveitarbifreiðum frá söfnunarstað utan Grindavíkur og frá heimilum í Grindavík til baka. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Lögreglumál Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Sjá meira
Í tilkynningu þess efnis segir að búið sé að hafa samband við þá íbúa Grindavíkur sem eiga þess kost að fara inn í bæinn í dag. „Búið er að hafa samband við þá íbúa Grindavíkur sem eiga þess kost að fara inn í bæinn í dag. Vakin er athygli á því að þeir einir fá að fara inn í bæinn sem hafa fengið boð um það. Skráning er í gegnum island.is.“ Aðkomuleið fyrir íbúa til verðmætabjörgunar í dag verði einungis um Grindavíkurveg frá Reykjanesbraut. Heimildin taki til yfir eitt hundrað fasteigna í Grindavík. Aðgerðin hefjist klukkan 09. Eftir klukkan 15 í dag verði fyrirtækjum hleypt inn á svæðið. Samhliða þessu verði viðbragðsaðilar í sérverkefnum. Vel hafi gengið að hringja í þá íbúa sem eiga þess kost að fara til Grindavíkur í dag. „Vakin er athygli á því að það er ekki sjálfsögð krafa að fara inn á hættusvæði sem hefur verið rýmt af öryggisástæðum. Fyrst og fremst þarf að huga að öryggi viðbragðsaðila sem flestir eru sjálfboðaliðar. Þeirra öryggi þarf ávallt að tryggja. Áfram eru miklar líkur taldar á eldgosi.“ Hér að neðan má lesa tilkynninguna frá Almannavörnum í heild sinni: Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur tekið ákvörðun um eftirfarandi aðgang íbúa að Grindavík í dag, 19. nóvember. Þetta getur breyst án fyrirvara. Aðgerðum er stýrt af lögreglu. Búið er að hafa samband við þá íbúa Grindavíkur sem eiga þess kost að fara inn í bæinn í dag. Vakin er athygli á því að þeir einir fá að fara inn í bæinn sem hafa fengið boð um það. Skráning er í gegnum island.is Aðkomuleið fyrir íbúa til verðmætabjörgunar í dag er um Grindavíkurveg frá Reykjanesbraut. Heimildin tekur til yfir 100 fasteigna í Grindavík. Aðgerðin hefst kl. 9. Eftir kl. 15 í dag verður fyrirtækjum hleypt inn á svæðið. Ítrekað er að þeir einir fara inn í Grindavík sem hafa fengið boð um það. Samhliða þessu er viðbragðsaðilar í sérverkefnum. Vakin er athygli á því að það er ekki sjálfsögð krafa að fara inn á hættusvæði sem hefur verið rýmt af öryggisástæðum. Fyrst og fremst þarf að huga að öryggi viðbragðsaðila sem flestir eru sjálfboðaliðar. Þeirra öryggi þarf ávallt að tryggja. Áfram eru miklar líkur taldar á eldgosi. Íbúar eru upplýstir um framkvæmdina og hvenær þeir eiga að mæta við gatnamót Grindavíkurvegar og Reykjanesbrautar. Íbúar verða fluttir með björgunarsveitarbifreiðum frá söfnunarstað utan Grindavíkur og frá heimilum í Grindavík til baka.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Lögreglumál Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Sjá meira