Vy-þrif kærð til lögreglu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. nóvember 2023 10:45 Dauð mús eða rotta sem fannst á gólfinu í Sóltúni þegar Heilbrigðiseftirlitið mætti á vettvang í lok september. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur kært þriffyrirtækið Vy-þrif til lögreglu fyrir ólöglega matvælageymslu í kjallara í Sóltúni í Reykjavík. Fyrirtækið hafði frest til 14. nóvember til að bregðast við erindi eftirlitsins en gerði það ekki. Þetta kemur fram í skriflegum svörum heilbrigðiseftirlitsins til fréttastofu. Málið hafi verið kært til lögreglu og sé nú á hennar borði. Fréttastofa óskaði eftir afriti af kæru eftirlitsins en þeirri beiðni var hafnað. „Kæran til lögreglu er undanþegin upplýsingalögum þar sem hún er hluti af rannsókn sakamáls sbr 4. gr. upplýsingalaga,“ segir í svari eftirlitsins. Dauð mús eða rotta í gildru í húsnæðinu. Forsaga málsins er sú að eftirlitið fór í heimsókn í kjallarann í Sóltúni 27. september vegna gruns um geymslu matvæla án tilskilinna leyfa. Tilkynningar höfðu borist um vonda lykt frá húsnæðinu. Þar kom í ljós að húsnæðið var óhreint, ekki meindýrahelt auk þess sem ummerki voru greinileg í formi rottuskíts og rottuþvags meðal annars ofan á umbúðum matvæla. Þá voru vísbendingar á staðnum um að fólk hefði dvalið þar. Meðal annars fundust dýnur, koddar, matarílát og tjald ofan á sekkjum. Sá angi málsins hefur þegar verið tilkynntur til lögreglu. Uppsett tjald á sekkjum í kjallaranum. Heilbrigðiseftirlitið telur ljóst að húsnæðið var notað til geymslu matvæla sem ætluð voru til dreifingar og neyslu. Vy-þrif hafi brotið fjölmörg ákvæði matvælalaga og reglugerða. Matvælafyrirtæki séu ekki ætluð til íbúðar eða gistingar. Davíð Viðarsson, framkvæmdastjóri og eigandi þrifafyrirtækisins Vy-þrifa og betur þekktur undir víetnömsku nafni sínu Quang Le, sagðist í skriflegri orðsendingu til fréttastofu á dögunum ekki ætla að tjá sig um rannsókn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur á fyrirtækinu. Davíð er einnig eigandi phoVíetnam veitingastaðakeðjunnar sem rekur nokkra veitingastaði í Reykjavík. Ólöglegur matvælalager í Sóltúni Heilbrigðiseftirlit Lögreglumál Reykjavík Mál Davíðs Viðarssonar Tengdar fréttir Wok On sver af sér tengsl við lagerinn Talsmaður veitingastaðakeðjunnar Wok On segir sárt að heyra að búið að sé að bendla veitingastaðinn við ólöglegan matvælalager í Sóltúni í Reykjavík. Eigandi lagersins komi ekki að daglegum rekstri Wok On en eigi þó hlut í tveimur útibúum keðjunnar og sjái Wok On fyrir húsnæði. 10. nóvember 2023 10:05 Flúðu á hlaupum eða bíl í fyrstu heimsókn Fyrsta heimsókn starfsfólks Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur (HER) í geymslurými í kjallaranum í Sóltúni 20 virðist hafa komið fólki á svæðinu í opna skjöldu. Þeir tóku á rás og ekki náðist að ræða við þá. 9. nóvember 2023 15:55 Starfsfólk Vy-þrifa reyndi að koma matvælum undan Tæplega fimm tonn af matvælum sem höfðu nýlega verið flutt til Íslands voru á meðal þeirra sem fundust í geymslu í kjallara húsnæðis við Sóltún í Reykjavík í lok september. Þá eru vísbendingar um að fólk hafi dvalið í geymslunni og er sá angi málsins kominn á borð lögreglu. 9. nóvember 2023 15:03 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Þetta kemur fram í skriflegum svörum heilbrigðiseftirlitsins til fréttastofu. Málið hafi verið kært til lögreglu og sé nú á hennar borði. Fréttastofa óskaði eftir afriti af kæru eftirlitsins en þeirri beiðni var hafnað. „Kæran til lögreglu er undanþegin upplýsingalögum þar sem hún er hluti af rannsókn sakamáls sbr 4. gr. upplýsingalaga,“ segir í svari eftirlitsins. Dauð mús eða rotta í gildru í húsnæðinu. Forsaga málsins er sú að eftirlitið fór í heimsókn í kjallarann í Sóltúni 27. september vegna gruns um geymslu matvæla án tilskilinna leyfa. Tilkynningar höfðu borist um vonda lykt frá húsnæðinu. Þar kom í ljós að húsnæðið var óhreint, ekki meindýrahelt auk þess sem ummerki voru greinileg í formi rottuskíts og rottuþvags meðal annars ofan á umbúðum matvæla. Þá voru vísbendingar á staðnum um að fólk hefði dvalið þar. Meðal annars fundust dýnur, koddar, matarílát og tjald ofan á sekkjum. Sá angi málsins hefur þegar verið tilkynntur til lögreglu. Uppsett tjald á sekkjum í kjallaranum. Heilbrigðiseftirlitið telur ljóst að húsnæðið var notað til geymslu matvæla sem ætluð voru til dreifingar og neyslu. Vy-þrif hafi brotið fjölmörg ákvæði matvælalaga og reglugerða. Matvælafyrirtæki séu ekki ætluð til íbúðar eða gistingar. Davíð Viðarsson, framkvæmdastjóri og eigandi þrifafyrirtækisins Vy-þrifa og betur þekktur undir víetnömsku nafni sínu Quang Le, sagðist í skriflegri orðsendingu til fréttastofu á dögunum ekki ætla að tjá sig um rannsókn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur á fyrirtækinu. Davíð er einnig eigandi phoVíetnam veitingastaðakeðjunnar sem rekur nokkra veitingastaði í Reykjavík.
Ólöglegur matvælalager í Sóltúni Heilbrigðiseftirlit Lögreglumál Reykjavík Mál Davíðs Viðarssonar Tengdar fréttir Wok On sver af sér tengsl við lagerinn Talsmaður veitingastaðakeðjunnar Wok On segir sárt að heyra að búið að sé að bendla veitingastaðinn við ólöglegan matvælalager í Sóltúni í Reykjavík. Eigandi lagersins komi ekki að daglegum rekstri Wok On en eigi þó hlut í tveimur útibúum keðjunnar og sjái Wok On fyrir húsnæði. 10. nóvember 2023 10:05 Flúðu á hlaupum eða bíl í fyrstu heimsókn Fyrsta heimsókn starfsfólks Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur (HER) í geymslurými í kjallaranum í Sóltúni 20 virðist hafa komið fólki á svæðinu í opna skjöldu. Þeir tóku á rás og ekki náðist að ræða við þá. 9. nóvember 2023 15:55 Starfsfólk Vy-þrifa reyndi að koma matvælum undan Tæplega fimm tonn af matvælum sem höfðu nýlega verið flutt til Íslands voru á meðal þeirra sem fundust í geymslu í kjallara húsnæðis við Sóltún í Reykjavík í lok september. Þá eru vísbendingar um að fólk hafi dvalið í geymslunni og er sá angi málsins kominn á borð lögreglu. 9. nóvember 2023 15:03 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Wok On sver af sér tengsl við lagerinn Talsmaður veitingastaðakeðjunnar Wok On segir sárt að heyra að búið að sé að bendla veitingastaðinn við ólöglegan matvælalager í Sóltúni í Reykjavík. Eigandi lagersins komi ekki að daglegum rekstri Wok On en eigi þó hlut í tveimur útibúum keðjunnar og sjái Wok On fyrir húsnæði. 10. nóvember 2023 10:05
Flúðu á hlaupum eða bíl í fyrstu heimsókn Fyrsta heimsókn starfsfólks Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur (HER) í geymslurými í kjallaranum í Sóltúni 20 virðist hafa komið fólki á svæðinu í opna skjöldu. Þeir tóku á rás og ekki náðist að ræða við þá. 9. nóvember 2023 15:55
Starfsfólk Vy-þrifa reyndi að koma matvælum undan Tæplega fimm tonn af matvælum sem höfðu nýlega verið flutt til Íslands voru á meðal þeirra sem fundust í geymslu í kjallara húsnæðis við Sóltún í Reykjavík í lok september. Þá eru vísbendingar um að fólk hafi dvalið í geymslunni og er sá angi málsins kominn á borð lögreglu. 9. nóvember 2023 15:03