„Getum öll séð það að það verður röskun á mótahaldi“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. nóvember 2023 21:25 Hannes S. Jónsson segir að ekki sé hægt að fara eftir reglubókinni á tímum sem þessum. Stöð 2 Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands, segir að líta verði framhjá öllum reglum sambandsins varðandi heimaleiki Grindvíkinga í þessum fordæmalausu aðstæðum. Bæði karla- og kvennalið Grindavíkur leika í Subway-deildunum í körfubolta. Kvennaliðið á heimaleik gegn Þór Akureyri á laugardag en karlaliðið útileik gegn Hamri frá Hveragerði á föstudagskvöld. Ljóst er að liðin geta hvorki æft né spilað í nýju íþróttahúsi í Grindavík næstu vikurnar. „Þetta er eitthvað sem er ekki í reglubókinni góðu. Við erum í rauninni að taka dag fyrir dag og leyfðum helginni að líða. Númer eitt, tvö og þrjú er að leyfa Grindvíkingum að reyna ná áttum, eins og hægt var. Við vorum í góðu sambandi við körfuknattleiksdeildina og formann Grindavíkur. Það var númer eitt, tvö og þrjú núna um helgina.“ „Í dag erum við að reyna sjá hvernig næstu dagar geta farið. Mótahaldið okkar er stórt, Grindavík er risastór körfuknattleiksdeild með fullt af iðkendum. Held við getum öll séð það að það verður röskun á mótahaldi. Verður reynt að finna einhvern flöt hvernig við getum haldið áfram en það verður gert í samráði við Grindvíkinga og hvernig Grindvíkingar vilja gera það.“ „Reglugerðir segja ýmislegt en þetta eru fordæmalausir tímar. Í þessu tilfelli, þótt við hjá KKÍ séum mjög föst fyrir þegar kemur að reglugerðum þá verðum við að horfa út fyrir það hér. Það er á svona stundum sem maður tekur reglugerðarbókina og hendir henni aftur fyrir haus og reynir að horfa fram á við.“ „Við munum leysa þá hluti sem þarf að leysa. Íþróttafélögin í landinu hafa verið mjög dugleg að bjóða fram aðstoð. Þetta er allt að gerast, það er allt í vinnslu. Vonandi verður þetta sem stystur tími en hlutirnir leysast og við tökum einn dag í einu eins og staðan er núna,“ sagði Hannes að endingu. Innslagið úr Sportpakka Stöðvar 2 má sjá í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Körfubolti UMF Grindavík Eldgos og jarðhræringar Subway-deild kvenna Subway-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir KR - Grindavík 93-69 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Leik lokið: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Sjá meira
Bæði karla- og kvennalið Grindavíkur leika í Subway-deildunum í körfubolta. Kvennaliðið á heimaleik gegn Þór Akureyri á laugardag en karlaliðið útileik gegn Hamri frá Hveragerði á föstudagskvöld. Ljóst er að liðin geta hvorki æft né spilað í nýju íþróttahúsi í Grindavík næstu vikurnar. „Þetta er eitthvað sem er ekki í reglubókinni góðu. Við erum í rauninni að taka dag fyrir dag og leyfðum helginni að líða. Númer eitt, tvö og þrjú er að leyfa Grindvíkingum að reyna ná áttum, eins og hægt var. Við vorum í góðu sambandi við körfuknattleiksdeildina og formann Grindavíkur. Það var númer eitt, tvö og þrjú núna um helgina.“ „Í dag erum við að reyna sjá hvernig næstu dagar geta farið. Mótahaldið okkar er stórt, Grindavík er risastór körfuknattleiksdeild með fullt af iðkendum. Held við getum öll séð það að það verður röskun á mótahaldi. Verður reynt að finna einhvern flöt hvernig við getum haldið áfram en það verður gert í samráði við Grindvíkinga og hvernig Grindvíkingar vilja gera það.“ „Reglugerðir segja ýmislegt en þetta eru fordæmalausir tímar. Í þessu tilfelli, þótt við hjá KKÍ séum mjög föst fyrir þegar kemur að reglugerðum þá verðum við að horfa út fyrir það hér. Það er á svona stundum sem maður tekur reglugerðarbókina og hendir henni aftur fyrir haus og reynir að horfa fram á við.“ „Við munum leysa þá hluti sem þarf að leysa. Íþróttafélögin í landinu hafa verið mjög dugleg að bjóða fram aðstoð. Þetta er allt að gerast, það er allt í vinnslu. Vonandi verður þetta sem stystur tími en hlutirnir leysast og við tökum einn dag í einu eins og staðan er núna,“ sagði Hannes að endingu. Innslagið úr Sportpakka Stöðvar 2 má sjá í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Körfubolti UMF Grindavík Eldgos og jarðhræringar Subway-deild kvenna Subway-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir KR - Grindavík 93-69 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Leik lokið: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Sjá meira