Líður eins og „algjörum svikara” á Iceland Noir Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. nóvember 2023 07:00 Richard Armitage í Austurstræti, nýlentur frá New York. Hann er þekktastur fyrir leik sinn í kvikmyndaþríleiknum Hobbitanum, þar sem hann fór með hlutverk æðstadvergsins Thorins Oakenshield. Og nú hefur hann haslað sér völl sem rithöfundur. Vísir/Arnar Breski leikarinn Richard Armitage segir að sér líði eins og algjörum svikara að vera stillt upp með heimsklassarithöfundum á Iceland Noir. Margir hafi efast um ritfærni hans og útgefandi hans meira að segja lagt til að hann notfærði sér leigupenna. Við settumst niður með Armitage og ræddum fyrstu skáldsöguna, jarðhræringar í Grindavík og íslenska jólahefð sem hann ætlar að tileinka sér. Íslendingar kannast eflaust best við Richard Armitage úr Hobbitanum, kvikmyndaþríleik Peters Jackson byggðum á samnefndri sögu eftir Tolkien. Þar fór Armitage með hlutverk dvergsins Thorins Oakenshield, Þorins Eikinskjalda, einnar aðalsöguhetjunnar. Nú hefur Armitage vent kvæði sínu í kross. Geneva, fyrsta skáldsaga hans, er nýkomin út á prenti en átti fyrst um sinn aðeins að lifa sem hljóðbók. Geneva er spennutryllir sem segir frá Söruh Collier, Nóbelsverðlaunahafa og vísindamanni, og ferð hennar á ráðstefnu í Genf. Þar tekur við óhugnanleg atburðarás - og ofan á allt saman glímir söguhetjan við minnisglöp. Þá virðist eiginmaður hennar Daniel ekki allur þar sem hann er séður. Hafnaði leigupenna Við hittum rithöfundinn Richard Armitage á Vinnustofu Kjarval. Hann er hingað mættur sem einn aðalhöfunda bókmenntahátíðarinnar Iceland Noir. Er það eitthvað sem þig óraði einhvern tímann fyrir að þú myndir gera? „Nei. Og mér líður eins og algjörum svikara því að mér er stillt upp við hliðina á rithöfundum eins og Neil Gaiman og Dan Brown, höfundum sem ég hef dáðst að um árabil. En ég er fyrst og fremst auðmjúkur yfir því að hafa verið beðinn um að koma hingað, eftir að hafa aðeins skrifað eina bók.“ Hann hafi enda víða rekist á efasemdaraddir. Armitage lýsir því að hann hafi ítrekað verið spurður hvort hann, leikarinn, hafi skrifað bókina í raun og veru. „Audible bauð mér upphaflega leigupenna [e. ghostwriter] en ég hafnaði því. Vegna þess að ef ég stæði fyrir framan hljóðnema og læsi orð sem ég þættist hafa skrifað... Það hefði verið ómögulegt að gera það af heilindum.“ Vel upplýstur um ástandið á Reykjanesi Armitage er í sinni fyrstu Íslandsheimsókn. Hann segist hrifinn af lágreistum húsum Reykjavíkur og íslenskri tungu. Og hefur ekki farið varhluta af fréttaflutningi af jarðhræringum á Reykjanesi. „Ég kom hingað frá New York og æsifréttamennskan er frekar klikkuð. Fólk segir: Ísland er að springa í loft upp! En ég hafði nú á tilfinningunni að Íslendingarnir sem lifa með þessu á hverjum degi, þeir líti bara á þetta sem eðlilegan hluta af lífinu.“ Og Armitage er staðráðinn í því að tileinka sér tiltekna jólahefð Íslendinga. Hún er bókmenntalegs eðlis, að sjálfsögðu. „Er það ekki rétt hjá mér að þið gefið hvert öðru bækur og lesið saman á jólunum? Það er hefð? Einmitt, ég ætla að taka hana með mér heim.“ Hollywood Bókmenntir Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Menning Fleiri fréttir Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Sjá meira
Íslendingar kannast eflaust best við Richard Armitage úr Hobbitanum, kvikmyndaþríleik Peters Jackson byggðum á samnefndri sögu eftir Tolkien. Þar fór Armitage með hlutverk dvergsins Thorins Oakenshield, Þorins Eikinskjalda, einnar aðalsöguhetjunnar. Nú hefur Armitage vent kvæði sínu í kross. Geneva, fyrsta skáldsaga hans, er nýkomin út á prenti en átti fyrst um sinn aðeins að lifa sem hljóðbók. Geneva er spennutryllir sem segir frá Söruh Collier, Nóbelsverðlaunahafa og vísindamanni, og ferð hennar á ráðstefnu í Genf. Þar tekur við óhugnanleg atburðarás - og ofan á allt saman glímir söguhetjan við minnisglöp. Þá virðist eiginmaður hennar Daniel ekki allur þar sem hann er séður. Hafnaði leigupenna Við hittum rithöfundinn Richard Armitage á Vinnustofu Kjarval. Hann er hingað mættur sem einn aðalhöfunda bókmenntahátíðarinnar Iceland Noir. Er það eitthvað sem þig óraði einhvern tímann fyrir að þú myndir gera? „Nei. Og mér líður eins og algjörum svikara því að mér er stillt upp við hliðina á rithöfundum eins og Neil Gaiman og Dan Brown, höfundum sem ég hef dáðst að um árabil. En ég er fyrst og fremst auðmjúkur yfir því að hafa verið beðinn um að koma hingað, eftir að hafa aðeins skrifað eina bók.“ Hann hafi enda víða rekist á efasemdaraddir. Armitage lýsir því að hann hafi ítrekað verið spurður hvort hann, leikarinn, hafi skrifað bókina í raun og veru. „Audible bauð mér upphaflega leigupenna [e. ghostwriter] en ég hafnaði því. Vegna þess að ef ég stæði fyrir framan hljóðnema og læsi orð sem ég þættist hafa skrifað... Það hefði verið ómögulegt að gera það af heilindum.“ Vel upplýstur um ástandið á Reykjanesi Armitage er í sinni fyrstu Íslandsheimsókn. Hann segist hrifinn af lágreistum húsum Reykjavíkur og íslenskri tungu. Og hefur ekki farið varhluta af fréttaflutningi af jarðhræringum á Reykjanesi. „Ég kom hingað frá New York og æsifréttamennskan er frekar klikkuð. Fólk segir: Ísland er að springa í loft upp! En ég hafði nú á tilfinningunni að Íslendingarnir sem lifa með þessu á hverjum degi, þeir líti bara á þetta sem eðlilegan hluta af lífinu.“ Og Armitage er staðráðinn í því að tileinka sér tiltekna jólahefð Íslendinga. Hún er bókmenntalegs eðlis, að sjálfsögðu. „Er það ekki rétt hjá mér að þið gefið hvert öðru bækur og lesið saman á jólunum? Það er hefð? Einmitt, ég ætla að taka hana með mér heim.“
Hollywood Bókmenntir Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Menning Fleiri fréttir Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Sjá meira