Fyrirtækjum hleypt inn í morgun þrátt fyrir skilaboð um annað Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. nóvember 2023 10:55 Einn stór flutningabíll fór inn á svæðið og tveir minni bílar merktir Nettó. Skjáskot „Íbúarnir eru í algjörum forgangi hjá okkur og hafa verið. En síðan erum við með fjöldann allan af fyrirtækjum sem meðal annars eru inni á þessu rauða svæði, á þessu korti sem fór út frá okkur áðan, og þetta er bara svo svakalega stórt og umfangið svo mikið.“ Þetta sagði Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, í samtali rétt í þessu en fréttastofu barst í morgun ábending og myndskeið frá reiðum íbúa í Grindavík, sem varð vitni að því rétt fyrir klukkan 9 að bílum frá fyrirtæki eða fyrirtækjum var hleypt inn í bæinn. Lögregla og Almannavarnir höfðu áður sent út tilkynningar um að þeim íbúum sem aðgerðastjórn hefði haft samband við yrði hleypt inn í bæinn klukkan 9 í dag en fyrirtækjum klukkan 14. Heimild til íbúa næði til 90 fasteigna. „Við erum auðvitað með sértækar aðgerðir í gangi jafnframt,“ sagði Úlfar. „Aðaláherslan er á að sinna íbúum og við komust ekki yfir fleiri eignir í dag en á sama tíma erum við að vinna á öðrum svæðum, þótt að það sé kannski ekki alltaf tekið fram í tilkynningum.“ Úlfar sagði um að ræða gríðarstóra aðgerð. „Við erum að reyna að sinna fyrirtækjunum eins og nokkur kostur er og þetta snýr að verðmætabjörgun en höfuðáherslan og okkar mannskapur, svotil allur, er í því að aðstoða íbúa við að komast í sínar eignir á rauða svæðinu. Það er bara þannig.“ Inntur eftir því hvort hann hefði skilning á því að íbúar upplifðu að það væri ekki mikið gagnsæi í aðgerðunum sagði Úlfar: „Það eru hamfarir í gangi hérna á Reykjanesi, þú áttar þig á því, og við getum ekki sagt frá öllu því sem við gerum. Það er bara ekki þannig. En við segjum auðvitað frá því allra, allra helsta og ég held að við höfum gert það bara nokkuð vel.“ Það sem gefið var út í morgun um tímasetningar sé reglan en „ef við höfum svigrúm til þess að bregðast við beiðnum hvað varðar verðmætabjörgun þá reynum við að nýta tímann eins vel og nokkur kostur er. Það er okkar verklag. Við erum alltaf að reyna að gera eilítið betur en við getum.“ Mannskapurinn sé takmörkuð auðlind en Úlfar ítrekar að íbúar séu í fyrsta sæti. Uppfært klukkan 11:11 Lögreglan á Suðurnesjum hefur sent frá sér eftirfarandi tilkynningu. „Vakin er athygli á því að af öryggisástæðum er ekki hægt að taka fleiri íbúa inn á mesta hættusvæðið í dag. Það færi gegn ráðleggingum okkar helstu sérfræðinga hjá Veðurstofu Íslands og samstarfsaðila við Háskóla Íslands. Fyrirtækjum verður sinnt eins og áður segir frá kl. 14. Haft hefur verið samband við þau fyrirtæki. Á sama tíma er unnið að sértækum aðgerðum sem ekki komu fram í fréttatilkynningu lögreglustjóra nú í morgun, m.a. verðmætabjörgun úr verslun Samkaupa í Grindavík ásamt öðrum verkefnum. Verðmætabjörgun sem fyrr er undir eftirliti viðbragðsaðila.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Sjá meira
Þetta sagði Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, í samtali rétt í þessu en fréttastofu barst í morgun ábending og myndskeið frá reiðum íbúa í Grindavík, sem varð vitni að því rétt fyrir klukkan 9 að bílum frá fyrirtæki eða fyrirtækjum var hleypt inn í bæinn. Lögregla og Almannavarnir höfðu áður sent út tilkynningar um að þeim íbúum sem aðgerðastjórn hefði haft samband við yrði hleypt inn í bæinn klukkan 9 í dag en fyrirtækjum klukkan 14. Heimild til íbúa næði til 90 fasteigna. „Við erum auðvitað með sértækar aðgerðir í gangi jafnframt,“ sagði Úlfar. „Aðaláherslan er á að sinna íbúum og við komust ekki yfir fleiri eignir í dag en á sama tíma erum við að vinna á öðrum svæðum, þótt að það sé kannski ekki alltaf tekið fram í tilkynningum.“ Úlfar sagði um að ræða gríðarstóra aðgerð. „Við erum að reyna að sinna fyrirtækjunum eins og nokkur kostur er og þetta snýr að verðmætabjörgun en höfuðáherslan og okkar mannskapur, svotil allur, er í því að aðstoða íbúa við að komast í sínar eignir á rauða svæðinu. Það er bara þannig.“ Inntur eftir því hvort hann hefði skilning á því að íbúar upplifðu að það væri ekki mikið gagnsæi í aðgerðunum sagði Úlfar: „Það eru hamfarir í gangi hérna á Reykjanesi, þú áttar þig á því, og við getum ekki sagt frá öllu því sem við gerum. Það er bara ekki þannig. En við segjum auðvitað frá því allra, allra helsta og ég held að við höfum gert það bara nokkuð vel.“ Það sem gefið var út í morgun um tímasetningar sé reglan en „ef við höfum svigrúm til þess að bregðast við beiðnum hvað varðar verðmætabjörgun þá reynum við að nýta tímann eins vel og nokkur kostur er. Það er okkar verklag. Við erum alltaf að reyna að gera eilítið betur en við getum.“ Mannskapurinn sé takmörkuð auðlind en Úlfar ítrekar að íbúar séu í fyrsta sæti. Uppfært klukkan 11:11 Lögreglan á Suðurnesjum hefur sent frá sér eftirfarandi tilkynningu. „Vakin er athygli á því að af öryggisástæðum er ekki hægt að taka fleiri íbúa inn á mesta hættusvæðið í dag. Það færi gegn ráðleggingum okkar helstu sérfræðinga hjá Veðurstofu Íslands og samstarfsaðila við Háskóla Íslands. Fyrirtækjum verður sinnt eins og áður segir frá kl. 14. Haft hefur verið samband við þau fyrirtæki. Á sama tíma er unnið að sértækum aðgerðum sem ekki komu fram í fréttatilkynningu lögreglustjóra nú í morgun, m.a. verðmætabjörgun úr verslun Samkaupa í Grindavík ásamt öðrum verkefnum. Verðmætabjörgun sem fyrr er undir eftirliti viðbragðsaðila.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Sjá meira