Sigurbergur í Fjarðarkaupum látinn Jakob Bjarnar skrifar 17. nóvember 2023 11:56 Sigurbergur Sveinsson andaðist 90 ára að aldri. Hann var Hafnfirðingur í húð og hár og lét til sín taka í bæjarfélaginu. aðsend/vísir/vilhelm Sigurbergur Sveinsson kaupmaður, sem lengstum var kenndur við Fjarðarkaup í Hafnarfirði, lést á Landspítalanum Háskólasjúkrahúsi 12. nóvember síðastliðinn, 90 ára að aldri. Sigurbergur var áberandi í Hafnarfirði í sinni tíð, hann hafði mikinn áhuga á íþróttum; hann var einn af stofnendum Golfklúbbsins Keilis og mikill stuðningsmaður Knattspyrnufélagsins Hauka. Þá lét hann borðtennis, stundaði stangaveiði og var góður skákmaður. Hann var félagi í Kiwanisklúbbnum Eldborg í Hafnarfirði og studdi Skógræktarfélag Hafnarfjarðar og fleiri félög í heimabyggð sinni. Þá kemur fram í tilkynningu frá ættingjum að hann hafi verið mikill áhugamaður um varðveislu kirkjunnar í Selárdal. „Sigurbergur hafði mikla ánægju af lestri góðra bóka og var fróðleiksfús enda fjölfróður og minnugur.“ Sigurbergur var borinn og barnfæddur Hafnfirðingur, fæddist þar 15. apríl 1933, sonur Sveins Þorbergssonar og Jónínu Bjargar Guðlaugsdóttur. Frá 6 ára til 15 ára aldurs ólst hann upp að Húsum í Selárdal hjá hjónunum Ólafi Waage og Ingibjörgu Þórðardóttur. Hann lauk landsprófi frá Flensborgarskóla 1952, stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1955 og útskrifaðist viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands 1962. „Árið 1955 hóf Sigurbergur störf hjá Slökkviliði Keflavíkurflugvallar og var aðstoðarslökkviliðsstjóri árið 1968 þegar hann hætti. Hann rak eigið bókhaldsfyrirtæki þar til hann stofnaði verslunina Fjarðarkaup ásamt eiginkonu sinni Ingibjörgu Gísladóttur og hjónunum Bjarna Blomsterberg og Valgerði Jónsdóttur árið 1973. Sigurbergur og Ingibjörg tóku alfarið við rekstrinum árið 1993 ásamt fjölskyldu sinni,“ segir í tilkynningu. Eins og áður segir var eiginkona Sigurbergs Ingibjörg Gísladóttir, þau kynntust árið 1952 en hún lést árið 2009. Börn þeirra eru Hjördís, Rósa, Sveinn og Gísli, barnabörnin og barnabarnabörnin eru 24 talsins. Eftirlifandi sambýliskona Sigurbers er Kolbrún Svavarsdóttir. Útför Sigurbergs fer fram frá Víðistaðakirkju miðvikudaginn 22. nóvember klukkan 15. Andlát Hafnarfjörður Verslun Matvöruverslun Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Sjá meira
Sigurbergur var áberandi í Hafnarfirði í sinni tíð, hann hafði mikinn áhuga á íþróttum; hann var einn af stofnendum Golfklúbbsins Keilis og mikill stuðningsmaður Knattspyrnufélagsins Hauka. Þá lét hann borðtennis, stundaði stangaveiði og var góður skákmaður. Hann var félagi í Kiwanisklúbbnum Eldborg í Hafnarfirði og studdi Skógræktarfélag Hafnarfjarðar og fleiri félög í heimabyggð sinni. Þá kemur fram í tilkynningu frá ættingjum að hann hafi verið mikill áhugamaður um varðveislu kirkjunnar í Selárdal. „Sigurbergur hafði mikla ánægju af lestri góðra bóka og var fróðleiksfús enda fjölfróður og minnugur.“ Sigurbergur var borinn og barnfæddur Hafnfirðingur, fæddist þar 15. apríl 1933, sonur Sveins Þorbergssonar og Jónínu Bjargar Guðlaugsdóttur. Frá 6 ára til 15 ára aldurs ólst hann upp að Húsum í Selárdal hjá hjónunum Ólafi Waage og Ingibjörgu Þórðardóttur. Hann lauk landsprófi frá Flensborgarskóla 1952, stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1955 og útskrifaðist viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands 1962. „Árið 1955 hóf Sigurbergur störf hjá Slökkviliði Keflavíkurflugvallar og var aðstoðarslökkviliðsstjóri árið 1968 þegar hann hætti. Hann rak eigið bókhaldsfyrirtæki þar til hann stofnaði verslunina Fjarðarkaup ásamt eiginkonu sinni Ingibjörgu Gísladóttur og hjónunum Bjarna Blomsterberg og Valgerði Jónsdóttur árið 1973. Sigurbergur og Ingibjörg tóku alfarið við rekstrinum árið 1993 ásamt fjölskyldu sinni,“ segir í tilkynningu. Eins og áður segir var eiginkona Sigurbergs Ingibjörg Gísladóttir, þau kynntust árið 1952 en hún lést árið 2009. Börn þeirra eru Hjördís, Rósa, Sveinn og Gísli, barnabörnin og barnabarnabörnin eru 24 talsins. Eftirlifandi sambýliskona Sigurbers er Kolbrún Svavarsdóttir. Útför Sigurbergs fer fram frá Víðistaðakirkju miðvikudaginn 22. nóvember klukkan 15.
Andlát Hafnarfjörður Verslun Matvöruverslun Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Sjá meira