Næstu heimaleikir Grindavíkur í Smáranum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. nóvember 2023 14:28 Grindvíkingar geta séð körfuboltaliðin sín í Smáranum á laugardaginn. vísir/hulda margrét Næstu leikir karla- og kvennaliða Grindavíkur í körfubolta fara fram í Smáranum í Kópavogi á laugardaginn og það í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Karlalið Grindavíkur átti að mæta Hamri í Hveragerði á föstudaginn en sá leikur hefur verið færður í Smárann klukkan 17:00 á laugardaginn. Fyrr á laugardaginn, klukkan 14:00, mætir kvennalið Grindavíkur Þór frá Akureyri. Leikurinn átti að fara fram í íþróttahúsinu í Grindavík en ljóst er að hvorki verður æft né spilað þar næstu vikurnar.Báðir leikir verða í beinni og opinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Hitað verður veglega upp fyrir leikina og þeir síðan að sjálfsögðu gerðir upp að þeim loknum. Miklar skemmdir hafa orðið við íþróttahúsið í Grindavík. Þar hafa stórar sprungur opnast og sigdalur myndast. Talið er að jörð hafi sigið um einn til tvo metra. Í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, allt verði gert til að koma til móts við Grindvíkinga vegna ástandsins þar í bæ. „Reglugerðir segja ýmislegt en þetta eru fordæmalausir tímar. Í þessu tilfelli, þótt við hjá KKÍ séum mjög föst fyrir þegar kemur að reglugerðum þá verðum við að horfa út fyrir það hér. Það er á svona stundum sem maður tekur reglugerðarbókina og hendir henni aftur fyrir haus og reynir að horfa fram á við,“ sagði Hannes. „Við munum leysa þá hluti sem þarf að leysa. Íþróttafélögin í landinu hafa verið mjög dugleg að bjóða fram aðstoð. Þetta er allt að gerast, það er allt í vinnslu. Vonandi verður þetta sem stystur tími en hlutirnir leysast og við tökum einn dag í einu eins og staðan er núna.“ Grindavík vann Þór Þ., 93-90, í Subway deild karla á fimmtudaginn, degi áður en bærinn var rýmdur. Grindvíkingar hafa unnið þrjá leiki í röð og eru í 8. sæti Subway deildarinnar. Grindavíkur tapaði fyrir Keflavík, 78-80, í toppslag í Subway deild kvenna í síðasta leik sínum 31. október. Keppni í deildinni hefst aftur í vikunni eftir landsleikjahlé. Báðir leikir Grindavíkur á laugardaginn verða sýndir beint á Stöð 2 Sport. UMF Grindavík Grindavík Subway-deild kvenna Subway-deild karla Tengdar fréttir Mótahald körfuboltans mun raskast vegna umbrotanna í Grindavík Hannes Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ sendi frá sér tilkynningu fyrir hönd KKÍ og körfuknattleikshreyfingarinnar vegna ástandsins í Grindavík en það er nokkuð ljóst að Grindvíkingar eru ekki að fara að spila leiki í Subway deildunum á meðan staðan er svona. 13. nóvember 2023 06:38 Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Sjá meira
Karlalið Grindavíkur átti að mæta Hamri í Hveragerði á föstudaginn en sá leikur hefur verið færður í Smárann klukkan 17:00 á laugardaginn. Fyrr á laugardaginn, klukkan 14:00, mætir kvennalið Grindavíkur Þór frá Akureyri. Leikurinn átti að fara fram í íþróttahúsinu í Grindavík en ljóst er að hvorki verður æft né spilað þar næstu vikurnar.Báðir leikir verða í beinni og opinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Hitað verður veglega upp fyrir leikina og þeir síðan að sjálfsögðu gerðir upp að þeim loknum. Miklar skemmdir hafa orðið við íþróttahúsið í Grindavík. Þar hafa stórar sprungur opnast og sigdalur myndast. Talið er að jörð hafi sigið um einn til tvo metra. Í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, allt verði gert til að koma til móts við Grindvíkinga vegna ástandsins þar í bæ. „Reglugerðir segja ýmislegt en þetta eru fordæmalausir tímar. Í þessu tilfelli, þótt við hjá KKÍ séum mjög föst fyrir þegar kemur að reglugerðum þá verðum við að horfa út fyrir það hér. Það er á svona stundum sem maður tekur reglugerðarbókina og hendir henni aftur fyrir haus og reynir að horfa fram á við,“ sagði Hannes. „Við munum leysa þá hluti sem þarf að leysa. Íþróttafélögin í landinu hafa verið mjög dugleg að bjóða fram aðstoð. Þetta er allt að gerast, það er allt í vinnslu. Vonandi verður þetta sem stystur tími en hlutirnir leysast og við tökum einn dag í einu eins og staðan er núna.“ Grindavík vann Þór Þ., 93-90, í Subway deild karla á fimmtudaginn, degi áður en bærinn var rýmdur. Grindvíkingar hafa unnið þrjá leiki í röð og eru í 8. sæti Subway deildarinnar. Grindavíkur tapaði fyrir Keflavík, 78-80, í toppslag í Subway deild kvenna í síðasta leik sínum 31. október. Keppni í deildinni hefst aftur í vikunni eftir landsleikjahlé. Báðir leikir Grindavíkur á laugardaginn verða sýndir beint á Stöð 2 Sport.
UMF Grindavík Grindavík Subway-deild kvenna Subway-deild karla Tengdar fréttir Mótahald körfuboltans mun raskast vegna umbrotanna í Grindavík Hannes Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ sendi frá sér tilkynningu fyrir hönd KKÍ og körfuknattleikshreyfingarinnar vegna ástandsins í Grindavík en það er nokkuð ljóst að Grindvíkingar eru ekki að fara að spila leiki í Subway deildunum á meðan staðan er svona. 13. nóvember 2023 06:38 Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Sjá meira
Mótahald körfuboltans mun raskast vegna umbrotanna í Grindavík Hannes Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ sendi frá sér tilkynningu fyrir hönd KKÍ og körfuknattleikshreyfingarinnar vegna ástandsins í Grindavík en það er nokkuð ljóst að Grindvíkingar eru ekki að fara að spila leiki í Subway deildunum á meðan staðan er svona. 13. nóvember 2023 06:38
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum