Vaktin: Meta áhættuna á verðmætabjörgun í Grindavík Lovísa Arnardóttir, Oddur Ævar Gunnarsson, Samúel Karl Ólason, Magnús Jochum Pálsson og Hólmfríður Gísladóttir skrifa 12. nóvember 2023 07:22 Hópur Grindvíkinga fékk að fara inn í bæinn í dag að sækja eigur sínar. Almannavarnir meta nú áhættuna á verðmætabjörgun. Vísir/Vilhelm Sérfræðingar hjá almannavörnum, aðgerðastjórnum og Veðurstofunni hittust á fundi um stöðuna í Grindavík í morgun. Þeir telja tímabundið svigrúm fyrir aðgerðir almannavarna til að sækja nauðsynjar. Lögreglan á Suðurnesjum hefur veitt íbúum í einu hverfi heimild til þess. Eins og fram hefur komið liggur kvikugangur undir Grindavík. Í nótt dró mikið úr jarðskjálftavirkni og telja vísindamenn að það sé vegna mikillar spennulosunar á svæðinu. Líklegt sé að kvika eigi greiða leið til yfirborðs og því er ekki hægt að gera ráð fyrir því að gosórói sjáist á mælum áður en eldgos hefst. Vísindamenn segja í tilkynningu sem barst til fjölmiðla um hádegisbil tímabundið svigrúm til aðgerða almannavarna til að sækja nauðsynjar. Nauðsyn sé að gera það sem fyrst því óvissa eykst eftir því sem líður á daginn. Lögreglan á Suðurnesjum hefur heimilað íbúum í Þórkötlustaðahverfi að sækja nauðsynjar en segir ekki svigrúm til að fara í önnur hverfi. Unnið hefur verið að því að koma börnum í skóla og finna þeim húsnæði sem ekki geta verið hjá ættingjum, vinum eða vandamönnum. Grindvíkingar hafa verið hvattir til að láta vita af sér í síma 1717. Rauði krossinn hefur opnað fjórar fjöldahjálparstöðvar sem enn standa opnar. Grindvíkingar geta gist þar eða komið í kaffi. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan. Þá má sjá yfir hluta skjálftasvæðisins í vefmyndavél Vísis á Þorbirni. Ef vaktin birtist ekki er um að gera að endurnýja (e. refresh) síðuna.
Eins og fram hefur komið liggur kvikugangur undir Grindavík. Í nótt dró mikið úr jarðskjálftavirkni og telja vísindamenn að það sé vegna mikillar spennulosunar á svæðinu. Líklegt sé að kvika eigi greiða leið til yfirborðs og því er ekki hægt að gera ráð fyrir því að gosórói sjáist á mælum áður en eldgos hefst. Vísindamenn segja í tilkynningu sem barst til fjölmiðla um hádegisbil tímabundið svigrúm til aðgerða almannavarna til að sækja nauðsynjar. Nauðsyn sé að gera það sem fyrst því óvissa eykst eftir því sem líður á daginn. Lögreglan á Suðurnesjum hefur heimilað íbúum í Þórkötlustaðahverfi að sækja nauðsynjar en segir ekki svigrúm til að fara í önnur hverfi. Unnið hefur verið að því að koma börnum í skóla og finna þeim húsnæði sem ekki geta verið hjá ættingjum, vinum eða vandamönnum. Grindvíkingar hafa verið hvattir til að láta vita af sér í síma 1717. Rauði krossinn hefur opnað fjórar fjöldahjálparstöðvar sem enn standa opnar. Grindvíkingar geta gist þar eða komið í kaffi. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan. Þá má sjá yfir hluta skjálftasvæðisins í vefmyndavél Vísis á Þorbirni. Ef vaktin birtist ekki er um að gera að endurnýja (e. refresh) síðuna.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira