Skammsýni útilokar fólk Stefán Vilbergsson skrifar 10. nóvember 2023 15:08 Mikill þrýstingur er á yfirvöld sem stýra reglum um byggingar að láta ekki þarfir fólks standa í vegi fyrir uppbyggingu. Sumir vilja kenna algildri hönnun um að verð á húsnæði sé jafn hátt og raun ber vitni. Engin gögn liggja fyrir sem styðja það. Hins vegar má benda á að skortur á algildri hönnun, óaðgengilegt nærumhverfi og skortur á viðeigandi þjónustu skerðir búsetufrelsi fatlaðs fólks og neyðir suma fatlaða einstaklinga til að flytja gegn vilja sínum. Hvar má fatlað fólk búa? Framboð húsnæðis er mun minna fyrir fatlað fólk en aðra. Óaðgengileg hönnun íbúða síðustu áratuga og nærumhverfis þrengir verulega að tækifærum fatlaðs fólks um að komast í örugga búsetu á eigin forsendum. Dæmi eru um að fatlað fólk hafi þurft að hætta við fyrirhuguð kaup eða leigu sökum þess að það gat ómögulega athafnað sig í íbúðinni eða gat ekki komist inn án aðstoðar. Þá eru dæmi um að félagslegum leiguíbúðum sé ekki úthlutað til fatlaðs fólks á sömu forsendum. Flestar íbúðir eru óaðgengilegar Það er stærsta fjárfesting í lífi fólks að kaupa sér húsnæði. Það verður að vanda til verka, því að húsnæði þarf að endast og uppfylla þarfir þess fólks sem vill og þarf að búa í því. Það er hagkvæmt að íbúðarhúsnæði sé hannað og byggt þannig að það henti öllum því að breytingar eru kostnaðarsamar. Því er mikilvægt að framfylgja mannvirkjalögum sem styðja þá kröfu um að fatlað fólk eigi að fá búa þar sem það vill án íþyngjandi sérlausna. Við þurfum að standa vörð um þessi ákvæði og tryggja aðgengi fyrir alla með algildri hönnun á nýbyggingum án undanþága og jafnframt veita styrki og lán til endurbóta á gömlum íbúðum og sameignum. Í nýrri skýrslu um húsnæðismál fatlaðs fólks kemur fram að meirihluti íbúðarhúsnæðis á Íslandi er óaðgengilegur fötluðu fólki, en á sama tíma er þjóðin skarpt að eldast. Skert hreyfigeta fylgir gjarnan aldrinum og 46% eldra fólks í heiminum glímir við einhvers konar skerðingar, en á Íslandi er ekki hægt að fá styrki til breytinga á íbúðarhúsnæði eins og í löndunum í kring. Auknar kröfur á aðgengi fyrir alla að byggingum fela í sér að eldra fólk getur búið lengur á eigin heimili og þarf síður að flytja sig í þjónustuíbúðir eða á hjúkrunarheimili og einfaldar því að sækja sér sjálft þjónustu utan heimilis. Við þurfum ekki að finna upp hjólið Við þurfum öll að búa við húsnæðisöryggi. Við ættum að horfa yfir hafið til frænda okkar Norðmanna sem hafa um langt skeið haft þá stefnu að fólk eigi rétt á að búa í húsnæði án þess að eiga á hættu að þurfa að hrökklast út á götuna. Kerfið styður þessa stefnu með lánum og styrkjum til einstaklinga sem hafa lítið lánshæfi, búa við há húsnæðisútgjöld eða lenda í tímabundnum fjárhagserfiðleikum. Fatlað fólk í Noregi getur líka sótt um styrk frá Husbanken til að aðlaga húsnæði svo að það geti búið þar. Einnig er hægt að sækja um styrk til að fá faglega hjálp, t.a.m. frá arkitekt eða verkfræðingi, við að bæði leggja mat á hvaða breytingar þarf að gera á húsnæði til að uppfylla þarfir íbúans og til að hanna breytingar fyrir framkvæmdir. Jafnframt geta húsfélög sótt um styrk fyrir uppsetningu á lyftu í eldra íbúðarhúsnæði. Í því samhengi er vert að benda á skýrsluna Etterinstallering av heis i lågblokker frá Husbanken þar sem meðal annars má finna rökstuðning um ávinning sveitarfélaga af lyftustyrkjum fyrir fjölbýlishús. Það væri óskandi að Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) hefði sama samfélagshlutverk og norski Husbanken er varðar lánveitingar og styrki. Það er óþarfi að reyna að finna upp hjólið þegar það gengur smurt í næsta nágrenni. Höfundur er verkefnastjóri hjá ÖBÍ réttindasamtökum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Mikill þrýstingur er á yfirvöld sem stýra reglum um byggingar að láta ekki þarfir fólks standa í vegi fyrir uppbyggingu. Sumir vilja kenna algildri hönnun um að verð á húsnæði sé jafn hátt og raun ber vitni. Engin gögn liggja fyrir sem styðja það. Hins vegar má benda á að skortur á algildri hönnun, óaðgengilegt nærumhverfi og skortur á viðeigandi þjónustu skerðir búsetufrelsi fatlaðs fólks og neyðir suma fatlaða einstaklinga til að flytja gegn vilja sínum. Hvar má fatlað fólk búa? Framboð húsnæðis er mun minna fyrir fatlað fólk en aðra. Óaðgengileg hönnun íbúða síðustu áratuga og nærumhverfis þrengir verulega að tækifærum fatlaðs fólks um að komast í örugga búsetu á eigin forsendum. Dæmi eru um að fatlað fólk hafi þurft að hætta við fyrirhuguð kaup eða leigu sökum þess að það gat ómögulega athafnað sig í íbúðinni eða gat ekki komist inn án aðstoðar. Þá eru dæmi um að félagslegum leiguíbúðum sé ekki úthlutað til fatlaðs fólks á sömu forsendum. Flestar íbúðir eru óaðgengilegar Það er stærsta fjárfesting í lífi fólks að kaupa sér húsnæði. Það verður að vanda til verka, því að húsnæði þarf að endast og uppfylla þarfir þess fólks sem vill og þarf að búa í því. Það er hagkvæmt að íbúðarhúsnæði sé hannað og byggt þannig að það henti öllum því að breytingar eru kostnaðarsamar. Því er mikilvægt að framfylgja mannvirkjalögum sem styðja þá kröfu um að fatlað fólk eigi að fá búa þar sem það vill án íþyngjandi sérlausna. Við þurfum að standa vörð um þessi ákvæði og tryggja aðgengi fyrir alla með algildri hönnun á nýbyggingum án undanþága og jafnframt veita styrki og lán til endurbóta á gömlum íbúðum og sameignum. Í nýrri skýrslu um húsnæðismál fatlaðs fólks kemur fram að meirihluti íbúðarhúsnæðis á Íslandi er óaðgengilegur fötluðu fólki, en á sama tíma er þjóðin skarpt að eldast. Skert hreyfigeta fylgir gjarnan aldrinum og 46% eldra fólks í heiminum glímir við einhvers konar skerðingar, en á Íslandi er ekki hægt að fá styrki til breytinga á íbúðarhúsnæði eins og í löndunum í kring. Auknar kröfur á aðgengi fyrir alla að byggingum fela í sér að eldra fólk getur búið lengur á eigin heimili og þarf síður að flytja sig í þjónustuíbúðir eða á hjúkrunarheimili og einfaldar því að sækja sér sjálft þjónustu utan heimilis. Við þurfum ekki að finna upp hjólið Við þurfum öll að búa við húsnæðisöryggi. Við ættum að horfa yfir hafið til frænda okkar Norðmanna sem hafa um langt skeið haft þá stefnu að fólk eigi rétt á að búa í húsnæði án þess að eiga á hættu að þurfa að hrökklast út á götuna. Kerfið styður þessa stefnu með lánum og styrkjum til einstaklinga sem hafa lítið lánshæfi, búa við há húsnæðisútgjöld eða lenda í tímabundnum fjárhagserfiðleikum. Fatlað fólk í Noregi getur líka sótt um styrk frá Husbanken til að aðlaga húsnæði svo að það geti búið þar. Einnig er hægt að sækja um styrk til að fá faglega hjálp, t.a.m. frá arkitekt eða verkfræðingi, við að bæði leggja mat á hvaða breytingar þarf að gera á húsnæði til að uppfylla þarfir íbúans og til að hanna breytingar fyrir framkvæmdir. Jafnframt geta húsfélög sótt um styrk fyrir uppsetningu á lyftu í eldra íbúðarhúsnæði. Í því samhengi er vert að benda á skýrsluna Etterinstallering av heis i lågblokker frá Husbanken þar sem meðal annars má finna rökstuðning um ávinning sveitarfélaga af lyftustyrkjum fyrir fjölbýlishús. Það væri óskandi að Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) hefði sama samfélagshlutverk og norski Husbanken er varðar lánveitingar og styrki. Það er óþarfi að reyna að finna upp hjólið þegar það gengur smurt í næsta nágrenni. Höfundur er verkefnastjóri hjá ÖBÍ réttindasamtökum.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar