Þetta kemur fram í dagbókarfærslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir að einum hafi verið vísað frá veitingastað í miðbænum vegna vandræðagangs. Hann var handtekinn og færður á lögreglustöð, skýrsla tekin af honum en í framhaldi sleppt þar sem hann lofaði að bæta ráð sitt.
Réðst á dyravörð
Þá kemur fram að einn hafi verið handtekinn og vistaður í fangaklefa vegna líkamsárásar í Vesturbæ Reykjavíkur. Annar var handtekinn eftir að hafa ráðist á dyravörð, sá var í mjög annarlegu ástandi og vistaður í fangaklefa.
Í Kópavogi var ökumaður stöðvaður og sviptur ökuréttindum vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna. Sá var einnig með stera meðferðis. Annar var stöðvaður og reyndist undir áhrifum fíkniefna.
Í hverfi 110 var manni komið heim til sín eftir að hafa verið til vandræða fyrir utan fjölbýlishús.