Bundu enda á rúmlega þrjátíu ára sigurgöngu Víkings og KR Smári Jökull Jónsson skrifar 11. nóvember 2023 22:46 Íslandsbikarnum hampað í lok móts. BH/Tómas Shelton Konum fjölgar sífellt í borðtennis hér á landi og flóra félaga sem keppa þar á hæsta stigi stækkar. Gríðarleg spenna var þegar úrslitin réðust í deildakeppninni í Hafnarfirði í dag. Auður Tinna Aðalbjarnardóttir er formaður Borðtennissambands Íslands og jafnframt fyrsta konan í því embætti. Hjá sambandinu hefur áhersla verið lögð á fjölgun kvenna síðustu misseri sem er að bera ávöxt. „Ekki spurning. Undanfarin ár hefur verið ágætlega mikið af borðtenniskonum hjá KR, í Víkingi og BH hér á höfuðborgarsvæðinu. Núna eru mjög flott lið mætt til leiks frá Garpi á Suðurlandi og BR á Reykjanesinu. Það er mikill fengur af því“ sagði Auður Tinna í viðtali við Val Pál Eiríksson í Sportpakkanum fyrr í kvöld. „Frá því ég man eftir mér hefur þetta verið annað hvort KR eða Víkingur sem hefur unnið Íslandsmeistaratitil kvenna. Í dag eru það BH konur sem eru í séns og þær eru með fyrsta erlenda spilarann sem er keyptur til að vera með í deildinni. Það verður mjög spennandi að fylgjast með BH, KR og Víkingi í dag,“ bætti Auður Tinna við. Gríðarleg spenna undir lokin Spennan var sannarlega mikil þegar keppnin fór fram í dag. Liðin þrjú sem Auður Tinna nefndi höfðu öll möguleika á deildartitlinum en snemma í dag varð hins vegar ljóst að keppnin yrði á milli Víkings og BH. Liðin tvö unnu alla sína leiki í dag nema innbyrðisviðureignina þar sem þau gerðu jafntefli sín á milli. Þau enduðu því jöfn á toppnum og þá þurfti að líta til stakra unna leiki en bæði unnu þau sautján leiki og töpuðu sjö í deildinni. Því var aftur jafnt og skoða þurfti unnar lotur. Vegna þessarar jöfnu stöðu vissu leikmenn liðanna tveggja ekki hvort þeirra væri sigurvegari þegar komið var að verðlaunaafhendingu. Upp úr hattinum kom að BH hafði unnið fleiri lotur og er því deildarmeistari í fyrsta sinn í kvennaflokki. Liðið beindur þar með enda á 33 ára sigurgöngu Víkings og KR sem hafa unnið á hverju einasta ári síðan árið 1990. Frétt Vals Páls má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Borðtennis Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim vill Neves Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? ÍR - Valur | Sjóðheitir gestir í Breiðholti Tindastóll - KR | Sá fyrsti eftir metaleikinn mikla Þór Þ. - Grindavík | Ólíkt hafast þau að Keflavík - Njarðvík | Montrétturinn í húfi fyrir jólin KA/Þór - Valur | Hungraðar heimakonur í síðasta leik fyrir jól Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Snorri kynnti EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sjá meira
Auður Tinna Aðalbjarnardóttir er formaður Borðtennissambands Íslands og jafnframt fyrsta konan í því embætti. Hjá sambandinu hefur áhersla verið lögð á fjölgun kvenna síðustu misseri sem er að bera ávöxt. „Ekki spurning. Undanfarin ár hefur verið ágætlega mikið af borðtenniskonum hjá KR, í Víkingi og BH hér á höfuðborgarsvæðinu. Núna eru mjög flott lið mætt til leiks frá Garpi á Suðurlandi og BR á Reykjanesinu. Það er mikill fengur af því“ sagði Auður Tinna í viðtali við Val Pál Eiríksson í Sportpakkanum fyrr í kvöld. „Frá því ég man eftir mér hefur þetta verið annað hvort KR eða Víkingur sem hefur unnið Íslandsmeistaratitil kvenna. Í dag eru það BH konur sem eru í séns og þær eru með fyrsta erlenda spilarann sem er keyptur til að vera með í deildinni. Það verður mjög spennandi að fylgjast með BH, KR og Víkingi í dag,“ bætti Auður Tinna við. Gríðarleg spenna undir lokin Spennan var sannarlega mikil þegar keppnin fór fram í dag. Liðin þrjú sem Auður Tinna nefndi höfðu öll möguleika á deildartitlinum en snemma í dag varð hins vegar ljóst að keppnin yrði á milli Víkings og BH. Liðin tvö unnu alla sína leiki í dag nema innbyrðisviðureignina þar sem þau gerðu jafntefli sín á milli. Þau enduðu því jöfn á toppnum og þá þurfti að líta til stakra unna leiki en bæði unnu þau sautján leiki og töpuðu sjö í deildinni. Því var aftur jafnt og skoða þurfti unnar lotur. Vegna þessarar jöfnu stöðu vissu leikmenn liðanna tveggja ekki hvort þeirra væri sigurvegari þegar komið var að verðlaunaafhendingu. Upp úr hattinum kom að BH hafði unnið fleiri lotur og er því deildarmeistari í fyrsta sinn í kvennaflokki. Liðið beindur þar með enda á 33 ára sigurgöngu Víkings og KR sem hafa unnið á hverju einasta ári síðan árið 1990. Frétt Vals Páls má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Borðtennis Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim vill Neves Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? ÍR - Valur | Sjóðheitir gestir í Breiðholti Tindastóll - KR | Sá fyrsti eftir metaleikinn mikla Þór Þ. - Grindavík | Ólíkt hafast þau að Keflavík - Njarðvík | Montrétturinn í húfi fyrir jólin KA/Þór - Valur | Hungraðar heimakonur í síðasta leik fyrir jól Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Snorri kynnti EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sjá meira