Segir almennan lesskilning duga til að sjá að dómarinn sé ekki vanhæfur Jón Þór Stefánsson skrifar 15. nóvember 2023 21:17 Sveinn Andri vill meina að nú sé hryðjuverkamálið tafið enn frekar vegna „algjörar þvælu“. Vísir/Hulda Margrét Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður annars sakborningsins í hryðjuverkamálinu svokallaða, er hjartanlega ósammála niðurstöðu Landsréttar um að Daði Kristjánsson dómari sé vanhæfur. Dómaranum hefur verið gert að víkja frá málinu. „Ég vill meina að við höfum fært góð rök fyrir því að dómarinn sé alls ekki vanhæfur. Enda er verið teygja úr hans orðum með því að túlka þau sem svo að hann sé með einhverjum hætti að tjá sig efnislega um málið,“ segir Sveinn og heldur því fram að það þurfi einungis „almennan lesskilning“ til að átta sig á því. „En Landsréttur hefur ákveðið að láta saksóknara njóta vafans. Vegna lítils háttar blæbrigða í einhverjum skilningi á orðum dómarans mætti mögulega og hugsanlega túlka þau sem einhvers konar skoðun hans á málinu.“ Sveinn segist hafa mótmælt meintu vanhæfi þar sem hann treysti umræddum dómara og að hann teldi hann hæfan. Aðspurður um hvaða áhrif ákvörðun Landsréttar muni hafa á málið segir Sveinn Andri það ekki gott að segja. Líklega muni hún þó tefja málið enn frekar. „Nú er málið allt saman í uppnámi varðandi tímafaktorinn. Það eru ákveðin álitaefni sem á enn eftir að leysa úr áður en aðalmeðferðin getur hafist. Þannig það er enn verið að tefja málið út af algjörri þvælu, sem átti aldrei að bera á borð,“ segir hann og bætir við að ákvörðunin bæti óvissu í málið sem sé ekki góð fyrir sakborningana. Dómari í utandeild en saksóknari í ensku Þá vill Sveinn Andri meina að Karl Ingi Vilbergsson, sem sækir málið fyrir hönd héraðssaksóknara, hafi sýnt fram á vanhæfi sitt í málinu. Hann bendir á að í íslenskum sakamálum þurfi bæði dómari og saksóknari að vera hlutlausir í sinni vinnu. Hann telur Karl ekki hafa verið það. Sveinn Andri hefur áður gagnrýnt vinnubrögð hins opinbera í hryðjuverkamálinu, en hann hefur fyrst og fremst beint sjónum sínum að rannsókn lögreglunnar í málinu. Um Karl Inga segir Sveinn: „Það ætti að vera búið að henda honum úr málinu tuttugu sinnum út af brotum hans á hlutleysisreglum. Ef dómari málsins er leikmaður í íslensku utandeildarliði þegar kemur að vanhæfi, þá er saksóknari úrvalsdeildinni ensku. Hann ber höfuð og herðar yfir dómarann þegar kemur að vanhæfi og hlutdrægni.“ Sveinn Andri segir koma til skoðunar að krefjast þess að saksóknari víki sæti. Hann er á þeirri skoðun að sakamálið sem höfðað sé gegn sakborningunum tveimur sé „mission í því að bjarga andliti ríkislögreglustjóra“ sem Sveinn telur að hafi farið með offorsi í málinu. Fréttastofa náði tali af Karli Inga fyrr í kvöld og spurði hvort hann væri ánægður með úrskurð Landsréttar. „Ég er ekkert sérstaklega ánægður, frekar en óánægður. Við erum bara að fara eftir ákveðnum leikreglum. Svona er ferill málsins.“ Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Dómstólar Tengdar fréttir „Ég er á grensunni að fremja fjöldamorð bara núna“ Aðdáun á alræmdum morðingjum sem hafa framið hryðjuverk á undanförnum árum skín í gegnum samskipti tveggja ungra manna sem eru ákærðir fyrir að leggja á ráðin um hryðjuverk. Annar þeirra vakti ítrekað máls á að feta í fótspor þeirra með árásum á einstaklinga og stofnanir. 16. júní 2023 07:00 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
„Ég vill meina að við höfum fært góð rök fyrir því að dómarinn sé alls ekki vanhæfur. Enda er verið teygja úr hans orðum með því að túlka þau sem svo að hann sé með einhverjum hætti að tjá sig efnislega um málið,“ segir Sveinn og heldur því fram að það þurfi einungis „almennan lesskilning“ til að átta sig á því. „En Landsréttur hefur ákveðið að láta saksóknara njóta vafans. Vegna lítils háttar blæbrigða í einhverjum skilningi á orðum dómarans mætti mögulega og hugsanlega túlka þau sem einhvers konar skoðun hans á málinu.“ Sveinn segist hafa mótmælt meintu vanhæfi þar sem hann treysti umræddum dómara og að hann teldi hann hæfan. Aðspurður um hvaða áhrif ákvörðun Landsréttar muni hafa á málið segir Sveinn Andri það ekki gott að segja. Líklega muni hún þó tefja málið enn frekar. „Nú er málið allt saman í uppnámi varðandi tímafaktorinn. Það eru ákveðin álitaefni sem á enn eftir að leysa úr áður en aðalmeðferðin getur hafist. Þannig það er enn verið að tefja málið út af algjörri þvælu, sem átti aldrei að bera á borð,“ segir hann og bætir við að ákvörðunin bæti óvissu í málið sem sé ekki góð fyrir sakborningana. Dómari í utandeild en saksóknari í ensku Þá vill Sveinn Andri meina að Karl Ingi Vilbergsson, sem sækir málið fyrir hönd héraðssaksóknara, hafi sýnt fram á vanhæfi sitt í málinu. Hann bendir á að í íslenskum sakamálum þurfi bæði dómari og saksóknari að vera hlutlausir í sinni vinnu. Hann telur Karl ekki hafa verið það. Sveinn Andri hefur áður gagnrýnt vinnubrögð hins opinbera í hryðjuverkamálinu, en hann hefur fyrst og fremst beint sjónum sínum að rannsókn lögreglunnar í málinu. Um Karl Inga segir Sveinn: „Það ætti að vera búið að henda honum úr málinu tuttugu sinnum út af brotum hans á hlutleysisreglum. Ef dómari málsins er leikmaður í íslensku utandeildarliði þegar kemur að vanhæfi, þá er saksóknari úrvalsdeildinni ensku. Hann ber höfuð og herðar yfir dómarann þegar kemur að vanhæfi og hlutdrægni.“ Sveinn Andri segir koma til skoðunar að krefjast þess að saksóknari víki sæti. Hann er á þeirri skoðun að sakamálið sem höfðað sé gegn sakborningunum tveimur sé „mission í því að bjarga andliti ríkislögreglustjóra“ sem Sveinn telur að hafi farið með offorsi í málinu. Fréttastofa náði tali af Karli Inga fyrr í kvöld og spurði hvort hann væri ánægður með úrskurð Landsréttar. „Ég er ekkert sérstaklega ánægður, frekar en óánægður. Við erum bara að fara eftir ákveðnum leikreglum. Svona er ferill málsins.“
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Dómstólar Tengdar fréttir „Ég er á grensunni að fremja fjöldamorð bara núna“ Aðdáun á alræmdum morðingjum sem hafa framið hryðjuverk á undanförnum árum skín í gegnum samskipti tveggja ungra manna sem eru ákærðir fyrir að leggja á ráðin um hryðjuverk. Annar þeirra vakti ítrekað máls á að feta í fótspor þeirra með árásum á einstaklinga og stofnanir. 16. júní 2023 07:00 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
„Ég er á grensunni að fremja fjöldamorð bara núna“ Aðdáun á alræmdum morðingjum sem hafa framið hryðjuverk á undanförnum árum skín í gegnum samskipti tveggja ungra manna sem eru ákærðir fyrir að leggja á ráðin um hryðjuverk. Annar þeirra vakti ítrekað máls á að feta í fótspor þeirra með árásum á einstaklinga og stofnanir. 16. júní 2023 07:00