Þriggja ára dómur fyrir brot gegn stjúpdóttur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. nóvember 2023 06:45 Lögregubíll fyrir utan Landsrétt í Kársnesinu í Kópavogi. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa ítrekað og reglulega beitt stjúpdóttur sína kynferðisofbeldi á þriggja ára tímabili. Maðurinn er jafnframt dæmdur til að greiða stúlkunni 2,5 milljónir króna í miskabætur. Landsréttur staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjaness frá því í apríl í fyrra. Forsaga málsins er sú að í maí 2019 fór barnaverndarnefnd fram á lögreglurannsókn vegna gruns um kynferðisofbeldi gegn stúlkunni sem var þá þrettán ára gömul. Fram kom í bréfinu að tilkynning hefði borist frá móður vinkonu stúlkunnar, en stúlkan hafði þá sagt vinkonu sinni frá því að stjúpfaðir hennar hefði misnotað hana kynferðislega í fjögur ár. Kom inn til hennar á nóttunni og lét hana snerta sig Skýrsla var tekin af stúlkunni í Barnahúsi síðar sama mánuð þar sem hún greindi frá því að stjúpfaðirinn kæmi inn til hennar á næturnar, snerti hana og léti hana snerta hann. Hún svæfi alltaf í nærfötum og náttfötum en hann snerti hana undir fötunum og læti hana snerta á honum typpið. Stúlkan greindi jafnframt frá því í skýrslutökunni að þetta hefði fyrst gerst þegar hún var ellefu eða tólf ára. Hún léti oft sem hún væri sofandi þegar hann kæmi inn til hennar. Frá því að hann hefði komið inn til hennar í fyrsta sinn hafi hún ekki treyst honum og talaði varla við hann lengur. Þá hefði hann eitt sinn farið að gráta og lofað að snerta hana ekki aftur en hann hefði ekki staðið við það. Sömuleiðis að hann gerði þetta ekki við hana þær helgar sem stjúpsystir hennar væri hjá þeim, en hún gisti í sama herbergi og stúlkan. „Eitt atvik hefði verið það versta en þá hefði ákærði látið hana snerta typpið á sér og á meðan hefði hann snert brjóst hennar og svo hefði hann sett typpið í munn hennar. Hún hefði verið mjög hrædd og farið að gráta eftir að hann fór. Innt eftir því hvernig typpið á honum væri þegar hann léti hana snerta það sagði brotaþoli að það væri stórt og hart og hann léti hana snerta það með því að ýta fram og til baka,“ sagði í dómi héraðsdóms. Hafði sýnt óvenjulega kynferðislega hegðun frá barnæsku Við yfirheyrslu neitaði stjúpfaðirinn sök og sagðist einungis hafa farið inn í herbergi stúlkunnar til þess að setja síma hennar í hleðslu og opna glugga en aldrei á nóttunni. Tekin var skýrsla af fjölda vitna sem studdu framburð stúlkunnar og niðurstöður úr sálfræðimati sem studdu hana sömuleiðis. Flest vitna voru vinkonur hennar, sem hún hafði sagt frá hvað væri í gangi. Þá kom fram í vitnisburði móður stúlkunnar að stjúpfaðirinn, sambýlismaður móðurinnar, hafi sýnt óvenjulega kynferðislega hegðun. Hann hafi sagt henni að hann hafi gert það frá unga aldri og verið í sálfræðimeðferð að frumkvæði foreldra hans. Hann hafi sömleiðis sótt meðferðarfundi fyrir kynlífsfíkla og endurtekið haldið fram hjá henni. Vegna alvarleika brotanna mat dómurinn svo að ekki bæri að skilyrðisbinda dóminn. Rannsókn málsins hafi hins vegar verið að mestu lokið árið 2019 en málið ekki sent héraðssaksóknara fyrr en í ágúst 2021 og ákæra gefin út í desember. Því hafi hæfileg refsing verið metin þrjú ár í fangelsi. Landsréttur féllst ekki á neina af þeim athugasemdum sem lögmaður karlmannsins gerði við áfrýjun málsins til Landsréttar. Var dómurinn því staðfestur. Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Landsréttur staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjaness frá því í apríl í fyrra. Forsaga málsins er sú að í maí 2019 fór barnaverndarnefnd fram á lögreglurannsókn vegna gruns um kynferðisofbeldi gegn stúlkunni sem var þá þrettán ára gömul. Fram kom í bréfinu að tilkynning hefði borist frá móður vinkonu stúlkunnar, en stúlkan hafði þá sagt vinkonu sinni frá því að stjúpfaðir hennar hefði misnotað hana kynferðislega í fjögur ár. Kom inn til hennar á nóttunni og lét hana snerta sig Skýrsla var tekin af stúlkunni í Barnahúsi síðar sama mánuð þar sem hún greindi frá því að stjúpfaðirinn kæmi inn til hennar á næturnar, snerti hana og léti hana snerta hann. Hún svæfi alltaf í nærfötum og náttfötum en hann snerti hana undir fötunum og læti hana snerta á honum typpið. Stúlkan greindi jafnframt frá því í skýrslutökunni að þetta hefði fyrst gerst þegar hún var ellefu eða tólf ára. Hún léti oft sem hún væri sofandi þegar hann kæmi inn til hennar. Frá því að hann hefði komið inn til hennar í fyrsta sinn hafi hún ekki treyst honum og talaði varla við hann lengur. Þá hefði hann eitt sinn farið að gráta og lofað að snerta hana ekki aftur en hann hefði ekki staðið við það. Sömuleiðis að hann gerði þetta ekki við hana þær helgar sem stjúpsystir hennar væri hjá þeim, en hún gisti í sama herbergi og stúlkan. „Eitt atvik hefði verið það versta en þá hefði ákærði látið hana snerta typpið á sér og á meðan hefði hann snert brjóst hennar og svo hefði hann sett typpið í munn hennar. Hún hefði verið mjög hrædd og farið að gráta eftir að hann fór. Innt eftir því hvernig typpið á honum væri þegar hann léti hana snerta það sagði brotaþoli að það væri stórt og hart og hann léti hana snerta það með því að ýta fram og til baka,“ sagði í dómi héraðsdóms. Hafði sýnt óvenjulega kynferðislega hegðun frá barnæsku Við yfirheyrslu neitaði stjúpfaðirinn sök og sagðist einungis hafa farið inn í herbergi stúlkunnar til þess að setja síma hennar í hleðslu og opna glugga en aldrei á nóttunni. Tekin var skýrsla af fjölda vitna sem studdu framburð stúlkunnar og niðurstöður úr sálfræðimati sem studdu hana sömuleiðis. Flest vitna voru vinkonur hennar, sem hún hafði sagt frá hvað væri í gangi. Þá kom fram í vitnisburði móður stúlkunnar að stjúpfaðirinn, sambýlismaður móðurinnar, hafi sýnt óvenjulega kynferðislega hegðun. Hann hafi sagt henni að hann hafi gert það frá unga aldri og verið í sálfræðimeðferð að frumkvæði foreldra hans. Hann hafi sömleiðis sótt meðferðarfundi fyrir kynlífsfíkla og endurtekið haldið fram hjá henni. Vegna alvarleika brotanna mat dómurinn svo að ekki bæri að skilyrðisbinda dóminn. Rannsókn málsins hafi hins vegar verið að mestu lokið árið 2019 en málið ekki sent héraðssaksóknara fyrr en í ágúst 2021 og ákæra gefin út í desember. Því hafi hæfileg refsing verið metin þrjú ár í fangelsi. Landsréttur féllst ekki á neina af þeim athugasemdum sem lögmaður karlmannsins gerði við áfrýjun málsins til Landsréttar. Var dómurinn því staðfestur.
Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira