Innlent

Veittu á­fengi á skemmti­stað eftir lokun

Atli Ísleifsson skrifar
Útkallið barst um klukkan hálf tvö í nótt. Myndin er úr safni.
Útkallið barst um klukkan hálf tvö í nótt. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út eftir að tilkynnt var um að verið væri að veita áfengi á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur eftir lokun.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þar sem segir frá verkefnum gærkvöldsins og næturinnar. Fram kemur að tilkynningin hafi borist klukkan 1:28 í nótt og að skýrsla hafi verið rituð vegna málsins.

Ennfremur segir að um svipað leyti hafi ökumaður verið stöðvaður grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Kom þar í ljós að hann hafi einnig verið án ökuréttinda. Hann hafi verið látinn laus eftir hefðbundið ferli.

Loks segir að um hálf fimm í nótt hafi ökumaður verið stöðvaður grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Atvikið átti sér stað á svæði lögreglustöðvar 2 sem nær yfir Hafnarfjörð og Garðabæ. Ökumaðurinn var látinn laus eftir sýnatöku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×