Upplýsingafulltrúi væri kærkomin viðbót hjá MAST Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. nóvember 2023 11:54 Hrönn Ólína Jörundsdóttir, forstjóri Matvælastofnunar. vísir/egill Forstjóri Matvælastofnunar segir að ný skýrsla Ríkisendurskoðunar, þar sem ýmsar athugasemdir eru gerðar við starfsemi stofnunarinnar, varpi fyrst og fremst ljósi á viðvarandi fjárskort MAST. Stofnunin muni taka ábendingar í skýrslunni til sín, sem gefi mögulega tilefni til þess að endurskoða þörf á upplýsingafulltrúa. Skýrsla Ríkisendurskoðunar var birt í gær og varðar sérstaklega eftirlit Matvælastofnunar með velferð búfjár. Þar kemur meðal annars fram að stofnunin hafi ekki náð að byggja upp nauðsynlegt traust og sýnt langlundargeð í einstaka málum þar sem velferð dýra er ábótavant. Hrönn Ólína Jörundsdóttir forstjóri Matvælastofnunar segir rauða þráðinn í skýrslunni viðvarandi fjárskort. „Og það má alveg tengja stóran hluta þessara ábendinga sem koma fram í skýrslunni við fjármögnunarörðugleika. Og það markast kannski fyrst og fremst af því að gjaldskrá stofnunarinnar stendur ekki undir því eftirliti sem þarf að sinna til að tryggja öryggi okkar skjólstæðinga.“ Fram kemur í skýrslunni að dæmi sé um þétt eftirlit MAST með búrekstri þar sem fjöldi frávika er skráður árum og jafnvel áratugum saman án þess að aðstæður batni til frambúðar. Innt eftir því hvort þetta megi skrifa eingöngu á fjárskort, hvort ekki mætti forgangsraða betur innan stofnunarinnar, segir Hrönn að lög um velferð dýra hafi ekki verið sett á laggirnar fyrr en 2013. Taka ábendingarnar til sín „Þannig að áratugum saman er djúpt í árina tekið, þar sem við getum ekki borið ábyrgð á því sem gerist áður en stofnunin verður til í fyrsta lagi,“ segir Hrönn. Ríkisendurskoðun telur ástæðu til að skoða hvort þörf sé á upplýsingafulltrúa, stöðu sem lögð var niður í hagræðingum 2021, bendir Hrönn á. Nú sé tækifæri til að endurskoða heimildir til upplýsingagjafar. „Það er þarna ýmislegt sem er erfitt fyrir okkur að miðla og það hefur verið mikil áskorun. Og ég held að það væri ljómandi gott tækifæri til að skoða hverjar heimildir okkar eru til miðlunar upplýsinga. En það klárlega myndi hjálpa okkur ef við hefðum aðila hérna innanhúss sem gæti þá haldið utan um miðlun til almennings og fræðslu.“ Þannig að þið lítið alls ekki á þetta sem áfellisdóm? „Ég lít á þetta þannig að við klárlega tökum þessar ábendingar til okkar og ég held líka að umræðan á Íslandi varðandi dýravelferð hafi stórbatnað á síðustu tíu árum sem er gríðarlega jákvætt. Það setur bara klárlega aukna pressu á okkur og við reynum að standa undir henni.“ Dýraheilbrigði Stjórnsýsla Tengdar fréttir Nálgun MAST svo varfærin að hún gangi í raun gegn markmiðum um dýravelferð Matvælastofnun hefur ekki tekist nægilega vel að byggja upp það traust sem nauðsynlegt er hverri eftirlitsstofnun. Þá hefur MAST sýnt langlundargeð í einstaka málum þar sem velferð dýra er ábótavant. 17. nóvember 2023 06:56 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Skýrsla Ríkisendurskoðunar var birt í gær og varðar sérstaklega eftirlit Matvælastofnunar með velferð búfjár. Þar kemur meðal annars fram að stofnunin hafi ekki náð að byggja upp nauðsynlegt traust og sýnt langlundargeð í einstaka málum þar sem velferð dýra er ábótavant. Hrönn Ólína Jörundsdóttir forstjóri Matvælastofnunar segir rauða þráðinn í skýrslunni viðvarandi fjárskort. „Og það má alveg tengja stóran hluta þessara ábendinga sem koma fram í skýrslunni við fjármögnunarörðugleika. Og það markast kannski fyrst og fremst af því að gjaldskrá stofnunarinnar stendur ekki undir því eftirliti sem þarf að sinna til að tryggja öryggi okkar skjólstæðinga.“ Fram kemur í skýrslunni að dæmi sé um þétt eftirlit MAST með búrekstri þar sem fjöldi frávika er skráður árum og jafnvel áratugum saman án þess að aðstæður batni til frambúðar. Innt eftir því hvort þetta megi skrifa eingöngu á fjárskort, hvort ekki mætti forgangsraða betur innan stofnunarinnar, segir Hrönn að lög um velferð dýra hafi ekki verið sett á laggirnar fyrr en 2013. Taka ábendingarnar til sín „Þannig að áratugum saman er djúpt í árina tekið, þar sem við getum ekki borið ábyrgð á því sem gerist áður en stofnunin verður til í fyrsta lagi,“ segir Hrönn. Ríkisendurskoðun telur ástæðu til að skoða hvort þörf sé á upplýsingafulltrúa, stöðu sem lögð var niður í hagræðingum 2021, bendir Hrönn á. Nú sé tækifæri til að endurskoða heimildir til upplýsingagjafar. „Það er þarna ýmislegt sem er erfitt fyrir okkur að miðla og það hefur verið mikil áskorun. Og ég held að það væri ljómandi gott tækifæri til að skoða hverjar heimildir okkar eru til miðlunar upplýsinga. En það klárlega myndi hjálpa okkur ef við hefðum aðila hérna innanhúss sem gæti þá haldið utan um miðlun til almennings og fræðslu.“ Þannig að þið lítið alls ekki á þetta sem áfellisdóm? „Ég lít á þetta þannig að við klárlega tökum þessar ábendingar til okkar og ég held líka að umræðan á Íslandi varðandi dýravelferð hafi stórbatnað á síðustu tíu árum sem er gríðarlega jákvætt. Það setur bara klárlega aukna pressu á okkur og við reynum að standa undir henni.“
Dýraheilbrigði Stjórnsýsla Tengdar fréttir Nálgun MAST svo varfærin að hún gangi í raun gegn markmiðum um dýravelferð Matvælastofnun hefur ekki tekist nægilega vel að byggja upp það traust sem nauðsynlegt er hverri eftirlitsstofnun. Þá hefur MAST sýnt langlundargeð í einstaka málum þar sem velferð dýra er ábótavant. 17. nóvember 2023 06:56 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Nálgun MAST svo varfærin að hún gangi í raun gegn markmiðum um dýravelferð Matvælastofnun hefur ekki tekist nægilega vel að byggja upp það traust sem nauðsynlegt er hverri eftirlitsstofnun. Þá hefur MAST sýnt langlundargeð í einstaka málum þar sem velferð dýra er ábótavant. 17. nóvember 2023 06:56