Virkjum kraft tilhlökkunar Ingrid Kuhlman skrifar 16. nóvember 2023 07:01 Á þýsku er orðatiltæki sem segir: „Vorfreude ist die beste Freude!“, sem þýðir „Jákvæð tilhlökkun (bókstaflega „for-gleði“) er besta tegund af gleði.“ Þó að bæði gleði í núinu og eftirgleði (að ylja sig við góðar minningar) sé mikilvæg, er „forgleði“ eða tilhlökkun vannýtt uppspretta hamingju. Hægt er að virkja kraft hennar með því að: Skipuleggja framtíðarviðburði eins og t.d. helgarferð, kvöldverð/bröns með vinum, bíóferð eða gönguferð úti í náttúrunni. Setja markmið og fagna litlum áföngum. Að hafa markmið gefur okkur eitthvað til að hlakka til og vinna að. Skapa siði eins og vikulegt deit með makanum, sunnudagskvöldverð með börnunum, bústaðarferð um páskana eða mánaðarlegan bókaklúbbshitting. Telja niður í spennandi viðburði eins og t.d. tónleika eða uppistand. Sniðugt er að nota smáforrit sem telja niður í sérstaka daga, eins og t.d. Time Until Countdown, Dreamdays Countdown og Countdown Widget. Deila tilhlökkuninni með vinum eða fjölskyldu. Það getur styrkt félagsleg tengsl og skapað sameiginlegar stundir gleði og eftirvæntingar. Taka þátt í að undirbúa viðburð eins og t.d. stórafmæli eða óvissuferð. Það að skipuleggja og undirbúa samkomur og viðburði getur verið jafn skemmtilegt og viðburðirnir sjálfir. Búa til óskaspjald sem er sjónræn framsetning á markmiðum og draumum. Að sjá fyrir sér á sjónrænan hátt drauma sína getur kveikt eldmóð og virkað sem stöðug áminning og uppspretta tilhlökkunar. Rækta jákvætt hugarfar, sem getur hjálpað til við að sjá gleðina í tilhlökkuninni frekar en kvíða eða óþolinmæði. Njóta litlu hlutanna. Að finna gleði og þakklæti í litlum, hversdagslegum augnablikum getur vakið tilhlökkun. Þetta geta verið atriði eins og ósvikið bros frá ókunnugum, lyktin af nýslegnu grasi, falleg sólarupprás eða brakandi fersk rúmföt. Tengjast náttúrunni. Að hlakka til mismunandi árstíða, eins og t.d. blómstrandi blóma á sumrin, komu farfugla á vorin eða snjókomu á veturna getur verið einföld en djúp uppspretta gleði. Gera gleðilista yfir athafnir, upplifanir eða hluti sem veita gleði og hamingju og sinna þeim reglulega. Þetta geta verið atriði eins og spilakvöld, að dansa við uppáhaldstónlistina, heimsækja söfn, föndra o.s.frv. Læra að njóta. Mundu að þetta snýst um að njóta ferðarinnar, ekki bara áfangastaðarins. Að virkja kraft tilhlökkunar hefur margvíslegan ávinning. Tilhlökkun bætir auknu ánægjulagi við lífið þar sem hún gerir okkur kleift að upplifa gleði ekki bara á viðburðinum sjálfum heldur einnig í aðdraganda hans. Þegar við sjáum fyrir okkur jákvæða atburði í framtíðinni losar líkaminn dópamín, sem er taugaboðefni sem tengist ánægju og vellíðan. Jákvæð eftirvænting lyftir þannig andanum og stuðlar að aukinni hamingju. Auk þess leiðir tilhlökkun oft til meira þakklætis. Að hafa eitthvað til að hlakka til getur hjálpað okkur við að missa ekki dampinn á krefjandi tímum og aukið þannig seiglu. Tilhlökkun getur auk þess virkað sem stuðpúði gegn streitu og hjálpað til við að draga úr áhrifum hennar á andlega og líkamlega heilsu. Að hafa eitthvað til að hlakka til getur veitt tilfinningu fyrir tilgangi og stefnu í lífinu. Höfundur er framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar og með MSc í hagnýtri jákvæðri sálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Sjá meira
Á þýsku er orðatiltæki sem segir: „Vorfreude ist die beste Freude!“, sem þýðir „Jákvæð tilhlökkun (bókstaflega „for-gleði“) er besta tegund af gleði.“ Þó að bæði gleði í núinu og eftirgleði (að ylja sig við góðar minningar) sé mikilvæg, er „forgleði“ eða tilhlökkun vannýtt uppspretta hamingju. Hægt er að virkja kraft hennar með því að: Skipuleggja framtíðarviðburði eins og t.d. helgarferð, kvöldverð/bröns með vinum, bíóferð eða gönguferð úti í náttúrunni. Setja markmið og fagna litlum áföngum. Að hafa markmið gefur okkur eitthvað til að hlakka til og vinna að. Skapa siði eins og vikulegt deit með makanum, sunnudagskvöldverð með börnunum, bústaðarferð um páskana eða mánaðarlegan bókaklúbbshitting. Telja niður í spennandi viðburði eins og t.d. tónleika eða uppistand. Sniðugt er að nota smáforrit sem telja niður í sérstaka daga, eins og t.d. Time Until Countdown, Dreamdays Countdown og Countdown Widget. Deila tilhlökkuninni með vinum eða fjölskyldu. Það getur styrkt félagsleg tengsl og skapað sameiginlegar stundir gleði og eftirvæntingar. Taka þátt í að undirbúa viðburð eins og t.d. stórafmæli eða óvissuferð. Það að skipuleggja og undirbúa samkomur og viðburði getur verið jafn skemmtilegt og viðburðirnir sjálfir. Búa til óskaspjald sem er sjónræn framsetning á markmiðum og draumum. Að sjá fyrir sér á sjónrænan hátt drauma sína getur kveikt eldmóð og virkað sem stöðug áminning og uppspretta tilhlökkunar. Rækta jákvætt hugarfar, sem getur hjálpað til við að sjá gleðina í tilhlökkuninni frekar en kvíða eða óþolinmæði. Njóta litlu hlutanna. Að finna gleði og þakklæti í litlum, hversdagslegum augnablikum getur vakið tilhlökkun. Þetta geta verið atriði eins og ósvikið bros frá ókunnugum, lyktin af nýslegnu grasi, falleg sólarupprás eða brakandi fersk rúmföt. Tengjast náttúrunni. Að hlakka til mismunandi árstíða, eins og t.d. blómstrandi blóma á sumrin, komu farfugla á vorin eða snjókomu á veturna getur verið einföld en djúp uppspretta gleði. Gera gleðilista yfir athafnir, upplifanir eða hluti sem veita gleði og hamingju og sinna þeim reglulega. Þetta geta verið atriði eins og spilakvöld, að dansa við uppáhaldstónlistina, heimsækja söfn, föndra o.s.frv. Læra að njóta. Mundu að þetta snýst um að njóta ferðarinnar, ekki bara áfangastaðarins. Að virkja kraft tilhlökkunar hefur margvíslegan ávinning. Tilhlökkun bætir auknu ánægjulagi við lífið þar sem hún gerir okkur kleift að upplifa gleði ekki bara á viðburðinum sjálfum heldur einnig í aðdraganda hans. Þegar við sjáum fyrir okkur jákvæða atburði í framtíðinni losar líkaminn dópamín, sem er taugaboðefni sem tengist ánægju og vellíðan. Jákvæð eftirvænting lyftir þannig andanum og stuðlar að aukinni hamingju. Auk þess leiðir tilhlökkun oft til meira þakklætis. Að hafa eitthvað til að hlakka til getur hjálpað okkur við að missa ekki dampinn á krefjandi tímum og aukið þannig seiglu. Tilhlökkun getur auk þess virkað sem stuðpúði gegn streitu og hjálpað til við að draga úr áhrifum hennar á andlega og líkamlega heilsu. Að hafa eitthvað til að hlakka til getur veitt tilfinningu fyrir tilgangi og stefnu í lífinu. Höfundur er framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar og með MSc í hagnýtri jákvæðri sálfræði.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun