„Nóttin var vægast sagt hræðileg“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 9. nóvember 2023 12:09 Lilja Ósk, íbúi í Grindavík náði hljóðbroti af drununum á heimili hennar þegar skjálfti reið yfir í nótt. Hér er hún ásamt börnunum sínum. Hljóðbrot sem Lilja Ósk Sigmarsdóttir, íbúi í Grindavík náði þegar stór skjálfti reið yfir í nótt, sýnir raunveruleikann sem íbúar búa við þessa dagana. Hún segir nóttina hafa verið hræðilega og taugakerfið orðið ansi marið. Lilja tók meðfylgjandi myndband þegar skjálfti af stærðinni 4.1 gekk yfir um klukkan hálf eitt í nótt. Hún, líkt og fjölmargir íbúar Grindavíkur, svaf ekki mikið í nótt vegna fjölda kröftugra skjálfta. „Nóttin var vægast sagt hræðileg. Þetta var linnulaust í tvo klukkutíma, þessar drunur. Manni stendur nú ekki alveg á sama,“ segir Lilja í samtali við fréttastofu. Hljóðið í íbúum bæjarins sé ekki gott. „Fólk er náttúrulega bara rosalega skelkað. Þetta tekur rosalega á. Maður getur einhvernveginn ekkert undirbúið sig undir skjálfta, hann kemur alltaf jafn mikið á óvart. Svo er maður að bíða eftir að það komi stærri. Þetta er svolítið skrítið ástand.“ „Þetta verður allt í lagi“ Dæmi eru um íbúa í Grindavík sem hafa flúið bæinn, hafa farið í sumarbústaði eða til ættingja eða vina. Þrátt fyrir allt hyggst Lilja ekki gera það og ætlar að vera áfram heima. „Mér finnst eiginlega betra að vera hér. Ég hugsaði það samt í síðustu hrynu, þá var ég komin á það að fara. En ég er einhvern veginn öllu rólegri núna.“ Íbúar í Grindavík eru margir svefnvana eftir nóttina. Vísir/Vilhelm Í fyrstu tveimur hrynunum telur Lilja að skortur á upplýsingum hafi hrætt fólk. Nú viti fólk meira og treysti því að verið sé að gera allt sem hægt er að gera. Það gerist ekkert hræðilegt. Maður fer svolítið inn í það þannig að þetta verði allt í lagi. Í færslu á Facebook segist hún hafa farið í gegnum marga rússíbana af tilfinningum og hræðslu. „Taugakerfið er orðið ansi marið og það þarf ekki nema bílhurð að skella til að maður kippist við.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Bláa lóninu lokað í viku en starfsmenn fá greitt og gestir endurgreitt Forsvarsmenn Bláa lónsins hafa ákveðið að loka starfstöðvum sínum í Svartsengi í eina viku, þrátt fyrir að viðbúnaðarstig almannavarna hafi ekki verið aukið. 9. nóvember 2023 07:23 „Vill einhver kaupa hús hérna í Eyjabyggðinni? Er að spyrja fyrir vin“ Alls hafa 24 skjálftar mælst yfir 3 að stærð frá miðnætti, allir í nágrenni við Þorbjörn, þar sem vel er fylgst með kvikuinnskoti í Reykjaness-Svartsengis eldstöðvakerfinu. 9. nóvember 2023 06:30 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Fleiri fréttir Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Sjá meira
Lilja tók meðfylgjandi myndband þegar skjálfti af stærðinni 4.1 gekk yfir um klukkan hálf eitt í nótt. Hún, líkt og fjölmargir íbúar Grindavíkur, svaf ekki mikið í nótt vegna fjölda kröftugra skjálfta. „Nóttin var vægast sagt hræðileg. Þetta var linnulaust í tvo klukkutíma, þessar drunur. Manni stendur nú ekki alveg á sama,“ segir Lilja í samtali við fréttastofu. Hljóðið í íbúum bæjarins sé ekki gott. „Fólk er náttúrulega bara rosalega skelkað. Þetta tekur rosalega á. Maður getur einhvernveginn ekkert undirbúið sig undir skjálfta, hann kemur alltaf jafn mikið á óvart. Svo er maður að bíða eftir að það komi stærri. Þetta er svolítið skrítið ástand.“ „Þetta verður allt í lagi“ Dæmi eru um íbúa í Grindavík sem hafa flúið bæinn, hafa farið í sumarbústaði eða til ættingja eða vina. Þrátt fyrir allt hyggst Lilja ekki gera það og ætlar að vera áfram heima. „Mér finnst eiginlega betra að vera hér. Ég hugsaði það samt í síðustu hrynu, þá var ég komin á það að fara. En ég er einhvern veginn öllu rólegri núna.“ Íbúar í Grindavík eru margir svefnvana eftir nóttina. Vísir/Vilhelm Í fyrstu tveimur hrynunum telur Lilja að skortur á upplýsingum hafi hrætt fólk. Nú viti fólk meira og treysti því að verið sé að gera allt sem hægt er að gera. Það gerist ekkert hræðilegt. Maður fer svolítið inn í það þannig að þetta verði allt í lagi. Í færslu á Facebook segist hún hafa farið í gegnum marga rússíbana af tilfinningum og hræðslu. „Taugakerfið er orðið ansi marið og það þarf ekki nema bílhurð að skella til að maður kippist við.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Bláa lóninu lokað í viku en starfsmenn fá greitt og gestir endurgreitt Forsvarsmenn Bláa lónsins hafa ákveðið að loka starfstöðvum sínum í Svartsengi í eina viku, þrátt fyrir að viðbúnaðarstig almannavarna hafi ekki verið aukið. 9. nóvember 2023 07:23 „Vill einhver kaupa hús hérna í Eyjabyggðinni? Er að spyrja fyrir vin“ Alls hafa 24 skjálftar mælst yfir 3 að stærð frá miðnætti, allir í nágrenni við Þorbjörn, þar sem vel er fylgst með kvikuinnskoti í Reykjaness-Svartsengis eldstöðvakerfinu. 9. nóvember 2023 06:30 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Fleiri fréttir Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Sjá meira
Bláa lóninu lokað í viku en starfsmenn fá greitt og gestir endurgreitt Forsvarsmenn Bláa lónsins hafa ákveðið að loka starfstöðvum sínum í Svartsengi í eina viku, þrátt fyrir að viðbúnaðarstig almannavarna hafi ekki verið aukið. 9. nóvember 2023 07:23
„Vill einhver kaupa hús hérna í Eyjabyggðinni? Er að spyrja fyrir vin“ Alls hafa 24 skjálftar mælst yfir 3 að stærð frá miðnætti, allir í nágrenni við Þorbjörn, þar sem vel er fylgst með kvikuinnskoti í Reykjaness-Svartsengis eldstöðvakerfinu. 9. nóvember 2023 06:30