Emma fær jafnvel borgað og þjálfari karlalandsliðsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. nóvember 2023 08:00 Emma Hayes hefur ástæðu til að brosa eftir að þessi sögulegi samningur er í höfn. Getty/Harriet Lander Emma Hayes var í gær staðfest sem næsti þjálfari kvennaliðs Bandaríkjanna í fótbolta en þetta var búið að leika út áður og varla mikið leyndarmál lengur. Það sem vakti kannski mesta athygli var stærð samningsins sem er sögulegur. Bandarískir fjölmiðlar segja nefnilega frá því að Hayes fái jafnhá laun og þjálfari bandaríska karlalandsliðsins. Hann heitir Gregg Berhalter og er að fá 1,6 milljón dollara í árslaun eða 228 milljónir króna. Með þessu verður hin 47 ára gamla Emma launahæsti kvenþjálfari heims og bandaríska sambandið lýsti því líka yfir í fréttatilkynningu sinni að engin kona í fótboltaþjálfun væri með hærri laun. Í fréttum af málinu í Bandaríkjunum kemur fram að ein af kröfum Hayes var að fá jafnmikið borgað og karl í sama starfi hjá sambandinu væri að fá. Það þurfti líka mikið til að fá hana til að hætta hjá Chelsea. Hayes hefur gert frábæra hluti með Chelsea undanfarinn áratug en var búin að gefa það út að hún myndi hætta með liðið eftir þetta tímabil. Undir stjórn Hayes hefur Chelsea unnið sex Englandsmeistaratitla og fimm bikarmeistaratitla. Hún tók við liðinu í ágúst 2012 og hefur því stýrt liðinu í meira en ellefu ár. Chelsea á hins vegar eftir að vinna Meistaradeildina undir hennar stjórn en hún hefur tækifæri til að bæta úr því að lokatímabilinu. Hayer þekkir til Bandaríkjanna því hún þjálfaði í bandaríska háskólaboltanum á sínum tíma og var þjálfari Chicago Red Stars áður en hún kom til Chelsea. Fyrsta verkefni hennar með bandaríska landsliðið verður í júní en hún mun þá byrja að undirbúa liðið fyrir Ólympíuleikana í París næsta sumar. View this post on Instagram A post shared by U.S. Soccer WNT (@uswnt) Enski boltinn Bandaríski fótboltinn Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir Sjá meira
Það sem vakti kannski mesta athygli var stærð samningsins sem er sögulegur. Bandarískir fjölmiðlar segja nefnilega frá því að Hayes fái jafnhá laun og þjálfari bandaríska karlalandsliðsins. Hann heitir Gregg Berhalter og er að fá 1,6 milljón dollara í árslaun eða 228 milljónir króna. Með þessu verður hin 47 ára gamla Emma launahæsti kvenþjálfari heims og bandaríska sambandið lýsti því líka yfir í fréttatilkynningu sinni að engin kona í fótboltaþjálfun væri með hærri laun. Í fréttum af málinu í Bandaríkjunum kemur fram að ein af kröfum Hayes var að fá jafnmikið borgað og karl í sama starfi hjá sambandinu væri að fá. Það þurfti líka mikið til að fá hana til að hætta hjá Chelsea. Hayes hefur gert frábæra hluti með Chelsea undanfarinn áratug en var búin að gefa það út að hún myndi hætta með liðið eftir þetta tímabil. Undir stjórn Hayes hefur Chelsea unnið sex Englandsmeistaratitla og fimm bikarmeistaratitla. Hún tók við liðinu í ágúst 2012 og hefur því stýrt liðinu í meira en ellefu ár. Chelsea á hins vegar eftir að vinna Meistaradeildina undir hennar stjórn en hún hefur tækifæri til að bæta úr því að lokatímabilinu. Hayer þekkir til Bandaríkjanna því hún þjálfaði í bandaríska háskólaboltanum á sínum tíma og var þjálfari Chicago Red Stars áður en hún kom til Chelsea. Fyrsta verkefni hennar með bandaríska landsliðið verður í júní en hún mun þá byrja að undirbúa liðið fyrir Ólympíuleikana í París næsta sumar. View this post on Instagram A post shared by U.S. Soccer WNT (@uswnt)
Enski boltinn Bandaríski fótboltinn Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir Sjá meira