Magnús er meðal annars inntur álits á ummælum Haraldar Sigurðssonar eldfjallafræðings en hann telur nú líklegast að ekki komi til goss að svo stöddu í það minnsta.
Einnig verður rætt við Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóra en borið hefur á óánægju á meðal Grindvíkinga með að fyrirtæki í bænum fái betri aðgang að bænum en íbúarnir.
Einnig fjöllum við um mál hælisleitenda frá Venesúela sem sneru til síns heima í vikunni og fengu þar óblíðar móttökur.
Að auki fjöllum við um nýja skýrslu frá Ríkisendurskoðun þar sem Matvælastofnun er gagnrýnd.
Í íþróttapakka dagsins er leikurinn við Slóvakíu gerður upp.