Fyrirtækjum hleypt inn í morgun þrátt fyrir skilaboð um annað Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. nóvember 2023 10:55 Einn stór flutningabíll fór inn á svæðið og tveir minni bílar merktir Nettó. Skjáskot „Íbúarnir eru í algjörum forgangi hjá okkur og hafa verið. En síðan erum við með fjöldann allan af fyrirtækjum sem meðal annars eru inni á þessu rauða svæði, á þessu korti sem fór út frá okkur áðan, og þetta er bara svo svakalega stórt og umfangið svo mikið.“ Þetta sagði Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, í samtali rétt í þessu en fréttastofu barst í morgun ábending og myndskeið frá reiðum íbúa í Grindavík, sem varð vitni að því rétt fyrir klukkan 9 að bílum frá fyrirtæki eða fyrirtækjum var hleypt inn í bæinn. Lögregla og Almannavarnir höfðu áður sent út tilkynningar um að þeim íbúum sem aðgerðastjórn hefði haft samband við yrði hleypt inn í bæinn klukkan 9 í dag en fyrirtækjum klukkan 14. Heimild til íbúa næði til 90 fasteigna. „Við erum auðvitað með sértækar aðgerðir í gangi jafnframt,“ sagði Úlfar. „Aðaláherslan er á að sinna íbúum og við komust ekki yfir fleiri eignir í dag en á sama tíma erum við að vinna á öðrum svæðum, þótt að það sé kannski ekki alltaf tekið fram í tilkynningum.“ Úlfar sagði um að ræða gríðarstóra aðgerð. „Við erum að reyna að sinna fyrirtækjunum eins og nokkur kostur er og þetta snýr að verðmætabjörgun en höfuðáherslan og okkar mannskapur, svotil allur, er í því að aðstoða íbúa við að komast í sínar eignir á rauða svæðinu. Það er bara þannig.“ Inntur eftir því hvort hann hefði skilning á því að íbúar upplifðu að það væri ekki mikið gagnsæi í aðgerðunum sagði Úlfar: „Það eru hamfarir í gangi hérna á Reykjanesi, þú áttar þig á því, og við getum ekki sagt frá öllu því sem við gerum. Það er bara ekki þannig. En við segjum auðvitað frá því allra, allra helsta og ég held að við höfum gert það bara nokkuð vel.“ Það sem gefið var út í morgun um tímasetningar sé reglan en „ef við höfum svigrúm til þess að bregðast við beiðnum hvað varðar verðmætabjörgun þá reynum við að nýta tímann eins vel og nokkur kostur er. Það er okkar verklag. Við erum alltaf að reyna að gera eilítið betur en við getum.“ Mannskapurinn sé takmörkuð auðlind en Úlfar ítrekar að íbúar séu í fyrsta sæti. Uppfært klukkan 11:11 Lögreglan á Suðurnesjum hefur sent frá sér eftirfarandi tilkynningu. „Vakin er athygli á því að af öryggisástæðum er ekki hægt að taka fleiri íbúa inn á mesta hættusvæðið í dag. Það færi gegn ráðleggingum okkar helstu sérfræðinga hjá Veðurstofu Íslands og samstarfsaðila við Háskóla Íslands. Fyrirtækjum verður sinnt eins og áður segir frá kl. 14. Haft hefur verið samband við þau fyrirtæki. Á sama tíma er unnið að sértækum aðgerðum sem ekki komu fram í fréttatilkynningu lögreglustjóra nú í morgun, m.a. verðmætabjörgun úr verslun Samkaupa í Grindavík ásamt öðrum verkefnum. Verðmætabjörgun sem fyrr er undir eftirliti viðbragðsaðila.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Þetta sagði Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, í samtali rétt í þessu en fréttastofu barst í morgun ábending og myndskeið frá reiðum íbúa í Grindavík, sem varð vitni að því rétt fyrir klukkan 9 að bílum frá fyrirtæki eða fyrirtækjum var hleypt inn í bæinn. Lögregla og Almannavarnir höfðu áður sent út tilkynningar um að þeim íbúum sem aðgerðastjórn hefði haft samband við yrði hleypt inn í bæinn klukkan 9 í dag en fyrirtækjum klukkan 14. Heimild til íbúa næði til 90 fasteigna. „Við erum auðvitað með sértækar aðgerðir í gangi jafnframt,“ sagði Úlfar. „Aðaláherslan er á að sinna íbúum og við komust ekki yfir fleiri eignir í dag en á sama tíma erum við að vinna á öðrum svæðum, þótt að það sé kannski ekki alltaf tekið fram í tilkynningum.“ Úlfar sagði um að ræða gríðarstóra aðgerð. „Við erum að reyna að sinna fyrirtækjunum eins og nokkur kostur er og þetta snýr að verðmætabjörgun en höfuðáherslan og okkar mannskapur, svotil allur, er í því að aðstoða íbúa við að komast í sínar eignir á rauða svæðinu. Það er bara þannig.“ Inntur eftir því hvort hann hefði skilning á því að íbúar upplifðu að það væri ekki mikið gagnsæi í aðgerðunum sagði Úlfar: „Það eru hamfarir í gangi hérna á Reykjanesi, þú áttar þig á því, og við getum ekki sagt frá öllu því sem við gerum. Það er bara ekki þannig. En við segjum auðvitað frá því allra, allra helsta og ég held að við höfum gert það bara nokkuð vel.“ Það sem gefið var út í morgun um tímasetningar sé reglan en „ef við höfum svigrúm til þess að bregðast við beiðnum hvað varðar verðmætabjörgun þá reynum við að nýta tímann eins vel og nokkur kostur er. Það er okkar verklag. Við erum alltaf að reyna að gera eilítið betur en við getum.“ Mannskapurinn sé takmörkuð auðlind en Úlfar ítrekar að íbúar séu í fyrsta sæti. Uppfært klukkan 11:11 Lögreglan á Suðurnesjum hefur sent frá sér eftirfarandi tilkynningu. „Vakin er athygli á því að af öryggisástæðum er ekki hægt að taka fleiri íbúa inn á mesta hættusvæðið í dag. Það færi gegn ráðleggingum okkar helstu sérfræðinga hjá Veðurstofu Íslands og samstarfsaðila við Háskóla Íslands. Fyrirtækjum verður sinnt eins og áður segir frá kl. 14. Haft hefur verið samband við þau fyrirtæki. Á sama tíma er unnið að sértækum aðgerðum sem ekki komu fram í fréttatilkynningu lögreglustjóra nú í morgun, m.a. verðmætabjörgun úr verslun Samkaupa í Grindavík ásamt öðrum verkefnum. Verðmætabjörgun sem fyrr er undir eftirliti viðbragðsaðila.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira