Berglind Häsler orðin ástfangin á ný Jón Þór Stefánsson skrifar 11. nóvember 2023 22:16 Berglind Häsler var aðstoðarmaður Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra í fyrra þegar hún leysti af Iðunni Garðarsdótur sem var í barneignarleyfi. Stjórnarráðið Berglind Häsler, eigandi Havarí og tónlistarkona hefur fundið ástina á ný. Hún greinir frá þessu í ítarlegu viðtali í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins í dag. Hún fann ástina hjá gömlum og góðum vini úr tónlistarbransanum. Svavar Pétur Eysteinsson eiginmaður Berglindar, betur þekktur sem tónlistarmaðurinn Prins Póló, féll frá í september í fyrra eftir tæplega eftir tæplega fjögurra ára baráttu við krabbamein. Í viðtalinu rifjar Berglind upp þegar þau Svavar kynntust árið 2003 og voru gift innan hálfs árs. „Hann bað mín eftir mánuð og ég sagði já. Brjálæði sko,“ segir Berglind í viðtalinu við Sunnudagsblaðið. Foreldrum hennar hafi verið nokkuð brugðið en þau héldu sínu striki. Berglind og Svavar brölluðu mikið. Framan af helst í íslensku tónlistarsenunni en síðar tóku við frumleg verkefni eins og framleiðsla á bulsum. Hjónin áttu eftir að flytja á bóndabæ í Berufirði sem fékk nafnið Havarí. Meðfram búskap stunduðu þau ferðaþjónustu auk þess sem tónleikar voru reglulega haldnir í Havarí. Berglind og Svavar tóku virkan þátt í samfélaginu í sveitinni árin átta á Suðausturlandi og börðust meðal annars fyrir bættri vegagerð með sveitungum sínum. Svavar Pétur greindist með krabbamein árið 2018. Töluverður tími leið frá því að Svavar Pétur greindist þangað til að þau sögðu opinberlega frá veikindunum. Þau kunnu ekki við vorkunnsemi frá fólki. Gleði einkenndi hjónin Berglindi og Svavar Pétur hvert sem þau komu. Þau fóru ótroðnar slóðir og smituðu út frá sér.Vísir/Hulda Margrét „Ég veit að Svavar hefði ekki viljað láta minnast sín sem manns sem dó ungur, heldur fyrir það sem hann náði að áorka. Það má ekki vera aðalatriði að hann dó fyrir aldur fram því hann nýtti sitt líf alveg ótrúlega vel,“ segir Berglind í viðtalinu í Morgunblaðinu. Berglind sagði í viðtali við Vísi í apríl að síðustu skilaboð Svavar Péturs hefðu verið að fólk ætti að hafa gaman. Í stað þess að hafa útför í kyrrþey var efnt til tónlistarveislu. „Það voru margir tónlistarmenn sem spiluðu í jarðarförinni og nokkur laga hans voru flutt í einstaklega fallegum útsetningum. Við höfum mikið verið spurð hvort standi til að gera eitthvað meira með þessar útsetningar,“ sagði Berglind. „Það er hins vegar okkar mat að þetta hæfði tilefninu einu saman. Eðli málsins samkvæmt voru þetta mjög þung skref fyrir okkur öll en í öllu þessu ferli og samstarfi fundum við mikinn kraft. Það hjálpaði okkur að hanga saman og rifja upp sögur. Þannig að úr varð að við ákváðum að gera þetta aftur en í þetta sinn viljum við fagna lífi hans og gera þetta að hátíð,“ sagði Berglind við Vísi í aðdraganda minningartónleika á afmælisdegi Svavars Péturs í apríl. Eftirspurnin eftir miðum í Gamla bíó var svo mikil að aukatónleikum var bætt við. Berglind segist í viðtalinu í Sunnudagsblaðinu ræða svo opinskátt um Svavar Pétur, minningarnar og baráttuna við krabbameinið vegna þess að hún sjálf hafi leitað í slík viðtöl þegar Svavar Pétur greindist. „Ég er upptekin af því að þetta hafi einhvern tilgang og að saga mín geti mögulega veitt einhverjum von. Og því vil ég segja hana.“ Bjóst alls ekki við því að finna ástina svo fljótt Í framhaldinu upplýsir Berglind brosandi að hún hafi fundi gleðina á ný. Hún sé meira að segja ástfangin. „Það er ótrúlegt og ég bjóst alls ekki við því. Sumir segja að fólk í mínum sporum eigi að bíða lengur en eitt ár en það er ekkert hægt að plana ástina. Hún er svo mikið afl.“ Þormóður Dagsson, oftast kallaður Þorri, hefur verið áberandi í rokkinu undanfarna tvo áratugi. Sá heppni heitir Þormóður Dagsson og er tónlistarmaður líkt og Berglind. Þau Berglind og Svavar Pétur stofnuðu hljómsveitina Skakkamanage fyrir tæpum tuttugu árum. Sveitin gaf út þrjár breiðskífur og tríóið spilaði haug af tónleikum. Sveitin gaf síðast út plötu árið 2014 og ræddi hana í viðtali við Harmageddon. Þau hafa því verið vinir í langan tíma áður en ástin tók völdin fyrr á árinu. Þormóður er einnig í hljómsveitinni Tilbury og Jeff Who en hann er yngri bróðir Hugleiks Dagssonar uppistandara sem gifti sig einmitt á dögunum. Skakkamanage spilaði einmitt á minningartónleikunum í Gamla bíó, eftir langt hlé, en þá bættust Örvar Smárason, Örn Ingi Ágústsson og Björn Kristjánsson í hópinn auk Berglindar og Þorra. Ástin og lífið Tónlist Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira
Svavar Pétur Eysteinsson eiginmaður Berglindar, betur þekktur sem tónlistarmaðurinn Prins Póló, féll frá í september í fyrra eftir tæplega eftir tæplega fjögurra ára baráttu við krabbamein. Í viðtalinu rifjar Berglind upp þegar þau Svavar kynntust árið 2003 og voru gift innan hálfs árs. „Hann bað mín eftir mánuð og ég sagði já. Brjálæði sko,“ segir Berglind í viðtalinu við Sunnudagsblaðið. Foreldrum hennar hafi verið nokkuð brugðið en þau héldu sínu striki. Berglind og Svavar brölluðu mikið. Framan af helst í íslensku tónlistarsenunni en síðar tóku við frumleg verkefni eins og framleiðsla á bulsum. Hjónin áttu eftir að flytja á bóndabæ í Berufirði sem fékk nafnið Havarí. Meðfram búskap stunduðu þau ferðaþjónustu auk þess sem tónleikar voru reglulega haldnir í Havarí. Berglind og Svavar tóku virkan þátt í samfélaginu í sveitinni árin átta á Suðausturlandi og börðust meðal annars fyrir bættri vegagerð með sveitungum sínum. Svavar Pétur greindist með krabbamein árið 2018. Töluverður tími leið frá því að Svavar Pétur greindist þangað til að þau sögðu opinberlega frá veikindunum. Þau kunnu ekki við vorkunnsemi frá fólki. Gleði einkenndi hjónin Berglindi og Svavar Pétur hvert sem þau komu. Þau fóru ótroðnar slóðir og smituðu út frá sér.Vísir/Hulda Margrét „Ég veit að Svavar hefði ekki viljað láta minnast sín sem manns sem dó ungur, heldur fyrir það sem hann náði að áorka. Það má ekki vera aðalatriði að hann dó fyrir aldur fram því hann nýtti sitt líf alveg ótrúlega vel,“ segir Berglind í viðtalinu í Morgunblaðinu. Berglind sagði í viðtali við Vísi í apríl að síðustu skilaboð Svavar Péturs hefðu verið að fólk ætti að hafa gaman. Í stað þess að hafa útför í kyrrþey var efnt til tónlistarveislu. „Það voru margir tónlistarmenn sem spiluðu í jarðarförinni og nokkur laga hans voru flutt í einstaklega fallegum útsetningum. Við höfum mikið verið spurð hvort standi til að gera eitthvað meira með þessar útsetningar,“ sagði Berglind. „Það er hins vegar okkar mat að þetta hæfði tilefninu einu saman. Eðli málsins samkvæmt voru þetta mjög þung skref fyrir okkur öll en í öllu þessu ferli og samstarfi fundum við mikinn kraft. Það hjálpaði okkur að hanga saman og rifja upp sögur. Þannig að úr varð að við ákváðum að gera þetta aftur en í þetta sinn viljum við fagna lífi hans og gera þetta að hátíð,“ sagði Berglind við Vísi í aðdraganda minningartónleika á afmælisdegi Svavars Péturs í apríl. Eftirspurnin eftir miðum í Gamla bíó var svo mikil að aukatónleikum var bætt við. Berglind segist í viðtalinu í Sunnudagsblaðinu ræða svo opinskátt um Svavar Pétur, minningarnar og baráttuna við krabbameinið vegna þess að hún sjálf hafi leitað í slík viðtöl þegar Svavar Pétur greindist. „Ég er upptekin af því að þetta hafi einhvern tilgang og að saga mín geti mögulega veitt einhverjum von. Og því vil ég segja hana.“ Bjóst alls ekki við því að finna ástina svo fljótt Í framhaldinu upplýsir Berglind brosandi að hún hafi fundi gleðina á ný. Hún sé meira að segja ástfangin. „Það er ótrúlegt og ég bjóst alls ekki við því. Sumir segja að fólk í mínum sporum eigi að bíða lengur en eitt ár en það er ekkert hægt að plana ástina. Hún er svo mikið afl.“ Þormóður Dagsson, oftast kallaður Þorri, hefur verið áberandi í rokkinu undanfarna tvo áratugi. Sá heppni heitir Þormóður Dagsson og er tónlistarmaður líkt og Berglind. Þau Berglind og Svavar Pétur stofnuðu hljómsveitina Skakkamanage fyrir tæpum tuttugu árum. Sveitin gaf út þrjár breiðskífur og tríóið spilaði haug af tónleikum. Sveitin gaf síðast út plötu árið 2014 og ræddi hana í viðtali við Harmageddon. Þau hafa því verið vinir í langan tíma áður en ástin tók völdin fyrr á árinu. Þormóður er einnig í hljómsveitinni Tilbury og Jeff Who en hann er yngri bróðir Hugleiks Dagssonar uppistandara sem gifti sig einmitt á dögunum. Skakkamanage spilaði einmitt á minningartónleikunum í Gamla bíó, eftir langt hlé, en þá bættust Örvar Smárason, Örn Ingi Ágústsson og Björn Kristjánsson í hópinn auk Berglindar og Þorra.
Ástin og lífið Tónlist Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira