„Leið eins og jörðin myndi brotna og taka okkur“ Smári Jökull Jónsson skrifar 12. nóvember 2023 11:46 Dani Rodriguez í leik með Grindavík. Vísir/Vilhelm Dani Rodriguez leikmaður Grindavíkur í körfuknattleik lýsir ógnvænlegum aðstæðum þegar hún og unnusta hennar voru á leið frá Grindavík á föstudagskvöld. Hún segist aldrei hafa verið jafn hrædd á ævinni. Dani Rodriguez er á sínu öðru tímabili með Grindavík í Subway-deild kvenna. Hún hefur leikið hér á landi í fjölmörg ár og var áður á mála hjá KR og Stjörnunni. Þá hefur hún einnig komið að þjálfun yngri landsliða Íslands og verið í þjálfarateymi A-landsliðs kvenna. Þegar íbúar Grindavíkur voru í óða önn að yfirgefa heimili sín á föstudag var Dani sjálf stödd í Grindavík. Hún greinir frá atburðarásinni í kjölfarið á samfélagsmiðlinum X og er óhætt að segja að um dramatíska frásögn sé að ræða. An update on life in Iceland right now [thread]The town I coach and play for was evacuated yesterday after two weeks of earthquakes that have been increasing in frequency and size. There is going to be a volcano eruption either near, in or around the town. (Read link)— Danielle Rodriguez (@danirod_22) November 11, 2023 „Brjálæðið byrjaði þegar við vorum á æfingu og þá voru stanslausir jarðskjálftar af stærð fjögur og fimm. Þjálfarinn okkar ákvað að hætta æfingunni eftir 45 mínútur. Þegar við vorum að keyra báða bíla okkar út úr bænum bilaði annar þeirra þannig að við keyrðum út í kant til að ræða um hvar við myndum skilja hann eftir. Ég fór út úr bílnum og hallaði mér að hinum bílnum og var að ræða við kærustuna mína,“ skrifar Dani en hún og kærasta hennar búa í Reykjanesbæ. In that moment I felt the most scared for my life I have ever been, the ground started shaking so much I had to grab a hold of the car and honest to god for a good 30 seconds I felt as though the ground was going to crack open and take us both.— Danielle Rodriguez (@danirod_22) November 11, 2023 „Ég hef aldrei orðið jafn hrædd á ævi minni eins og á þessu augnabliki. Jörðin undir mér hristist svo mikið að ég varð að halda mér í bílinn. Ég sver til guðs að ég hélt í um það bil hálfa mínútu að jörðin myndi brotna og taka okkur báðar.“ Dani segir að þær hafi ákveðið að keyra bilaða bílinn aftur til Grindavíkur og skilja hann eftir. Í annarri tilraun sinni að yfirgefa bæinn tóku þær eftir stærðarinnar bungu á Grindavíkurveginum og þurftu að fara aðra leið út úr bænum. We drove our broken down car back into town quickly and left it there. On our second attempt out through the main road a huge bump appeared and we had to exit the town through another route. pic.twitter.com/ftmAPWmOBu— Danielle Rodriguez (@danirod_22) November 11, 2023 Hún segist fegin að vera komin í öruggt skjól og segir að fólkið í Grindavík hafi tekið sig að sér sem hluta af fjölskyldu. „Ég er sorgmædd að vera jafn óviss um hvað mun gerast á næstu dögum og vikum.“ Í færslu Dani Rodriguez má sjá bæði myndir og myndband frá ferð þeirra út úr Grindavík á föstudagskvöldið. Subway-deild kvenna Eldgos og jarðhræringar UMF Grindavík Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Fékk fjórtán milljónir fyrir einn þrist Sjá meira
Dani Rodriguez er á sínu öðru tímabili með Grindavík í Subway-deild kvenna. Hún hefur leikið hér á landi í fjölmörg ár og var áður á mála hjá KR og Stjörnunni. Þá hefur hún einnig komið að þjálfun yngri landsliða Íslands og verið í þjálfarateymi A-landsliðs kvenna. Þegar íbúar Grindavíkur voru í óða önn að yfirgefa heimili sín á föstudag var Dani sjálf stödd í Grindavík. Hún greinir frá atburðarásinni í kjölfarið á samfélagsmiðlinum X og er óhætt að segja að um dramatíska frásögn sé að ræða. An update on life in Iceland right now [thread]The town I coach and play for was evacuated yesterday after two weeks of earthquakes that have been increasing in frequency and size. There is going to be a volcano eruption either near, in or around the town. (Read link)— Danielle Rodriguez (@danirod_22) November 11, 2023 „Brjálæðið byrjaði þegar við vorum á æfingu og þá voru stanslausir jarðskjálftar af stærð fjögur og fimm. Þjálfarinn okkar ákvað að hætta æfingunni eftir 45 mínútur. Þegar við vorum að keyra báða bíla okkar út úr bænum bilaði annar þeirra þannig að við keyrðum út í kant til að ræða um hvar við myndum skilja hann eftir. Ég fór út úr bílnum og hallaði mér að hinum bílnum og var að ræða við kærustuna mína,“ skrifar Dani en hún og kærasta hennar búa í Reykjanesbæ. In that moment I felt the most scared for my life I have ever been, the ground started shaking so much I had to grab a hold of the car and honest to god for a good 30 seconds I felt as though the ground was going to crack open and take us both.— Danielle Rodriguez (@danirod_22) November 11, 2023 „Ég hef aldrei orðið jafn hrædd á ævi minni eins og á þessu augnabliki. Jörðin undir mér hristist svo mikið að ég varð að halda mér í bílinn. Ég sver til guðs að ég hélt í um það bil hálfa mínútu að jörðin myndi brotna og taka okkur báðar.“ Dani segir að þær hafi ákveðið að keyra bilaða bílinn aftur til Grindavíkur og skilja hann eftir. Í annarri tilraun sinni að yfirgefa bæinn tóku þær eftir stærðarinnar bungu á Grindavíkurveginum og þurftu að fara aðra leið út úr bænum. We drove our broken down car back into town quickly and left it there. On our second attempt out through the main road a huge bump appeared and we had to exit the town through another route. pic.twitter.com/ftmAPWmOBu— Danielle Rodriguez (@danirod_22) November 11, 2023 Hún segist fegin að vera komin í öruggt skjól og segir að fólkið í Grindavík hafi tekið sig að sér sem hluta af fjölskyldu. „Ég er sorgmædd að vera jafn óviss um hvað mun gerast á næstu dögum og vikum.“ Í færslu Dani Rodriguez má sjá bæði myndir og myndband frá ferð þeirra út úr Grindavík á föstudagskvöldið.
Subway-deild kvenna Eldgos og jarðhræringar UMF Grindavík Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Fékk fjórtán milljónir fyrir einn þrist Sjá meira