DalaAuður - sóknarfæri fyrir samfélagið Jóhanna María Sigmundsdóttir og Linda Guðmundsdóttir skrifa 17. nóvember 2023 07:30 Nú er nýafstaðinn íbúafundur vegna verkefnisins DalaAuðs, verkefni brothættra byggða í Dalabyggð. Fundurinn var vel heppnaður og voru ýmis mál rædd, meðal annars mikilvægi þess að haldið verði áfram uppbyggingu innviða enda samgöngumálin eitt brýnasta verkefnið í Dalabyggð. Íbúar viðruðu einnig hugmyndir um nýja möguleika varðandi dagvöruverslun á svæðinu. Þá voru lagðar fram tillögur um félags- og menningarstarf ásamt því að málefni eldri borgara og skólamálin voru rædd. Íbúafundir sem þessir eru verkefninu gífurlega mikilvægir því þar fá íbúar tækifæri til að koma sínum áherslum og hugmyndum á framfæri. Það sem gleður einnig er að sjá þann samhljóm sem er með óskum íbúa og áætlunum sveitarfélagsins. Það skiptir miklu máli, því þannig verður útkoman öflugri. Sveitarfélagið Dalabyggð er nefnilega í sókn. Sem dæmi má nefna að áform um byggingu á íþróttahúsi og sundlaug í Búðardal ásamt því að unnið er að deiliskipulagi lóða til frekari húsnæðisuppbyggingar. Þá hefur verið stofnaður vinnuhópur um uppbyggingu iðngarða í Búðardal. Íbúarnir eru líka í sókn, það sést einna helst í gróskunni í samfélaginu. Nýr kór hefur tekið til starfa, leikfélagið hefur risið úr dvala og um þessar mundir eru haldin námskeið eða viðburðir vikulega. Íbúar hafa sýnt einstaka jákvæðni gagnvart verkefninu og fjölmargir sótt um styrki í Frumkvæðissjóð DalaAuðs en samtals hefur verið úthlutað 24,5 milljónum til ýmissa frumkvæðisverkefna í Dalabyggð. Þegar þetta fléttast svo allt saman, verkefnin og áhugi íbúanna og gott samstarf allra sem koma að DalaAuði, þá verður til eitthvað magnað. Við sjáum sprota og ný störf að mótast, nýjar vörur í þróun, mannlífið dafnar og hæfileikar fá að blómstra. Það er engu líkara en að DalaAuður hafi vökvað og borið á akra sem að upplagi voru mjög frjósamir, því styrkleikar Dalanna eru svo sannarlega að birtast okkur í gegnum verkefnið. Í amstri dagsins getum við gleymt að horfa yfir sviðið og sjá hvert við erum komin. Stundum þarf ekki nema dagspart á íbúafundi til að minna á hve mikið hefur náð fram að ganga og hversu mikið við getum gert með samhentu átaki. Það er gífurlega gefandi að horfa yfir sal þar sem fólk á í jákvæðum samræðum á hverju borði, samræðum sem miða allar að því að efla, byggja upp og ná árangri fyrir samfélagið sem við viljum búa í. Ugglaust hljómum við ögn háfleygar en í grunninn, vildum við einfaldlega setjast niður og koma í orð þakklæti til íbúa Dalabyggðar. Takk fyrir að leyfa fleirum að njóta hugmynda ykkar og hæfileika. Takk fyrir að vilja samfélaginu vel og sýna það með þátttöku ykkar í DalaAuði. Jóhanna María Sigmundsdóttir, verkefnisstjóri hjá Dalabyggð.Linda Guðmundsdóttir, verkefnisstjóri DalaAuðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dalabyggð Jóhanna María Sigmundsdóttir Byggðamál Mest lesið Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Nú er nýafstaðinn íbúafundur vegna verkefnisins DalaAuðs, verkefni brothættra byggða í Dalabyggð. Fundurinn var vel heppnaður og voru ýmis mál rædd, meðal annars mikilvægi þess að haldið verði áfram uppbyggingu innviða enda samgöngumálin eitt brýnasta verkefnið í Dalabyggð. Íbúar viðruðu einnig hugmyndir um nýja möguleika varðandi dagvöruverslun á svæðinu. Þá voru lagðar fram tillögur um félags- og menningarstarf ásamt því að málefni eldri borgara og skólamálin voru rædd. Íbúafundir sem þessir eru verkefninu gífurlega mikilvægir því þar fá íbúar tækifæri til að koma sínum áherslum og hugmyndum á framfæri. Það sem gleður einnig er að sjá þann samhljóm sem er með óskum íbúa og áætlunum sveitarfélagsins. Það skiptir miklu máli, því þannig verður útkoman öflugri. Sveitarfélagið Dalabyggð er nefnilega í sókn. Sem dæmi má nefna að áform um byggingu á íþróttahúsi og sundlaug í Búðardal ásamt því að unnið er að deiliskipulagi lóða til frekari húsnæðisuppbyggingar. Þá hefur verið stofnaður vinnuhópur um uppbyggingu iðngarða í Búðardal. Íbúarnir eru líka í sókn, það sést einna helst í gróskunni í samfélaginu. Nýr kór hefur tekið til starfa, leikfélagið hefur risið úr dvala og um þessar mundir eru haldin námskeið eða viðburðir vikulega. Íbúar hafa sýnt einstaka jákvæðni gagnvart verkefninu og fjölmargir sótt um styrki í Frumkvæðissjóð DalaAuðs en samtals hefur verið úthlutað 24,5 milljónum til ýmissa frumkvæðisverkefna í Dalabyggð. Þegar þetta fléttast svo allt saman, verkefnin og áhugi íbúanna og gott samstarf allra sem koma að DalaAuði, þá verður til eitthvað magnað. Við sjáum sprota og ný störf að mótast, nýjar vörur í þróun, mannlífið dafnar og hæfileikar fá að blómstra. Það er engu líkara en að DalaAuður hafi vökvað og borið á akra sem að upplagi voru mjög frjósamir, því styrkleikar Dalanna eru svo sannarlega að birtast okkur í gegnum verkefnið. Í amstri dagsins getum við gleymt að horfa yfir sviðið og sjá hvert við erum komin. Stundum þarf ekki nema dagspart á íbúafundi til að minna á hve mikið hefur náð fram að ganga og hversu mikið við getum gert með samhentu átaki. Það er gífurlega gefandi að horfa yfir sal þar sem fólk á í jákvæðum samræðum á hverju borði, samræðum sem miða allar að því að efla, byggja upp og ná árangri fyrir samfélagið sem við viljum búa í. Ugglaust hljómum við ögn háfleygar en í grunninn, vildum við einfaldlega setjast niður og koma í orð þakklæti til íbúa Dalabyggðar. Takk fyrir að leyfa fleirum að njóta hugmynda ykkar og hæfileika. Takk fyrir að vilja samfélaginu vel og sýna það með þátttöku ykkar í DalaAuði. Jóhanna María Sigmundsdóttir, verkefnisstjóri hjá Dalabyggð.Linda Guðmundsdóttir, verkefnisstjóri DalaAuðs.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun