Segir engan hafa staðið í vegi rannsóknar á Hunter Biden Samúel Karl Ólason skrifar 7. nóvember 2023 22:08 David Weiss í húsnæði dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í dag. AP/Alex Brandon David Weiss, sérstakur saksóknari dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, sem haft hefur Hunter Biden, son Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, til rannsóknar, segir embættismenn ekki hafa staðið í vegi sér. Hann sagðist hafa fullt yfirráð yfir rannsókninni og enginn hefði reynt að grípa fram fyrir hendurnar á sér. Þetta sagði Weiss á fundi dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í dag, samkvæmt frétt Washington Post. Er það í kjölfar þess að tveir rannsakendur skattsins sögðu fyrr á árinu að embættismenn hefðu reynt að hægja á rannsókninni. Þingmenn Repúblikanaflokksins hafa tekið undir þessar ásakanir. Weiss, sem skipaður var í embætti af Donald Trump, fyrrverandi forseta, hefur áður sagt þær rangar og ítrekaði það á áðurnefndum fundi í dag. Afar sjaldgæft er að sérstakir saksóknarar mæti á þingfundi áður en rannsóknum þeirra lýkur en hann er sagður hafa mætt vegna þess hve alvarlega þessum ásökunum hefur verið tekið. „Ég er og hef alltaf verið sá sem tekur ákvarðanir í þessu máli,“ sagði Weiss samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs. Hann sagðist ekki taka ákvarðanir í tómarúmi enda væri hann bundinn af lögum og starfsreglum. Hann sagði að á engum tímapunkti hefði einhver reynt að standa í vegi hans eða reyna að koma í veg fyrir að hann gripi til aðgerða, eins og að ákæra Hunter Biden. Ákærður fyrir að ljúga á eyðublaði Weiss hefur ákært Hunter Biden fyrir að ljúga á eyðublaði þegar hann keypti skotvopn árið 2018. Hann var þá í mikilli neyslu fíkniefna en laug á eyðublaðinu að svo væri ekki. Saksóknarinn hafði einnig verið með Hunter til rannsóknar vegna skattsvika á árum áður, þegar hann var í neyslu, og náðist samkomulag milli saksóknara og lögmanna Hunters. Það náði þó ekki fram að ganga þegar í ljós kom að saksóknarar og lögmenn Hunters voru ekki sammála um hvað samkomulagið fæli í sér. Repúblikanar, sem fara með meirihluta í fulltrúadeildinni, hafa einnig hafði rannsókn á því hvort Joe Biden hafi brotið af sér í starfi og tilefni sé til að ákæra hann fyrir embættisbrot. Lítið hefur farið fyrir þeirri rannsókn á undanförnum vikum, sem að hluta til má rekja til þeirrar óreiðu sem einkennt hefur fulltrúadeildina undanfarnar vikur, eftir að þingmaðurinn Matt Gaetz og nokkrir aðrir boluðu Kevin McCarthy úr embætti þingforseta. Meðal annars ætla Repúblikanar að rannsaka hvort Joe Biden hafi hagnast af viðskiptum sonar hans, Hunter. Fyrsti nefndarfundurinn um þessa rannsókn þótti ekki fara vel fyrir Repúblikana þar sem þeirra eigin vitni grófu undan ásökunum þeirra. Á nefndarfundinum í dag varaði Weiss þingmenn við því að mörgum spurningum gæti hann ekki svarað þar sem rannsókn hans væri enn yfirstandandi. Það féll þó ekki í kramið hjá þingmönnum Repúblikanaflokksins, sem gagnrýndu Weiss í hádegishléi og eftir fundinn fyrir að svara þeim. Matt Gaetz sagði Weiss ekki hafa verið á fundinum í anda og gagnrýndi hann fyrir að svara ekki spurningum þingmanna nægilega vel. Darrell Issa gagnrýndi Weiss fyrir að útskýra ekki áðurnefnt samkomulag við Hunter Biden og sagði saksóknarann hafa engin svör varðandi það af hverju hann hafi ætlað að bjóða syni forsetans samkomulag sem útilokaði ákærur fyrir aðra glæpi. Demókratar sögðu fundinn hafa verið tímasóun og saka Repúblikana um að reyna að hafa áhrif á Weiss. „Þetta er fordæmalaust. Þú truflar ekki rannsókn með nefndarfundum. Þetta er í fyrsta sinn sem það hefur gerst,“ sagði Glenn Ivey. Þá sagði hann það augljósa ástæðu þess að Weiss hefði ekki getað svarað öllum spurningunum. Hann vildi ekki skemma fyrir rannsókn sinni. Jerrold Nadler, æðsti Demókratinn í nefndinni, sagði hafa komið skýrt fram að enginn hefði sett tálma í veg Weiss. „Ég meina, Repúblikanar reyndu að fá hann til að segja eitthvað, en þeir töluðu bara um sömu hlutina aftur og aftur,“ sagði Nadler. Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Hunter Biden ákærður Alríkissaksóknarar hafa gefið út ákæru á hendur Hunter Biden, syni Joe Biden Bandaríkjaforseta, þar sem hann er sagður hafa komist ólöglega yfir skotvopn í október árið 2018, eftir að hafa logið til um að neyta ekki né vera háður fíkniefnum. 15. september 2023 07:10 Hefja formlega rannsókn á Biden Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, tilkynnti í dag að opnuð yrði formleg rannsókn sem beinist að Joe Biden, forseta, og ætlað væri að kanna hvort tilefni væri til að ákæra hann fyrir embættisbrot. Rannsóknin á að beinast að viðskiptaumsvifum fjölskyldu Bidens. 12. september 2023 20:17 Boðar nýja ákæru á hendur syni Biden Sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins segist stefna að því að gefa út nýja ákæru á hendur Hunter Biden, syni Bandaríkjaforseta, fyrir lok þessa mánaðar. Biden hafði áður samþykkt að játa sig sekan um skatta- og skotvopnalagabrot en sáttinni var spillt í sumar. 7. september 2023 08:50 Sonur Biden játar sig sekan um skattsvik Hunter Biden, sonur Joes Biden Bandaríkjaforseta, gerði játningarkaup við alríkissaksóknara sem eiga að koma honum undan fangelsisvist. Með samkomulaginu játar Biden minniháttar skattsvik en kemst hjá saksókn vegna ólöglegra skotvopaeignar. 20. júní 2023 15:40 Uppljóstrun Musks reyndist rýr í roðinu Elon Musk og blaðamaðurinn Matt Taibbi tístu um helgina um gögn frá Twitter sem fjölluðu um þá ákvörðun þáverandi forsvarsmanna fyrirtækisins um að banna frétt um Hunter Biden, son Joe Biden, núverandi forseta Bandaríkjanna. 5. desember 2022 12:51 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Þetta sagði Weiss á fundi dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í dag, samkvæmt frétt Washington Post. Er það í kjölfar þess að tveir rannsakendur skattsins sögðu fyrr á árinu að embættismenn hefðu reynt að hægja á rannsókninni. Þingmenn Repúblikanaflokksins hafa tekið undir þessar ásakanir. Weiss, sem skipaður var í embætti af Donald Trump, fyrrverandi forseta, hefur áður sagt þær rangar og ítrekaði það á áðurnefndum fundi í dag. Afar sjaldgæft er að sérstakir saksóknarar mæti á þingfundi áður en rannsóknum þeirra lýkur en hann er sagður hafa mætt vegna þess hve alvarlega þessum ásökunum hefur verið tekið. „Ég er og hef alltaf verið sá sem tekur ákvarðanir í þessu máli,“ sagði Weiss samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs. Hann sagðist ekki taka ákvarðanir í tómarúmi enda væri hann bundinn af lögum og starfsreglum. Hann sagði að á engum tímapunkti hefði einhver reynt að standa í vegi hans eða reyna að koma í veg fyrir að hann gripi til aðgerða, eins og að ákæra Hunter Biden. Ákærður fyrir að ljúga á eyðublaði Weiss hefur ákært Hunter Biden fyrir að ljúga á eyðublaði þegar hann keypti skotvopn árið 2018. Hann var þá í mikilli neyslu fíkniefna en laug á eyðublaðinu að svo væri ekki. Saksóknarinn hafði einnig verið með Hunter til rannsóknar vegna skattsvika á árum áður, þegar hann var í neyslu, og náðist samkomulag milli saksóknara og lögmanna Hunters. Það náði þó ekki fram að ganga þegar í ljós kom að saksóknarar og lögmenn Hunters voru ekki sammála um hvað samkomulagið fæli í sér. Repúblikanar, sem fara með meirihluta í fulltrúadeildinni, hafa einnig hafði rannsókn á því hvort Joe Biden hafi brotið af sér í starfi og tilefni sé til að ákæra hann fyrir embættisbrot. Lítið hefur farið fyrir þeirri rannsókn á undanförnum vikum, sem að hluta til má rekja til þeirrar óreiðu sem einkennt hefur fulltrúadeildina undanfarnar vikur, eftir að þingmaðurinn Matt Gaetz og nokkrir aðrir boluðu Kevin McCarthy úr embætti þingforseta. Meðal annars ætla Repúblikanar að rannsaka hvort Joe Biden hafi hagnast af viðskiptum sonar hans, Hunter. Fyrsti nefndarfundurinn um þessa rannsókn þótti ekki fara vel fyrir Repúblikana þar sem þeirra eigin vitni grófu undan ásökunum þeirra. Á nefndarfundinum í dag varaði Weiss þingmenn við því að mörgum spurningum gæti hann ekki svarað þar sem rannsókn hans væri enn yfirstandandi. Það féll þó ekki í kramið hjá þingmönnum Repúblikanaflokksins, sem gagnrýndu Weiss í hádegishléi og eftir fundinn fyrir að svara þeim. Matt Gaetz sagði Weiss ekki hafa verið á fundinum í anda og gagnrýndi hann fyrir að svara ekki spurningum þingmanna nægilega vel. Darrell Issa gagnrýndi Weiss fyrir að útskýra ekki áðurnefnt samkomulag við Hunter Biden og sagði saksóknarann hafa engin svör varðandi það af hverju hann hafi ætlað að bjóða syni forsetans samkomulag sem útilokaði ákærur fyrir aðra glæpi. Demókratar sögðu fundinn hafa verið tímasóun og saka Repúblikana um að reyna að hafa áhrif á Weiss. „Þetta er fordæmalaust. Þú truflar ekki rannsókn með nefndarfundum. Þetta er í fyrsta sinn sem það hefur gerst,“ sagði Glenn Ivey. Þá sagði hann það augljósa ástæðu þess að Weiss hefði ekki getað svarað öllum spurningunum. Hann vildi ekki skemma fyrir rannsókn sinni. Jerrold Nadler, æðsti Demókratinn í nefndinni, sagði hafa komið skýrt fram að enginn hefði sett tálma í veg Weiss. „Ég meina, Repúblikanar reyndu að fá hann til að segja eitthvað, en þeir töluðu bara um sömu hlutina aftur og aftur,“ sagði Nadler.
Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Hunter Biden ákærður Alríkissaksóknarar hafa gefið út ákæru á hendur Hunter Biden, syni Joe Biden Bandaríkjaforseta, þar sem hann er sagður hafa komist ólöglega yfir skotvopn í október árið 2018, eftir að hafa logið til um að neyta ekki né vera háður fíkniefnum. 15. september 2023 07:10 Hefja formlega rannsókn á Biden Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, tilkynnti í dag að opnuð yrði formleg rannsókn sem beinist að Joe Biden, forseta, og ætlað væri að kanna hvort tilefni væri til að ákæra hann fyrir embættisbrot. Rannsóknin á að beinast að viðskiptaumsvifum fjölskyldu Bidens. 12. september 2023 20:17 Boðar nýja ákæru á hendur syni Biden Sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins segist stefna að því að gefa út nýja ákæru á hendur Hunter Biden, syni Bandaríkjaforseta, fyrir lok þessa mánaðar. Biden hafði áður samþykkt að játa sig sekan um skatta- og skotvopnalagabrot en sáttinni var spillt í sumar. 7. september 2023 08:50 Sonur Biden játar sig sekan um skattsvik Hunter Biden, sonur Joes Biden Bandaríkjaforseta, gerði játningarkaup við alríkissaksóknara sem eiga að koma honum undan fangelsisvist. Með samkomulaginu játar Biden minniháttar skattsvik en kemst hjá saksókn vegna ólöglegra skotvopaeignar. 20. júní 2023 15:40 Uppljóstrun Musks reyndist rýr í roðinu Elon Musk og blaðamaðurinn Matt Taibbi tístu um helgina um gögn frá Twitter sem fjölluðu um þá ákvörðun þáverandi forsvarsmanna fyrirtækisins um að banna frétt um Hunter Biden, son Joe Biden, núverandi forseta Bandaríkjanna. 5. desember 2022 12:51 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Hunter Biden ákærður Alríkissaksóknarar hafa gefið út ákæru á hendur Hunter Biden, syni Joe Biden Bandaríkjaforseta, þar sem hann er sagður hafa komist ólöglega yfir skotvopn í október árið 2018, eftir að hafa logið til um að neyta ekki né vera háður fíkniefnum. 15. september 2023 07:10
Hefja formlega rannsókn á Biden Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, tilkynnti í dag að opnuð yrði formleg rannsókn sem beinist að Joe Biden, forseta, og ætlað væri að kanna hvort tilefni væri til að ákæra hann fyrir embættisbrot. Rannsóknin á að beinast að viðskiptaumsvifum fjölskyldu Bidens. 12. september 2023 20:17
Boðar nýja ákæru á hendur syni Biden Sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins segist stefna að því að gefa út nýja ákæru á hendur Hunter Biden, syni Bandaríkjaforseta, fyrir lok þessa mánaðar. Biden hafði áður samþykkt að játa sig sekan um skatta- og skotvopnalagabrot en sáttinni var spillt í sumar. 7. september 2023 08:50
Sonur Biden játar sig sekan um skattsvik Hunter Biden, sonur Joes Biden Bandaríkjaforseta, gerði játningarkaup við alríkissaksóknara sem eiga að koma honum undan fangelsisvist. Með samkomulaginu játar Biden minniháttar skattsvik en kemst hjá saksókn vegna ólöglegra skotvopaeignar. 20. júní 2023 15:40
Uppljóstrun Musks reyndist rýr í roðinu Elon Musk og blaðamaðurinn Matt Taibbi tístu um helgina um gögn frá Twitter sem fjölluðu um þá ákvörðun þáverandi forsvarsmanna fyrirtækisins um að banna frétt um Hunter Biden, son Joe Biden, núverandi forseta Bandaríkjanna. 5. desember 2022 12:51