Seldi húsið í Grindavík á föstudag en rændur í Reykjavík Jakob Bjarnar og Helena Rós Sturludóttir skrifa 13. nóvember 2023 17:08 Marcel fór til Reykjavíkur að morgni föstudags til að ganga frá sölu á húsi sínu, en hann hefur átt erfitt með að standa undir afborgunum. Svo kom hann aftur og allt varð brjálað. vísir/vilhelm Marcel Marik lenti í þeirri hörmulegu lífsreynslu að vegabréfi hans og verðmætum var stolið úr bíl hans. En nokkrum klukkustundum fyrr seldi hann húsið sitt í Grindavík. Hann vonast til að geta búið áfram í Grindavík. Marcel, sem er upphaflega frá Tékklandi, er búsettur við Víkurbraut tíu og var spurður hvað á daga hans hefði drifið síðustu daga. Marcel sagði að eins og aðrir í Grindavík hafi hann rýmt hús sitt síðdegis á föstudaginn. „Ég seldi húsið mitt að morgni föstudags. Og fór þá til Reykjavíkur til að ganga frá pappírum. Klukkan 10 að morgni. Svo kom ég hingað aftur og þá varð allt vitlaust, allt hristist og skalf og tvær mínútur milli skjálfta. Ég er enn í sjokki. Marcel segir að hann eigi erfitt með að tala um þetta. Svo mikið er áfallið. „Ég pakkaði því helsta og mikilvægasta og fór til Reykjavíkur. Þar sem ég gisti hjá vini en skildi dótið eftir úti í bíl.“ Er að safna sér fyrir íbúð í Grindavík Og þá gerist það um nóttina, eða aðfararnótt sunnudags, að brotist er inn í bílinn hans. „Það mikilvægasta var í bílnum. Ég var í áfalli og hafði ekki fengið svigrúm til að taka það til og úr bílnum. Þarna voru helstu skilríki svo sem vegabréfið mitt, greiðslukort og reiðufé. Það sem mun reynast erfitt er að fá vegabréfið endurnýjað, það er dýrt.“ Spurður hvort Marcel vilji fara af landi brott eða vera segist hann vilja vera. Hann hafi verið búsettur á Íslandi undanfarin tíu árin. „Mér líður vel hér og vonast til að geta flutt aftur til Grindavíkur.“ Marcel segir lánagreiðslur af húsinu hafa verið þannig að erfitt reyndist að standa undir þeim. Þannig að hann stefnir nú að því að eignast litla íbúð í Grindavík. Því seldi hann húsið. Eða, hann vonar að sú verði lendingin. „Að sjálfsögðu var ég hræddur þegar byrjaði að skjálfa. En þegar spennan losnar og það gýs, kannski á hafsbotni, þá trúi ég að þetta verði í lagi.“ Gríðarlega sorglegt að sjá fólk missa heimili sín Og hvernig líður þér nú að teknu tilliti til alls þess sem á hefur gengið að undanförnu? „Þetta hefur verið álag, fólk er að missa heimili sín og sorglegt að horfa uppá það. Ég var í kirkju um daginn með fólki frá Grindavík, fólk sem var þarna með börnin sín og það var grátandi. Ég get ekki orðað það hversu sorglegt það er.“ En þú ferð varla í þetta hús í bráð? „Ég hafði ætlað að vera hér í nokkra mánuði. Eða þar til salan er gengin í gegn. Og hafði ætlað mér að spara peninga til að kaupa íbúð. Af því ég vinn hér, hjá Vélsmiðju Grindavíkur. En þetta er erfið staða.“ Nú er staðan sú að Marcel er aftur á leið til vinar síns í Reykjavík og vonar að vegabréfið skili sér. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Reykjavík Tengdar fréttir Tengdasonur ársins kemur til bjargar Íbúar Grindavíkur voru í óða önn nú síðdegis við að forða sínu helsta á þeim skamma tíma sem gafst til að huga að verðmætum og persónulegum eignum. Fréttamaður Vísis greip Ásmund Guðnason glóðvolgan þar sem hann var að hlaða bíl sinn. 13. nóvember 2023 16:05 Segja eign sína nú verðlausa með öllu Ómar Alaham og Amanda Jo Wood búa við stærstu sprungur sem myndast hafa í Grindavík. Fréttastofa rakst á þau þar sem þau voru að huga að aðstæðum en yfirvöld gáfu íbúum færi á því í dag. Íbúar hafa til klukkan 16:00 til að fara að sækja það allra nauðsynlegasta. Þá verður lokað aftur. 13. nóvember 2023 15:24 Búa í hesthúsi meðan ósköpin ganga yfir Þau Rúrik Hreinsson og Paricia Hobi flúðu bæinn eins og aðrir Grindvíkingar og fundu athvarf í hesthúsi í Fjárborgum, rétt fyrir ofan borgina. 13. nóvember 2023 12:18 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Sjá meira
Marcel, sem er upphaflega frá Tékklandi, er búsettur við Víkurbraut tíu og var spurður hvað á daga hans hefði drifið síðustu daga. Marcel sagði að eins og aðrir í Grindavík hafi hann rýmt hús sitt síðdegis á föstudaginn. „Ég seldi húsið mitt að morgni föstudags. Og fór þá til Reykjavíkur til að ganga frá pappírum. Klukkan 10 að morgni. Svo kom ég hingað aftur og þá varð allt vitlaust, allt hristist og skalf og tvær mínútur milli skjálfta. Ég er enn í sjokki. Marcel segir að hann eigi erfitt með að tala um þetta. Svo mikið er áfallið. „Ég pakkaði því helsta og mikilvægasta og fór til Reykjavíkur. Þar sem ég gisti hjá vini en skildi dótið eftir úti í bíl.“ Er að safna sér fyrir íbúð í Grindavík Og þá gerist það um nóttina, eða aðfararnótt sunnudags, að brotist er inn í bílinn hans. „Það mikilvægasta var í bílnum. Ég var í áfalli og hafði ekki fengið svigrúm til að taka það til og úr bílnum. Þarna voru helstu skilríki svo sem vegabréfið mitt, greiðslukort og reiðufé. Það sem mun reynast erfitt er að fá vegabréfið endurnýjað, það er dýrt.“ Spurður hvort Marcel vilji fara af landi brott eða vera segist hann vilja vera. Hann hafi verið búsettur á Íslandi undanfarin tíu árin. „Mér líður vel hér og vonast til að geta flutt aftur til Grindavíkur.“ Marcel segir lánagreiðslur af húsinu hafa verið þannig að erfitt reyndist að standa undir þeim. Þannig að hann stefnir nú að því að eignast litla íbúð í Grindavík. Því seldi hann húsið. Eða, hann vonar að sú verði lendingin. „Að sjálfsögðu var ég hræddur þegar byrjaði að skjálfa. En þegar spennan losnar og það gýs, kannski á hafsbotni, þá trúi ég að þetta verði í lagi.“ Gríðarlega sorglegt að sjá fólk missa heimili sín Og hvernig líður þér nú að teknu tilliti til alls þess sem á hefur gengið að undanförnu? „Þetta hefur verið álag, fólk er að missa heimili sín og sorglegt að horfa uppá það. Ég var í kirkju um daginn með fólki frá Grindavík, fólk sem var þarna með börnin sín og það var grátandi. Ég get ekki orðað það hversu sorglegt það er.“ En þú ferð varla í þetta hús í bráð? „Ég hafði ætlað að vera hér í nokkra mánuði. Eða þar til salan er gengin í gegn. Og hafði ætlað mér að spara peninga til að kaupa íbúð. Af því ég vinn hér, hjá Vélsmiðju Grindavíkur. En þetta er erfið staða.“ Nú er staðan sú að Marcel er aftur á leið til vinar síns í Reykjavík og vonar að vegabréfið skili sér.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Reykjavík Tengdar fréttir Tengdasonur ársins kemur til bjargar Íbúar Grindavíkur voru í óða önn nú síðdegis við að forða sínu helsta á þeim skamma tíma sem gafst til að huga að verðmætum og persónulegum eignum. Fréttamaður Vísis greip Ásmund Guðnason glóðvolgan þar sem hann var að hlaða bíl sinn. 13. nóvember 2023 16:05 Segja eign sína nú verðlausa með öllu Ómar Alaham og Amanda Jo Wood búa við stærstu sprungur sem myndast hafa í Grindavík. Fréttastofa rakst á þau þar sem þau voru að huga að aðstæðum en yfirvöld gáfu íbúum færi á því í dag. Íbúar hafa til klukkan 16:00 til að fara að sækja það allra nauðsynlegasta. Þá verður lokað aftur. 13. nóvember 2023 15:24 Búa í hesthúsi meðan ósköpin ganga yfir Þau Rúrik Hreinsson og Paricia Hobi flúðu bæinn eins og aðrir Grindvíkingar og fundu athvarf í hesthúsi í Fjárborgum, rétt fyrir ofan borgina. 13. nóvember 2023 12:18 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Sjá meira
Tengdasonur ársins kemur til bjargar Íbúar Grindavíkur voru í óða önn nú síðdegis við að forða sínu helsta á þeim skamma tíma sem gafst til að huga að verðmætum og persónulegum eignum. Fréttamaður Vísis greip Ásmund Guðnason glóðvolgan þar sem hann var að hlaða bíl sinn. 13. nóvember 2023 16:05
Segja eign sína nú verðlausa með öllu Ómar Alaham og Amanda Jo Wood búa við stærstu sprungur sem myndast hafa í Grindavík. Fréttastofa rakst á þau þar sem þau voru að huga að aðstæðum en yfirvöld gáfu íbúum færi á því í dag. Íbúar hafa til klukkan 16:00 til að fara að sækja það allra nauðsynlegasta. Þá verður lokað aftur. 13. nóvember 2023 15:24
Búa í hesthúsi meðan ósköpin ganga yfir Þau Rúrik Hreinsson og Paricia Hobi flúðu bæinn eins og aðrir Grindvíkingar og fundu athvarf í hesthúsi í Fjárborgum, rétt fyrir ofan borgina. 13. nóvember 2023 12:18
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?