Grindvíkingum boðið í sund, á söfn og á íþróttaæfingar Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 16. nóvember 2023 15:36 Fannar Jónsson, bæjarstjóri Grindavíkur og Dagur B Eggertsson, borgarstjóri féllust í faðma við ráðhús Reykjavíkur í dag. Reykjavíkurborg Borgarráð samþykkti í dag að greitt yrði fyrir aðgengi Grindvíkinga að fjölbreyttri þjónustu í Reykjavík. Þá var verkaskipting varðandi skólamál til umræðu. Fáni Grindavíkurbæjar var dreginn að húni við Ráðhúsið. Starfsfólk á bæjarskrifstofum Grindavíkurbæjar hefur komið sér upp aðstöðu á annarri hæð Ráðhúss Reykjavíkur. Í dag bauð Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur Grindvíkinga formlega velkomna. „Fólk áttar sig oft ekki á því fyrr en á raunastundu hvað starfsemi sveitarfélaga er mikið lím í samfélaginu. Við viljum vera til staðar eftir fremsta megni og ég dáist að Fannari [Jónassyni, bæjarstjóra Grindavíkur] og samstarfsfólki hans vegna framgöngu þeirra síðustu daga,“ sagði Dagur af því tilefni. Fannar þakkaði ómetanlegan stuðning og drógu þeir Dagur fána Grindavíkur að húni í sameiningu. Grindvíkingum boðið í sund, á söfn og á íþróttaæfingar Á fundi borgarráðs í morgun var fagsviðum borgarinnar og miðlægri stjórnsýslu falið að útfæra tillögur til að greiða aðgengi íbúa Grindavíkur að þjónustu Reykjavíkurborgar eins og kostur er og í samræmi við formlegar óskir almannavarna. Borgarráð Reykjavíkur sendir bæjarstjórn Grindavíkur og Grindvíkingum öllum innilegar samstöðukveðjur vegna þeirra alvarlegu atburða sem hafa átt sér stað í Grindavík og óvissunnar sem nú ríkir þar. Fáni Grindavíkur var dreginn að húni við ráðhúsið fyrr í dag.Reykjavíkurborg „Þá verður Grindvíkingum boðið að nýta sundlaugar borgarinnar og söfn sér að endurgjaldslausu og gildir hið sama um Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Börnum og ungmennum verður boðið á æfingar hjá íþróttafélögum án endurgjalds í samstarfi við ÍBR og UMFG og sérstaklega skoðað hvort koma megi á æfingum á vegum UMFG í samstarfi við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu,“ segir í tilkynningu. Verkaskipting í skólamálum Þá var ákveðið að setja upp verkaskiptinu milli sveitafélaganna þegar kemur að skólamálum. Sveitarfélögin setji fólk í teymi eins og þaju hafi ráðrúm til. Verkaskiptingin er eftirfarandi: Reykjavíkurborg: Grunnskólamál og frístundaheimili (þar með talinn búnaður). Mosfellsbær: Leikskólamál. Hafnarfjörður: Málefni barna af erlendum uppruna og börn í viðkvæmri stöðu. Kópavogur: Félagsmiðstöðvar unglinga og málefni ungmenna. Garðabær: Íþróttir, tónlistarskólar og annað æskulýðsstarf. Horft er til þess að Reykjanesið, Árborg og Ölfus verði með í þessari vinnu ef það hentar þeim sem og fulltrúar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Starfsfólk á bæjarskrifstofum Grindavíkurbæjar ásamt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra, Þorsteini Gunnarssyni borgarritara og Fannari Jónassyni, bæjarstjóra Grindavíkur. Reykjavíkurborg Grindavík Reykjavík Eldgos á Reykjanesskaga Borgarstjórn Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Starfsfólk á bæjarskrifstofum Grindavíkurbæjar hefur komið sér upp aðstöðu á annarri hæð Ráðhúss Reykjavíkur. Í dag bauð Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur Grindvíkinga formlega velkomna. „Fólk áttar sig oft ekki á því fyrr en á raunastundu hvað starfsemi sveitarfélaga er mikið lím í samfélaginu. Við viljum vera til staðar eftir fremsta megni og ég dáist að Fannari [Jónassyni, bæjarstjóra Grindavíkur] og samstarfsfólki hans vegna framgöngu þeirra síðustu daga,“ sagði Dagur af því tilefni. Fannar þakkaði ómetanlegan stuðning og drógu þeir Dagur fána Grindavíkur að húni í sameiningu. Grindvíkingum boðið í sund, á söfn og á íþróttaæfingar Á fundi borgarráðs í morgun var fagsviðum borgarinnar og miðlægri stjórnsýslu falið að útfæra tillögur til að greiða aðgengi íbúa Grindavíkur að þjónustu Reykjavíkurborgar eins og kostur er og í samræmi við formlegar óskir almannavarna. Borgarráð Reykjavíkur sendir bæjarstjórn Grindavíkur og Grindvíkingum öllum innilegar samstöðukveðjur vegna þeirra alvarlegu atburða sem hafa átt sér stað í Grindavík og óvissunnar sem nú ríkir þar. Fáni Grindavíkur var dreginn að húni við ráðhúsið fyrr í dag.Reykjavíkurborg „Þá verður Grindvíkingum boðið að nýta sundlaugar borgarinnar og söfn sér að endurgjaldslausu og gildir hið sama um Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Börnum og ungmennum verður boðið á æfingar hjá íþróttafélögum án endurgjalds í samstarfi við ÍBR og UMFG og sérstaklega skoðað hvort koma megi á æfingum á vegum UMFG í samstarfi við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu,“ segir í tilkynningu. Verkaskipting í skólamálum Þá var ákveðið að setja upp verkaskiptinu milli sveitafélaganna þegar kemur að skólamálum. Sveitarfélögin setji fólk í teymi eins og þaju hafi ráðrúm til. Verkaskiptingin er eftirfarandi: Reykjavíkurborg: Grunnskólamál og frístundaheimili (þar með talinn búnaður). Mosfellsbær: Leikskólamál. Hafnarfjörður: Málefni barna af erlendum uppruna og börn í viðkvæmri stöðu. Kópavogur: Félagsmiðstöðvar unglinga og málefni ungmenna. Garðabær: Íþróttir, tónlistarskólar og annað æskulýðsstarf. Horft er til þess að Reykjanesið, Árborg og Ölfus verði með í þessari vinnu ef það hentar þeim sem og fulltrúar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Starfsfólk á bæjarskrifstofum Grindavíkurbæjar ásamt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra, Þorsteini Gunnarssyni borgarritara og Fannari Jónassyni, bæjarstjóra Grindavíkur. Reykjavíkurborg
Grindavík Reykjavík Eldgos á Reykjanesskaga Borgarstjórn Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira