Vaktin: Meta áhættuna á verðmætabjörgun í Grindavík Lovísa Arnardóttir, Oddur Ævar Gunnarsson, Samúel Karl Ólason, Magnús Jochum Pálsson og Hólmfríður Gísladóttir skrifa 12. nóvember 2023 07:22 Hópur Grindvíkinga fékk að fara inn í bæinn í dag að sækja eigur sínar. Almannavarnir meta nú áhættuna á verðmætabjörgun. Vísir/Vilhelm Sérfræðingar hjá almannavörnum, aðgerðastjórnum og Veðurstofunni hittust á fundi um stöðuna í Grindavík í morgun. Þeir telja tímabundið svigrúm fyrir aðgerðir almannavarna til að sækja nauðsynjar. Lögreglan á Suðurnesjum hefur veitt íbúum í einu hverfi heimild til þess. Eins og fram hefur komið liggur kvikugangur undir Grindavík. Í nótt dró mikið úr jarðskjálftavirkni og telja vísindamenn að það sé vegna mikillar spennulosunar á svæðinu. Líklegt sé að kvika eigi greiða leið til yfirborðs og því er ekki hægt að gera ráð fyrir því að gosórói sjáist á mælum áður en eldgos hefst. Vísindamenn segja í tilkynningu sem barst til fjölmiðla um hádegisbil tímabundið svigrúm til aðgerða almannavarna til að sækja nauðsynjar. Nauðsyn sé að gera það sem fyrst því óvissa eykst eftir því sem líður á daginn. Lögreglan á Suðurnesjum hefur heimilað íbúum í Þórkötlustaðahverfi að sækja nauðsynjar en segir ekki svigrúm til að fara í önnur hverfi. Unnið hefur verið að því að koma börnum í skóla og finna þeim húsnæði sem ekki geta verið hjá ættingjum, vinum eða vandamönnum. Grindvíkingar hafa verið hvattir til að láta vita af sér í síma 1717. Rauði krossinn hefur opnað fjórar fjöldahjálparstöðvar sem enn standa opnar. Grindvíkingar geta gist þar eða komið í kaffi. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan. Þá má sjá yfir hluta skjálftasvæðisins í vefmyndavél Vísis á Þorbirni. Ef vaktin birtist ekki er um að gera að endurnýja (e. refresh) síðuna.
Eins og fram hefur komið liggur kvikugangur undir Grindavík. Í nótt dró mikið úr jarðskjálftavirkni og telja vísindamenn að það sé vegna mikillar spennulosunar á svæðinu. Líklegt sé að kvika eigi greiða leið til yfirborðs og því er ekki hægt að gera ráð fyrir því að gosórói sjáist á mælum áður en eldgos hefst. Vísindamenn segja í tilkynningu sem barst til fjölmiðla um hádegisbil tímabundið svigrúm til aðgerða almannavarna til að sækja nauðsynjar. Nauðsyn sé að gera það sem fyrst því óvissa eykst eftir því sem líður á daginn. Lögreglan á Suðurnesjum hefur heimilað íbúum í Þórkötlustaðahverfi að sækja nauðsynjar en segir ekki svigrúm til að fara í önnur hverfi. Unnið hefur verið að því að koma börnum í skóla og finna þeim húsnæði sem ekki geta verið hjá ættingjum, vinum eða vandamönnum. Grindvíkingar hafa verið hvattir til að láta vita af sér í síma 1717. Rauði krossinn hefur opnað fjórar fjöldahjálparstöðvar sem enn standa opnar. Grindvíkingar geta gist þar eða komið í kaffi. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan. Þá má sjá yfir hluta skjálftasvæðisins í vefmyndavél Vísis á Þorbirni. Ef vaktin birtist ekki er um að gera að endurnýja (e. refresh) síðuna.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira