„Vill einhver kaupa hús hérna í Eyjabyggðinni? Er að spyrja fyrir vin“ Hólmfríður Gísladóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 9. nóvember 2023 06:30 Skjálftavirknin þegar staðan var tekin um klukkan þrjú í nótt. Veðurstofa Íslands Alls hafa 24 skjálftar mælst yfir 3 að stærð frá miðnætti, allir í nágrenni við Þorbjörn, þar sem vel er fylgst með kvikuinnskoti í Reykjaness-Svartsengis eldstöðvakerfinu. Skjálftarnir hafa haldið vöku fyrir íbúum í Grindavík. „Það verður ekki mikið sofið í nótt sýnist mér. Þetta er frekar óhugguleg lífsreynsla,“ sagði Páll Valur Björnsson, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar og bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Grindavík, á Facebook í nótt. Sagði hann engu líkara en að skjálftarnir ættu upptök sín undir heimili hans og auglýsti það til sölu. „Vill einhver kaupa hús hérna í Eyjabyggðinni? Er að spyrja fyrir vin,“ sagði hann á léttum nótum. Ef marka má samfélagsmiðla hafa skjálftarnir fundist vel í Keflavík, Njarðvík, Reykjavík, á Akranesi og í Borgarnesi. Stærsti skjálftinn, 5 að stærð, reið yfir klukkan 00:45 í nótt en þrír skjálftar til viðbótar reyndust 4 eða meira að stærð. Síðasti skjálftinn sem var yfir 3 mældist rétt fyrir klukkan þrjú í nótt. Ekkert bendir til gosóróa Minney Sigurðardóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, segir að hrinan kröftuga hafi hafist upp úr miðnætti í nótt. „Þetta hefst í þremur hviðum á tveggja tíma bili og voru sautján skjálftar yfir þremur að stærð á þeim tíma. Þar á meðal stærsti skjálftinn til þessa frá 25. október, fimm stig að stærð. Síðan nokkru seinna komu tveir skjálftar, annar 4,3 og hinn 3,9,“ segir Minney. Hún segir að það hafi fljótt dregið úr að nýju og síðan þá hafi verið heldur rólegt á svæðinu. „Það er hrina í gangi ennþá, það tikka inn smjáskjálftar en það hefur dregið töluvert úr síðan í nótt.“ Minney segir að skjálftarnir séu að raðast á mismunandi dýpi. „Að meðaltali er þetta á fjórum kílómetrum en einnig eitthvað dýpra og eitthvað grynnra. Við leyfum sérfræðingunum að rýna betur í þetta á eftir,“ segir hún og bætir við að ekkert hafi komið fram sem bendi til þess að gosórói sé á svæðinu. Hún segir að Veðurstofunni hafi ekki borist neinar tilkynningar um tjón af völdum stóra skjálftans sem mældist 5 stig að stærð en hann mun hafa fundist vel á öllu Suðvesturhorninu og alveg upp í Borgarnes. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Sjá meira
Skjálftarnir hafa haldið vöku fyrir íbúum í Grindavík. „Það verður ekki mikið sofið í nótt sýnist mér. Þetta er frekar óhugguleg lífsreynsla,“ sagði Páll Valur Björnsson, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar og bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Grindavík, á Facebook í nótt. Sagði hann engu líkara en að skjálftarnir ættu upptök sín undir heimili hans og auglýsti það til sölu. „Vill einhver kaupa hús hérna í Eyjabyggðinni? Er að spyrja fyrir vin,“ sagði hann á léttum nótum. Ef marka má samfélagsmiðla hafa skjálftarnir fundist vel í Keflavík, Njarðvík, Reykjavík, á Akranesi og í Borgarnesi. Stærsti skjálftinn, 5 að stærð, reið yfir klukkan 00:45 í nótt en þrír skjálftar til viðbótar reyndust 4 eða meira að stærð. Síðasti skjálftinn sem var yfir 3 mældist rétt fyrir klukkan þrjú í nótt. Ekkert bendir til gosóróa Minney Sigurðardóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, segir að hrinan kröftuga hafi hafist upp úr miðnætti í nótt. „Þetta hefst í þremur hviðum á tveggja tíma bili og voru sautján skjálftar yfir þremur að stærð á þeim tíma. Þar á meðal stærsti skjálftinn til þessa frá 25. október, fimm stig að stærð. Síðan nokkru seinna komu tveir skjálftar, annar 4,3 og hinn 3,9,“ segir Minney. Hún segir að það hafi fljótt dregið úr að nýju og síðan þá hafi verið heldur rólegt á svæðinu. „Það er hrina í gangi ennþá, það tikka inn smjáskjálftar en það hefur dregið töluvert úr síðan í nótt.“ Minney segir að skjálftarnir séu að raðast á mismunandi dýpi. „Að meðaltali er þetta á fjórum kílómetrum en einnig eitthvað dýpra og eitthvað grynnra. Við leyfum sérfræðingunum að rýna betur í þetta á eftir,“ segir hún og bætir við að ekkert hafi komið fram sem bendi til þess að gosórói sé á svæðinu. Hún segir að Veðurstofunni hafi ekki borist neinar tilkynningar um tjón af völdum stóra skjálftans sem mældist 5 stig að stærð en hann mun hafa fundist vel á öllu Suðvesturhorninu og alveg upp í Borgarnes.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Sjá meira